Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Blaðsíða 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Blaðsíða 36
XIX ÞI N G LYFLÆKNA F Y L G I R I T 6 5 kanna nýgengi nýmasteina á íslandi síðustu áratugi. Efniviður og aðferðir: Leitað var að öllum sjúkdóms-, myndgreiningar- og aðgerðarkóðum sem gáfu til kynna nýrnasteina í gagnagrunnum Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri og Læknisfræðilegrar myndgreiningar frá 1983 til 2008. Sjúklingar sem greindust með sinn fyrsta stein fyrir 1990 voru útilokaðir frá rannsókninni þar sem rafræn kóðun upplýsinga í tölvukerfum ofangreindra stofnana var ófullkomin á þeim tíma. Sjúkraskrár voru yfirfarnar með tilliti til sjúkdómseinkenna og til staðfestingar á steinsjúkdómi í nýrum. Breytingar á nýgengi nýrnasteina voru metnar með aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður: Á tímabilinu 1990 til 2008 greindust 5026 sjúklingar með sinn fyrsta nýrnastein, þar af 3170 karlar (63.1%). Meðalaldur karla var 52.8 +17,5 ár og kvenna 48,9 +18,9 ár. Alls höfðu 4202 sjúklingar (83,6%) einkenni af völdum nýmasteins, 505 (10%) voru einkennalausir og hjá 319 sjúklingum (6,3%) reyndist ekki unnt að ákvarða hvort einkenni voru fyrir hendi. Árlegt nýgengi hjá körlum var 149-185/100.000 og breyttist ekki á rannsóknartímabilinu (P=0,76). Árlegt nýgengi hjá konum var 72-123/100.000 og breyttist ekki í tímans rás (P=0,17). Árlegt nýgengi einkennalausra steina jókst, úr 10 í 24/100.000 hjá körlum (P<0,001) og úr 6 í 21/100.000 hjá konum (P=0,001). Einkennalausir sjúklingar voru eldri en þeir sem höfðu einkenni, 65,6 ± 15,0 ár samanborið við 49,4 ± 17.8 ár (P <0,001). Ályktanir: Heildarnýgengi nýrnasteina á Islandi hefur ekki aukist síðustu 2 áratugi. Nýgengi einkennalausra steina hefur hins vegar tvöfaldast, mögulega vegna aukinnar notkunar myndgreiningarrannsókna. V073 Nýgengi nýrnasteina hjá íslenskum börnum 1990-2008 Viðar Eðvarðsson' Ólafur S. Indriðason2, Runólfur Pálsson2-1 'Bamaspítala Hringsins, -nýmaiækningaeiningu Landspítala, ’læknadeild Háskóla ísiands Inngangur: Erlendar rannsóknir benda til þess að tíðni nýrnasteina hjá börnum hafi farið vaxandi undanfarna áratugi. Markmið rannsóknar- innar var að kanna nýgengi nýmasteina hjá íslenskum börnum og unglingum síðustu tvo áratugi. Efniviður og aðferðir: Leitað var að öllum sjúkdóms-, myndgreiningar- og aðgerðarkóðum sem gáfu til kynna nýrnasteina hjá börnum undir 18 ára aldri í gagnagrurtnum Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri og Læknisfræðilegrar myndgreiningar frá 1983 til 2008. Sjúklingar sem greindust með sinn fyrsta stein fyrir 1990 voru útilokaðir frá rannsókninni þar sem rafræn kóðun upplýsinga í tölvukerfum ofangreindra stofnana var ófullkomin á þeim tíma. Sjúkraskrár voru yfirfarnar með tilliti til sjúkdómseinkenna og til staðfestingar á steinsjúkdómi í nýrum. Aldursstaðlað nýgengi var reiknað og breytingar á nýgengi voru metnar með aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður: Á tímabilinu 1990 til 2008 greindust 147börn og unglingar með sinn fyrsta nýrnastein, 66 drengir og 81 stúlka. Miðgildi (spönn) aldurs drengja var 13,7 (0,2-17,9) ár og stúlkna 15,1 (0,8-17,8) ár. Árlegt meðalnýgengi hjá börnum <18 ára var 9,9 ± 4,5/100.000. Hjá drengjum var meðalnýgengi 8,7 ± 4,3 og stúlkum 11,1 ± 7,2/100.000 (P=0,21). Einungis 6 af 147 sjúklingum voru einkennalausir. Árlegt nýgengi, sem var áberandi lægst fyrstu 5 rannsóknarárin, breyttist ekki marktækt á rannsóknartímanum (P=0,058). Ályktanir: Nýgengi nýrnasteina hjá bömum og unglingum á íslandi er hátt miðað við önnur vestræn lönd. Ekki hefur orðið marktæk aukning á nýgengi nýmasteina hjá íslenskum börnum og unglingum síðustu tvo áratugi eins og nýlega hefur verið lýst í erlendum rannsóknum. V074 Gæði skilunarmeðferðar á Landspítala 2003-2008 Helga Mogensen1, Runólfur Pálsson1-2, Ólafur Indriðason2 ^Læknadeild Háskóla íslands, 2nýmalækningaeiningu Landspítala Inngangur: Nýlega hafa komið fram klínískar leiðbeiningar og meðferðarmarkmið fyrir ýmsa sjúkdómsþætti sjúklinga í skilunarmeðferð. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna gæði skilunarmeðferðar á Islandi með hliðsjón af þessum leiðbeiningum. Efniviður og aðferðir: Þetta var afturvirk rannsókn sem beindist að öllum sjúklingum sem gengust undir skilunarmeðferð á Landspítala lengur en 3 mánuði á ámnum 2003-2008. Upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám. Rannsóknartímabilinu var skipt í 2 jafnlöng tímabil. Kí-kvaðrat próf var notað til að bera saman hlutfall þeirra sem voru innan meðferðarmarkmiða á hvoru tímabili og einnig til að bera saman sjúklinga í blóðskilun og kviðskilun. Niðurstöður: Við fundum 180 sjúklinga sem gengust undir skilunarmeðferð á rannsóknartímabilinu. Hemóglóbín var innan meðferðarmarka hjá 65,0% sjúklinga á fyrra tímabilinu og 67,5% á seinna tímabilinu (p=0,68). Kalsíum var innan meðferðarmarka hjá 72,1% á fyrra tímabilinu og 70,7% á því seinna (p=0,56). Aðeins 53,0% sjúklinga náðu meðferðarmörkum fyrir fosfat á fyrra tímabilinu og 55,7% á því seinna (p=0,67) og PTH var innan meðferðarmarka hjá einungis 23,9% sjúklinga á fyrra tímabilinu og 33,0% á því seinna (p=0,297). Albúmín var innan viðmiðunarmarka hjá 42,1% á fyrra tímabilinu og hjá 55,0% á seinna tímabilinu (p=0,03). Loks náðu 80,4% blóðskilunarsjúklinga meðferðarmörkum fyrir hlutfallslega minnkun úrea á fyrra tímabilinu og 72,6% á því seinna (p=0,80). Kolsýra var innan meðferðarmarka hjá 94,9% sjúklinga í kviðskilun en aðeins hjá 65,6% sjúklinga í blóðskilun (p<0,001). Albúmín var innan viðmiðunarmarka hjá 50,3% sjúklinga í blóðskilun en 36,1% í kviðskilun (p=0,036). Ályktanir: Þrátt fyrir vel skilgreinda gæðastaðla og útgáfu leiðbeininga hafa ekki orðið miklar breytingar til batnaðar á skilunardeild Landspítala síðustu ár. Þörf er á úrræðum til að bæta úr því og er brýnt að tryggja að klínískum leiðbeiningum sé fylgt. V075 Skýrist lágt nýgengi meðhöndlaðrar lokastigsnýrnabilunar á íslandi af því að skilunarmeðferð er síður beitt? Þorbjörg Karlsdóttir1, Runólfur Pálsson2, Ólafur Skúli Indriðason2 ’Læknadeild Háskóla íslands, 2nýmalækningaeiningu Landspítala Inngangur: Nýgengi meðhöndlaðrar lokastigsnýmabilunar (LSNB) er lægra á íslandi en í öðrum vestrænum ríkjum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort þetta skýrist af því að hátt hlutfall sjúklinga með LSNB hér á landi fær ekki skilunarmeðferð. Efniviður og aðferðir: Þetta var afturvirk rannsókn er náði til allra sjúklinga með LSNB á íslandi á árunum 2000-2007 sem ekki fengu meðferð með skilun eða ígræðslu nýra. Sjúklinga með kreatínín >280 pmól/l var leitað á öllum heilbrigðisstofnunum á íslandi. Nánari upplýsingar um þessa sjúklinga fengust úr sjúkraskrám og dánarmeinaskrá Hagstofunnar. LSNB var skilgreind sem reiknaður gaukulsíunarhraði (r-GSH) <15 ml/mín./l,73 m2. Niðurstöður: Alls greindust 78 einstaklingar (43 karlar) með LSNB sem ekki hlutu meðferð. Á sama tíma hófu 164 sjúklingar meðferð við LSNB. Heildarnýgengi LSNB var því 102,5/milljón á ári. Meðalaldur þeirra sem ekki hlutu meðferð var 79,3 ±9,6 ár og þeir voru með 4±1,8 skráða fylgisjúkdóma. Síðasti þekkta gildi r-GSH var 9,6 ±3,4 ml/mín./l,73 m2 og 31 sjúklingur var með r-GSH á bilinu 10-15 ml/mín./l,73 m2. 36 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.