Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Blaðsíða 35

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Blaðsíða 35
XIX Þ I N G LYFLÆKNA FYLGIRIT 65 ganglim hefur lækkað um helming frá fyrri rannsókn, en tíðni djúpra bringubeinssýkinga (2,0%) er svipuð og í eldri rannsókn (2,5%). V069 Bringubeinsfistlar eftir opnar hjartaskurðaðgerðir - tíðni, áhættuþættir og horfur Steinn Steingrímssonu, Tómas Guðbjartsson'-3, Ronny Gustafsson2, Arash Mokhtari2, Richard Ingemansson2, Johan Sjögren2 ‘Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2hjartaskurðdeild Háskólasjúkrahússins á Skáni, Svíþjóð, 3Iæknadeild Háskóla íslands Inngangur: Bringubeinsfistlar er alvarlegur en fátíður fylgikvilli opinna hjartaaðgerða. Erfitt er að uppræta þessa fistla og oft þörf á langvarandi sýklalyfjameðferð og endurteknum skurðaðgerðum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni þessara fistla, skilgreina áhættuþætti og kanna afdrif og lifun sjúklinganna. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á framsýnum gagnagrunni hjartaskurðdeildar Háskólasjúkrahússins í Lundi, eða 12.297 opnum hjartaaðgerðum frá 1999-2008. Af þeim greindust 30 sjúklingar með bringubeinsfistil. Aðhvarfsgreining var notuð við mat á áhættuþáttum og 120 (4:1) sjúklingar án fistla notaðir sem samanburðarhópur. Niðurstöður: Tíðni bringubeinsfistla var 0,23% einu ári frá aðgerð. Meðalaldur sjúklinga var 68 ár, þar af 77% karlar. Flestir, eða 63%, höfðu farið í kransæðahjáveituaðgerð og 20% í ósæðarlokuskipti. Helstu áhættuþættir fistla voru fyrri saga um sýkingu í bringubeinsskurði (OR=15,7), nýrnabilun (OR=12,5), reykingar (OR=4,7) og þegar beinvax var notað í upphaflegu aðgerðinni (OR=4,2). Sárasugu (VAC) var beitt í 20 alvarlegustu tilfellunum og létust t\'eir sjúklingar á meðan meðferð stóð. Fimm ára heildarlifun sjúklinga með fistla var 58% borið saman við 85% í viðmiðunarhóp (p=0,003). Ályktanir: Dánartíðni er aukin hjá sjúklingum með bringubeinsfistla og fylgikvillar tíðir. Fyrri sýking í bringubeinsskurði og nýrnabilun eru langmikilvægustu áhættuþættirnir. Flestir hafa þó ekki fyrri sögu um sýkingu í bringubeini, sem bendir til að í þorra tilfella sé um síðbúna sýkingu að ræða í kringum stálvíra sem halda saman bringubeininu. Á síðari árum hefur sárasuga reynst vel í meðferð þessara sjúklinga. V070 Bráður nýrnaskaði á gjörgæsludeildum - notkun útreiknaðra grunngilda kreatíníns í sermi til skilgreiningar á bráðum nýrnaskaða og alvarleika stigunar samkvæmt RIFLE-skilmerkjum íris Ösp Vésteinsdóttir1, Ólafur Skúli Indriðason-, Kristinn Sigvaldason,3 Gísli H. Sigurðsson13 'Læknadeild Háskóla fslands, 'nýrnalækningaeiningu, 3svæfinga og gjörgæsludeild Landspítala Inngangur: Tíðni bráðs nýrnaskaða meðal gjörgæslusjúklinga í tveimur nýlegum rannsóknum var 36% og 67%. Þessar rannsóknir reiknuðu grunngildi kreatíníns í sermi (S-kr) með MDRD jöfnunni út frá áætluðum gaukulsíunarhraða (GSH) miðað við aldur, kyn og kynþátt. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni bráðs nýmaskaða í sjúklingum á gjörgæslu með áherslu á að finna rétt grunngildi S-kr. Efniviður og aðferðir: Þetta var afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum >18 ára aldri er lögðust inn á gjörgæsludeildir LSH árið 2007. Semm kreatínín var fengið úr sjúkraskrám LSH og ítarleg leit var gerð að grunnkreatínínildum á öðrum rannsóknarstofum og sjúkrastofnunum á íslandi. RIFLE (Risk, Injury, Failure, Loss, End-stage kidney disease) skilmerki voru notuð til að skilgreina bráðan nýrnaskaða. Niðurstöður: 1026 sjúklingar lögðust inn á gjörgæsludeildir LSH árið 2007, meðalaldur 60,6±17,8 ár, 61,1% karlmenn. Áreiðanleg grunngildi S-kr fundust í gagnagmnni LSH fyrir 70% sjúklinga en með ítarlegri leit fundust grunngildi S-kr fyrir yfir 99% þeirra. 231 (22,3%) hlutu bráðan nýmaskaða í gjörgæslulegunni og voru 83 í "Risk" hópi, 70 í "Injury" hópi og 78 í "Failure" hópi. Ef grunngildi S-kr var reiknað út frá áætluðum GSH fyrir þá sem ekki áttu grunngildi á LSH var tíðni bráðs nýrnaskaða marktækt hærri, 310 sjúklingar, 30,2% (p<0,01). Meðalaldur þeirra sem hlutu bráðan nýmaskaða var 67,0±16,0 ár á móti 58,7±18,0 ár hjá þeim sem ekki hlutu bráðan nýrnaskaða (p<0,001). Dánartíðni í sjúkrahúslegunni var 40,7% meðal þeirra sem hlutu bráðan nýrnaskaða en 9,1% meðal hinna (p<0,001). Ályktanir: Tíðni bráðs nýmaskaða á gjörgæsludeildum LSH er um 23% sem er lægra en erlendar rannsóknir hafa sýnt. Þær rannsóknir hafa þó sennilega ofmetið tíðnina þar sem þær notuðust við útreiknuð gildi á S-kr ef grunngildi fannst ekki. V071 Faraldsfræði langvinns nýrnasjúkdóms á stigi ll-V meðal íslenskra barna Helgi Jónsson1, Ólafur S. Indriðason3, Loftur I. Bjamason3, Runólfur Pálsson1-, Viðar Eðvarðsson14 ‘Læknadeild Háskóla íslands, 2nýmalækningaeiningu Landspítala, 3tölvunarfræðideild Háskóla íslands, 4Bamaspítala Hringsins, Landspítala Inngangur: Faraldsfræði iokastigsnýrnabilunar meðal barna er vel þekkt en tíðni vægari stiga langvinns nýmasjúkdóms (LNS) hefur ekki verið vel rannsökuð. Markmið rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði LNS á stigi II-V meðal íslenskra barna á tímabilinu 1997-2006. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturvirk og náði til áranna 1997- 2006. Leitað var að öllum mælingum kreatíníns í sermi (S-Kr) meðal einstaklinga yngri en 18 ára á Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og á einkareknum rannsóknarstofum. Reiknaður gaukulsíunarhraði (r-GSH) var metinn með Schwartz-jöfnu. Stig II LNS var skilgreint sem r-GSH 60-89, stig III 30-59, stig IV 15-29 og stig V <15 ml/mín./l,73 m2 eða meðferð við lokastigsnýrnabilun. Niðurstöður: Við fundum 40.486 mælingar S-Kr hjá 15.170 bömum. Af þeim voru 19 (9 drengir) með LNS á stigi II-V, þar af 13 börn sem voru með LNS við upphaf rannsóknartímabilsins. Á hverju ári höfðu 10-14 börn LNS á stigi II-V og var meðalalgengi 15,5/100.000 börn. Sex börn greindust með LNS á tímabilinu og var árlegt nýgengi 0,77/100.000 börn að meðaltali. Átta börn vom á stigi V við upphaf tímabilsins og 6 börn færðust yfir á stig V. Árlegt nýgengi lokastigsnýrnabilunar var því 0,77/100.000 börn og meðalalgengi 7,7/100.000 börn. Að auki höfðu 373 börn óeðlilega lág gildi r-GSH en áttu ýmist aðeins eina mælingu S-Kr eða að r-GSH varð eðlilegur innan 3 mánaða og því töldust þessi börn ekki hafa LNS. Ályktanir: Þessi rannsókn, sem er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum, gefur nýjar upplýsingar um faraldsfræði LNS i börnum. Fyrir hvert barn með lokastigsnýrnabilun er um það bil eitt með LNS á stigi II- IV. Algengi og nýgengi lokastigsnýrnabilunar hjá börnum á íslandi er svipað og hjá öðrum Evrópuþjóðum. V072 Nýgengi nýrnasteina á íslandi 1990-2008 Viðar Eðvarðsson1-3, Ólafur S. Indriðason2, Runólfur Pálsson2-3 'Barnaspítala Hringsins, 2nýmalækningaeiningu Landspítala, 3læknadeild Háskóla íslands Inngangur: Nýmasteinar eru algengt heilsufarsvandamál á Vesturlöndum og benda erlendar rannsóknir til þess að tíðni þeirra hafi aukist á undanfömum áratugum. Markmið rannsóknarinnar var að LÆKNAblaðið 2010/96 35

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.