Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Blaðsíða 32
XIX ÞING LYFLÆKNA
FYLGIRIT 65
síðustu 15-20 árum skýrist ekki af aukinni notkun kólesteróllækkandi
statin lyfja.
V059 Sheehan-heilkenni á 21. öldinni
Hallgerður Kristjánsdóttir1, Sigrún Perla Böðvarsdóttir2, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir1A3.
'Lyflækningasviði, 2barna- og kvennasviði, 3 4innkirtla- og efnaskiptalækningadeild, Landspítala,
flæknadeild Háskóla íslands
Inngangur: Sheehan-heilkenni (SH) er heiladingulsbilun sem verður
hjá konum eftir fæðingu. Fyrir hálfri öld var algengið 10-20 per 100.000
konur. Með betri fæðingarhjálp hefur algengi SH minnkað og því fengið
litla athygli. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi SH á
21.öldinni á Islandi.
Efniviður og aðferðir: Sjúklingar voru fundnir með viðtölum við alla
starfandi innkirtlasérfræðinga á Islandi og rafæna skráningarkerfi LSH
frá 1983 var skannað. Upplýsingum varðandi fæðingarhjálp, einkenni
við greiningu og niðurstöður hormónaprófa var safnað.
Niðurstöður: Atta konur fundust með SH og algengi því 5.1 per 100.000
konur. Meðaldur við inngöngu í rannsókn var 51,5 (spörm 41-81) ár.
Elsta konan (fædd 1928) var útilokuð vegna skorts á upplýsingum.
Meðalaldur við fæðingu barns og greiningu sjúkdóms var 33,0 (spönn
21-39) ár og 36,6 (spönn 30-41) ár og greiningartöf (GT) því 2-240
mánuðir. Konan með lengstu GT greindist fyrir tilviljun. Fjórar konur
höfðu lágan blóðþrýsting í fæðingu og fimm höfðu hlotið mikið blóðtap
(>1000 mL). Einungis ein fæðingin var fylgikvillalaus. Algengasta
einkennið var vangeta til að mjólka og að fara aftur á blæðingar.
Sjúklingarnir voru með 3-5 hormónaöxla skaðaða.
Alyktanir: Lágt algengi SH á Islandi skýrist mögulega af góðri
fæðingarhjálp. Löng GT og tilviljanagreiningar benda til þess að
einhverjar konur séu ógreindar úti í samfélaginu. Auðvelt er að greina
og meðhöndla SH en ógreint getur það verið lífshættulegt. Mikilvægt er
að læknar og ljósmæður séu vakandi fyrir greiningunni.
V060 Vanstarfsemi heiladinguls þremur mánuðum eftir höfuðáverka
eða innanskúmsblæðingu - framsýn rannsókn
Ásta Dögg Jónasdóttir1, Pétur Sigurjónsson1, Ingvar Hákon Ólafsson2, Sigurbergur
Kárason3, Guðrún Karlsdóttir1, Guðmundur Sigþórsson5, Rafn Benediktsson6, Helga Ágústa
Sigurjönsdóttir2'
'Lyfiækningasviöi, 2heila- og taugaskurðlækningadeild, 3gjörgæslu- og svæfingadeild,
4endurhæfingardeild, 5klínísk lífefnafræðideild, 6innkirtla- og efnaskiptalækningadeild
Landspítala
Inngangur: Niðurstöður nýlegra rannsókna benda til að vanstarfsemi
heiladinguls (VH) sé algengur fylgikvilli höfuðáverka (HÁ) og
innanskúmsblæðinga (IB). Rannsóknir hafa sýnt að VH getur gengið
til baka skömmu eftir HÁ og IB eða komið fram síðar. Markmið
rannsóknarinnar er að meta algengi og þróun VH í síðfasa eftir HÁ og
IB á íslandi.
Efniviður og aðferðir: Þrjátíu og níu sjúklingum, 18-65 ára, sem komu
á Landspítala á 1 árs tímabili og voru greindir með miðlungs alvarlega
(MAHÁ, GCS 9-12) og alvarlega (AHÁ, GCS <9) HÁ eða IB, var boðin
þátttaka í rannsókninni. Sextán sjúklingar voru með AHÁ og 6 með
MAHÁ, 17 karimenn og 5 konur, meðalaldur 37±13 ár (spönn 18-65
ára) og 17 með IB, 10 karlmenn og 7 konur, meðalaldur 51±11 ára
(spönn 30-66 ára). Fimmtán sjúklingar tóku ekki þátt í frekari eftirfylgni,
4 létust, 1 var erlendur ríkisborgari og 10 afþökkuðu þátttöku.
Heiladingulsstarfsemi var metin hjá 24 sjúklingum, 12 HÁ (8 AHÁ og 4
MAHÁ) og 12 IB, 3 mánuðum eftir HÁ/IB. Hormónagildi í blóði voru
mæld og insúlínþolpróf (IÞP) framkvæmt. Við frábendingu fyrir IÞP var
framkvæmt GHRH+Arg próf og Synachten próf.
Niðurstöður: Ein 65 ára kona með AHÁ hafði prólaktínofgnótt. Tveir
karlmenn, 56 ára með IB og 37 ára með AHÁ, höfðu vaxtarhormónaskort.
I báðum tilvikum var skorturinn staðfestur með GHRH+Arg prófi. Tvær
konur, 41 og 50 ára, höfðu fátíðir í kjölfar IB.
Ályktanir: VH greindist hjá 2 af 8 (25%) AHÁ sjúklingum og 3 af
12 (25%) IB sjúklingum, sem er í samræmi við niðurstöður erlendra
rannsókna. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þess að skoða starfsemi
heiladinguls í kjölfar HÁ og IB. Nánari eftirfylgni getur leitt í ljós
hvenær ber að meta sjúklinga eftir AHÁ, MAHÁ og IB.
V061 Tengsl offitu við snemmkominn árangur
kransæðahjáveituaðgerða
Sæmundur J. Oddsson1, Hannes Sigurjónsson1, Sólveig Helgadóttir1, Martin Ingi Sigurðsson1,
Þórarinn Amórsson', Tómas Guðbjartssonu
'Hjarta- og lungnaskurðdeild, Landspítala, 2læknadeild Háskóla íslands
Inngangur: Offita hefur verið talin auka tíðni fylgikvilla eftir ýmsar
skurðaðgerðir, þ.á.m. opnar hjartaaðgerðir. Nýlegar rannsóknir benda
þó til þess að tengsl offitu og fylgikvilla sé flóknara en áður var talið,
t.d. eru rannsóknir sem hafa sýnt lægri tíðni fylgikvilla hjá þessum
sjúklingum. Tilgangur þessarar rannsóknar var kanna tengsl offitu við
árangur kransæðahjáveituaðgerða á Islandi.
Efniviður og aðferðir: Aftursýn rannsókn sem náði til allra sjúklinga sem
gengust undir kransæðahjáveituaðgerð (CABG/OPCAB) á Landspítala
frá 2002-2006, samtals 720 einstaklinga. Sjúklingum var skipt í tvennt;
offituhóp með BMI >30 kg/m2 (n=207, 29%), og viðmiðunarhóp með
BMI s30 kg/m2) (n=513, 71%). Hóparnir voru bomir saman með ein- og
fjölþáttagreiningu og áhrif offitu metin hvað varðar tíðni fylgikvilla og
skurðdauða <30 daga.
Niðurstöður: Ekki var marktækur munur á áhættuþáttum hjarta- og
æðasjúkdóma en sjúklingar I ofþyngd vou með lægra EuroSCORE
(4,3 vs 5,0, p=0,02) og voru 2,7 árum yngri (p=0,002). Aðgerðartími var
lengri hjá sjúklingum í ofþyngd og munaði 18 mínútum (p=0,02). Tíðni
minniháttar fylgikvilla (53 og 55%) og alvarlegra fylgikvilla (9 og 10%)
var sambærileg í báðum hópum, einnig dánartíðni <30 daga (2 og 3,7%,
p=0,3). Þegar leiðrétt var fyrir EuroSCORE og aldri við fjölbreytugrein-
ingu reyndist offita hvorki sjálfstæður áhættuþáttur fyrir tíðni fylgi-
kvilla né dánartíðni (p>0,l).
Ályktanir: Tfðni fylgikvilla og dánartíðni eftir kransæðahjáveituaðgerð
er ekki marktækt aukin hjá offitusjúklingum en aðgerðirnar taka lengri
tíma. Hafa verður í huga að viss valskekkja getur verið til staðar og haft
áhrif á niðurstöðurnar, t.d. voru offitusjúklingarnir bæði yngri og með
lægra EuroSCORE.
V062 Kalkkirtill í brjóstholi sem orsök kalkvakaóhófs - sjúkratilfelli
Hrund Þórhallsdóttir1, Kristján Skúli Ásgeirsson1-3, Maríanna Garðarsdóttir2, Tómas
Guðbjartsson1-3
'Skurðlækningasviði, 2myndgreiningardeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla íslands
Inngangur: Kalkvaki (PTH) er framleiddur af fjórum kalkkirtlum
sem oftast eru staðsettir aftan við skjaldkirtil. Kalkvakaóhóf (primary
hyperthyroidism) getur sést við góðkynja stækkun á kalkirtlum en þeir
eru yfirleitt staðsettir aftan við skjaldkirtil og framleiða kalkvaka (PTH).
I einstaka tilfellum geta stækkaðir kalkkirtlar fundist utan hálssvæðis.
Hér er lýst slíku tilfelli.
32 LÆKNAblaðið 2010/96