Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Blaðsíða 41
XIX ÞING LYFLÆKNA
FYLGIRIT 65
matstæki er mikilvægt fyrir öryggi lyfjameðferðar. í þessari rannsókn
var notast við gögn úr samnorrænni rannsókn á Minimum Data Set for
Acute Care (MDS-AC) öldrunarmatstækinu til að skoða lyfjameðferð
eldra fólks á Norðurlöndum og kanna tengsl við valdar breytur í
MDS-AC, legutíma og eins árs lifun. Áhersla var lögð á fjöllyfjanotkun,
óæskileg lyf, geðlyf og hjarta- og æðasjúkdómalyf.
Efniviður og aðferðir: Söfnun lyfjaupplýsinga og mat með MDS-AC fór
fram á árunum 2001-2002 á völdum sjúkrahúsum í Danmörku, Islandi,
Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Þátttakendur voru 770 talsins, valdir með
slembiúrtaki úr hópi 75 ára og eldri sjúklinga sem lögðust brátt inn á
ly flækningadeild.
Niðurstöður: Meðalfjöldi lyfja var 6,2 (3,7). Fjöllyfjanotkun (a5 lyf)
var til staðar hjá 66% þátttakenda og notkun óæskilegra lyfja hjá
16%. Norðmenn tóku marktækt fæst lyf. Konur tóku fleiri lyf en
karlar og geðlyfjanotkun var meiri meðal kvenna. Geðlyfjanotkun
var áberandi mest á íslandi og Finnlandi, rúmlega 59%. Samkvæmt
fjölbreytuaðhvarfsgreiningu skýrði lyfjameðferð 2-14% af breytileika í
útkomuþáttum. Geðlyf og undirflokkar þeirra tengdust verri útkomu í
flestum færnibreytum. Óæskileg lyf tengdust lengri legutíma. Hjarta- og
æðasjúkdómalyf höfðu í þessari rannsókn tengsl við betri útkomu.
Ályktanir: Fjöllyfjanotkun, notkun óæskilegra lyfja og geðlyfja er algeng
á Norðurlöndum. Niðurstöður samræmast að flestu leyti niðurstöðum
annarra rannsókna. Heildaráhrif lyfjameðferðar á breytileika í
útkomuþáttum voru ekki sterk, en erfitt er að álykta um svo flókið
samband út frá þessum niðurstöðum.
V089 Óþægindi af fæðu eru algeng meðal fullorðinna íslendinga
Michael Clausen1, Davíð Gíslason2, Þórarinn Gíslason2
’Göngudeild í ofnæmissjúkdómum, 2lungnadeild Landspítala
Inngangur: Ofnæmi af völdum fæðu hefur aukist undanfarin ár á
Vesturlöndum. Lítið er vitað um algengi fæðuofnæmis á Islandi. Island
er þátttakandi í evrópskri rannsókn á fæðuofnæmi (Europrevall)
þar sem kanna á algengi fæðuofnæmis, megin einkenni og
algengustu fæðuofnæmisvaldana. Bera á niðurstöðumar saman á milli
þátttökulandanna.
Efniviður og aðferðir: Árið 2007 voru 3300 einstaklingar af
Reykjavíkursvæðinu á aldrinum 20-54 ára valin af handahófi til að svara
spumingum um fæðuofnæmi í póstlista.
Niðurstöður: Alls svöruðu 2091 (63,3%) spurningalistanum þaraf voru
51,9% konur. Sexhundruðáttatíu og níu (32,9%) sögðust verða illt af
því að borða einhverja fæðu. Þar af voru 508 (73,7%) sem höfðu fengið
þessi einkenni oftar en fjómm sinnum. Algengustu einkennin voru frá
meltingarvegi (50%), húð (28%) og munni og koki (24%). Algengustu
orsakavaldar voru mjólkurvörur 5,0%, fiskur 2,4%, skelfiskur 1,5%,
kiwi 0,7%, egg 0,6% , hveiti 0,6% og hnetur 0,5% af öllum svarendum.
Rúmlega 14% nefndu ekki ákveðna fæðu sem orsakavald heldur hluti
eins og pizzu, feitan mat eða áfengi. Læknir hafði sagt 91 (4,3%) að
viðkomandi hefði fæðuofnæmi.
Ályktanir: Óþægindi af völdum fæðu eru algeng meðal fullorðinna
íslendinga. Einkenni frá meltingarfæram og húð eru algengust. Flestir
telja að mjólkurvörur eða sjávarfang valdi einkennum sínum. Ólíklegt er
að bráðaofnæmi eigi þátt í nema litlum hluta þessara einkenna.
V090 Skimun fyrir áhættuþáttum skyndidauða íþróttamanna
Baldur Þórólfsson1, Fríða Rún Þórðardóttir2, Gunnar Þór Gunnarsson3, Axel F. Sigurðsson4
'Læknadeild Háskóla íslands, 2lyflækningasviði, 4hjartadeild Landspítala, 3lyflækningadeild
Sjúkrahússins Akureyri
Inngangur: Skyndidauði meðal ungs þróttafólks er sjaldgæft fyrirbæri
sem sem oftast má rekja til undirliggjandi hjartasjúkdóms. Rannsóknir
benda til að draga megi úr hættu á skyndidauða með reglubundinni
skimun. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna fýsileika skimunar
á íslenskum íþróttamönnum til að móta leiðbeiningar fyrir lækna og
íþróttaforystuna. Þetta fólst í að kanna: 1) tíðni áhættuþátta í sjúkrasögu,
skoðun og hjartalínuriti, 2) í hve mörgum tilvikum þörf er á frekari
rannsóknum og 3) að meta umfang og kostnað slíkrar skimunar.
Efniviður og aðferðir: Skimaðir voru 105 íþróttamenn (70 karlar og
35 konur) á aldrinum 18- 35 ára. Skimað var skv. leiðbeiningum ESC
(European Society of Cardiology).Tekin var sjúkra, heilsufars- og
fjölskyldusaga íþróttamannsins, gerð var klínísk hjartaskoðun og tekið
var 12-leiðslu hjartalínurit.
Niðurstöður: Algeng sjúkdómseinkenni sem komu fram í sjúkrasögu
voru ofnæmi eða exem (28%), astmi (24%), óeðlileg áreynslumæði
(15%), brjóstverkur við áreynslu (12%), hjartsláttartruflanir við áreynslu
(7%) og svimi (38%)eða yfirliðakennd (10%) við áreynslu. Klínísk
hjartaskoðun var óeðlileg hjá 21 (20%). Hjartalínurit var greinilega
óeðlilegt hjá 22 (21%) og vægt óeðlilegt hjá 23 (22%). Ábending fyrir
hjartaómskoðun var til staðar hjá 24 (23%) og var rannsóknin gerð hjá 19
þeirra. Reyndist hún eðlileg eða nánast eðlileg hjá 6 (32%), vægt óeðlileg
hjá 13 (68%) en enginn taldist hafa greinilega óeðlilega ómskoðun.
Ályktanir: Fremur algengt er að íþróttamenn lýsi sjúkdómseinkennum
sem tengja má við hjartasjúkdóma. Óeðlilegt hjartalínurit er algengt
meðal ungra íþróttamanna. Búast má við að gera þurfi hjartaómskoðun
hjá tæpum fjórðungi þeirra sem eru skimaðir. Unnt er að framkvæma
skimun keppnisíþróttamanna skv. leiðbeiningum ESC með hóflegum
tilkostnaði.
V091 Áhrif eldgoss í Eyjafjallajökli á heilsufar íbúa undir jöklinum
Hanne Krage Carlsen1, Þórarinn Gíslason2, Þórir Bjöm Kolbeinsson3, Haraldur Briem4,,
Gunnar Guðmundsson5, fyrir hönd rannsóknarhóps um áhrif eldgoss í Eyjafjallajökli, Háskóla
íslands
'Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Háskóla íslands,2lungnadeild Landspítala, 3Heilsugæslunni á
Hellu, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, 4sóttvamalækni, landlæknisembættinu
Inngangur: Eldgos með miklu öskufalli hófst í Eyjafjallajökli 14. apríl
2010 og stóð yfir með miklum krafti í sex vikur. Aska og önnur efni frá
eldgosum getur haft skaðleg áhrif á heilsu manna og var því ákveðið að
bjóða öllum íbúum á svæðið næst gosinu í heilsufarskönnun.
Efniviður og aðferðir: Vegna sóttvamaráðstafana buðu heilsugæslu-
stöðvarnar á Hellu, Hvolsvelli og Vík íbúum á svæðinu frá Markarfljóti
að Vík í Mýrdal að taka þátt í heilsufarskönnun. Framkvæmd var
læknisskoðun með blástursmælingu. Fullorðnir fylltu út spurningalista
um líkamlega og andlega líðan á meðan á gosinu stóð en einnig var
spurt um einkenni hjá börnum, upplifun á gosinu og notkun á úrræðum
og hlífðarbúnaði.
Niðurstöður: 207 einstaklingar (40 undir 18 ára aldri) mættu í
könnunina, þar af 107 konur (52%). Meðalaldur var 44 ára (bil 0-91 árs).
Langflestir fullorðinna stunduðu búskap (63%) og þó nokkrir unnu við
ferðaþjónustu (7%). Öskufall hafði verið við heimili allra þátttakenda.
Samkvæmt blástursmælingu vora 18 % með skerta öndunargetu en
13% höfðu þekktan lungnasjúkdóm fyrir. Margir fullorðinna greindu frá
LÆKNAblaðið 2010/96 41