Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Blaðsíða 43
XIX ÞING LYFLÆKNA
FYLGIRIT 65
V095 Lifrarskaði af völdum lyfja og náttúruefna - framsýn rannsókn
á íslandi
Rúnar Bragi Kvaran', Óttar Bergmann1’, Sigurður Ólafsson3, Sif Ormarsdóttir3, Einar Stefán
Bjömsson1-2
'Læknadeild Háskóla íslands, 2meltingarlækningaeiningu Landspítala, 3lyfjadeild
Lyfjastofnunar
Inngangur: Lifrarskaði er þekkt aukaverkun ýmissa lyfja og náttúruefna
(e. drug induced liver injury (DILI)). Frönsk rannsókn, sem er eina
birta framsýna rannsóknin á nýgengi DILI, sýndi nýgengi 14 á hverja
100.000 íbúa á ári. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna nýgengi DILI,
algengustu orsakir og afla vitneskju um meinmynd og horfur.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er framsýn og tekur til allra tilfella
af ófyrirsjáanlegum (e. idiosyncratic) DILI á íslandi frá upphafi mars
2010 til loka febrúar 2012. í byrjun árs 2010 fengu allir læknar á íslandi
bréf um rannsóknina og voru þeir beðnir um að tilkynna öll tilfelli DILI.
Orsakagreining var gerð með svokallaðri RUCAM aðferð.
Niðurstöður: Niðurstöður sem birtast hér ná yfir fyrstu sex mánuði
rannsóknartímabilsins. Tilfellin voru 29 og er nýgengi DILI samkvæmt
því 18 tilfelli á hverja 100.000 íbúa á ári. Konur eru í meirihluta (59%)
og meðalaldur er 53 ár. Algengustu orsakir voru amoxicillín með
klavúlansýru (28%) og náttúruefni (21%), fjögur tilfelli tengd notkun á
Herbalife® vörum og tvö vegna neyslu efna sem innihalda þykkni græns
tes (Camellia sinensis). Tvö tilfelli voru orsökuð af díklófenaki og tvö af
fleirum en einu lyfi. Aðrir orsakavaldar voru ísóníazíð, trímetóprím/
súlfametoxazól, doxýcýklín, interferón -la, infliximab, nítrófúrantóín,
atorvastatín, azatíóprín, enoxaparín, fenoxýmetýlpenicillín og fenýtóín.
Ályktanir: Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að nýgengi DILI á
íslandi sé hærra en nýgengi í rannsóknum frá öðrum löndum.
Greining sjúkdómsins er erfið og því er harm hugsanlega vangreindur.
Einnig treystir rannsókn sem þessi á tilkynningar lækna og er ekki
víst að öll tilfelli séu tilkynnt. Læknar eru hvattir til þess að hafa
mismunagreininguna í huga og tilkynna öll tilfelli (lifrarskadi@
landspitali.is).
V096 Vélindabakflæði í svefni og öndunarfæraeinkenni
Össur Ingi Emilsson1, Þórarinn Gíslason1’2, Bryndís Benediktsdóttir1-2, Sigurður Júlíusson4,
Christer Janson5
'Læknadeild Háskóla íslands, 2lungnadeild, 3háls-, nef- og eymadeild Landspítala,
5lungnadeild Háskólasjúkrahússins, Uppsölum, Svíþjóð
Inngangur: Undanfarin ár hefur vélindabakflæði (VBF) hlotið vaxandi
athygli sem sérstakur áhættuþáttur sjúkdóma í öndunarfærum, svo
sem astma og langvinns hósta. Nýlegar rannsóknir benda til að þessi
tengsl VBF séu sterkust meðal þeirra sem hafa einkenni í svefni og
hefur hugsanlegur þáttur kæfisvefns einnig verið til skoðunar. Markmið
þessarar rannsóknar var að kanna samspil VBF, öndunarfærasjúkdóma,
kæfisvefnseinkenna og blástursgetu í almennu þýði.
Efniviður og aðferðir: Samanburður var gerður í almennu þýði Svía
og íslendinga (svörun >70%) 40 ára og eldri (n=1325) sem höfðu tekið
þátt í rannsókn á algengi langvinnrar lungateppu (www.BOLDCOPD.
org) með því að fara í blásturspróf fyrir og eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfs
og svara spumingalistum um öndunarfæra- og kæfisvefnseinkenni,
almennt heilsufar og einkenni vélindabakflæðis.
Niðurstöður: Hópnum var skipt í fjóra undirhópa og hópur 1 notaður
sem viðmið: 1) Án lyfja við VBF, án einkenna VBF í svefni (n=1040), 2)
Með lyf við VBF, án einkenna VBF í svefni (n=183), 3) Með lyf við VBF,
með einkenni VBF í svefni (n=66), 4) Án lyfja við VBF, með einkenni VBF
í svefni (n=36). Einkenni frá öndunarfæmm vom marktækt algengari í
hópum 2, 3 og 4. Þar af voru langvinnur hósti, ýl, mæði við áreynslu
og ofnæmi í nefi algengust í hópi 4. Saga um lungnaþembu, langvinna
berkjubólgu eða astma var algengust í hópi 4. Einkenni kæfisvefns voru
marktækt algengari í hópum 2, 3 og 4. Þar af voru dagsyfja og tíðar
vaknanir algengastar í hópi 4, en öndunarhlé í svefni algengust í hópi 3.
Blásturspróf sýndu að öndunargeta var marktækt lökust í hópi 4.
Ályktanir: Saga um VBF í svefni tengist sterklega einkennum frá
öndunarfærum. Blásturspróf sýndu marktæka skerðingu á öndunargetu
meðal þeirra sem höfðu einkenni VBF, en höfðu ekki fengið meðferð.
V097 Orsakir ascites eru aðrar á íslandi en í öðrum vestrænum
löndum
Einar Stefán Bjömsson, Hildur hórarinsdóttir
Meltingarlækningaeiningu Landspítala
Inngangur: Að fá ascites er oftast teikn um alvarleg undirliggjandi
veikindi. I flestum vestrænum löndum er skorpulifur algengasta
orsök ascites. Hér á landi hefur þetta lítið verið rannsakað. Markmið
rannsóknarinnar var að athuga algengi ascites meðal inniliggjandi
sjúklinga á LSH og kanna helstu orsakir.
Efniviður og aðferðir: Farið var yfir innlagnir þeirra sem lögðust inn á
LSH frá 2000-2009 og fengu sjúkdómsgreininguna ascites (R 18). Farið
var í gegnum sjúkraskrár og undirliggjandi orsakir kannaðar.
Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu fengu 159 einstaklingar
sjúkdómsgreininguna ascites: 100 konur og 59 karlmenn. Algengasta
ástæða ascites voru illkynja sjúkdómar í 89/159 (56%), 38/159 (24%)
með skorpulifur og hjartasjúkdómar hjá 13/159 (8%), aðrar orsakir
14/159 (9%). Hjá 5 sjúklingum (3%) var ástæða óþekkt. Meðal illkynja
sjúkdóma voru 40/89 (45%) með eggjastokkakrabbamein, 10/89 (11%)
með brjóstakrabbamein, 7/89 (8%) með prímert peritoneal, 7/89 (8%)
með magakrabbamein, 7/89 (8%) ristilkrabbamein og 12/89 (13%)
með önnur krabbamein. Uppruni æxlis fannst ekki hjá 5 einstaklingum
(6%). Skorpulifur var í 63% tilfella tengd áfengisdrykkju. Ef tímabilinu
er skipt í tvennt voru fleiri sem lögðust inn á seinni hluta tímabilsins
en hlutfall þeirra sem var með skorpulifur tengda áfengi var svipaður;
9/14 (64%) vs 15/24 (63%).
Ályktanir: Illkynja sjúkdómar eru algengasta ástæða ascites á íslandi
sem er ólikt því sem gerist í öðrum vestrænum löndum þar sem
skorpulifur er algengari. Áfengisneysla var algengasta ástæða þeirra
sem hafa skorpulifur. Svo virðist sem ascites vegna áfengistengdrar
skorpulifrar fari ekki vaxandi.
V098 Paracetamóleitranir á Landspítala 2004-2009
Ragna Sif Árnadóttir1, Óttar Bergmann3, Einar Stefán Bjömsson1-2
2Læknadeild Háskóla íslands, 2meltingarlækningaeiningu Landspítala
Inngangur: Paracetamól er algengasta orsök bráðrar lifrarbilunar í
mörgum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Líklega er þó aðeins lítill
hluti þeirra sem innbyrða of stóran skammt af paracetamóli sem hljóta
lifrarskaða. Algengi lifrarskaða af völdum paracetamóls hefur lítið
verið rannsakað á íslandi. Það er því óljóst hve stór hluti sjúklinga með
lyfjaeitrun af völdum paracetamols hlýtur lifrarskaða og hverjir hljóta
paracetamóleitrun af slysni.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til sex ára
tímabils, 2004-2009. Leit að sjúkdómsgreiningum sem tengjast lyfja-
LÆKNAblaðið 2010/96 43