Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Side 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Side 45
X I X ÞING LYFLÆKNA FYLGIRIT 65 og eftir meðferð 8,2 (SD 6,8) (p = 0,06). Enginn sjúklinga mældist með alvarlegt þunglyndi. Ályktanir: Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til að tólf mánaða meðferð með natalizumab dragi mjög marktækt úr þreytu hjá MS- sjúklingum. Meðferðin hafði ekki marktæk áhrif á þunglyndiseinkenni. Niðurstöður vekja vonir um að lyfið natalizumab bæti bæði lífsgæði og starfshæfni MS-sjúklinga. V102 Nýgengi og algengi Multiple System Atrophy (MSA) á íslandi - lýðgrunduð rannsókn með nýjum greiningarskilmerkjum Anna Hjiirnsdóttir1, Elías Ólafsson1, Grétar Guömundsson', Hannes Blöndal2 'Taugadeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla fslands Inngangur: MSA er taugahrörnunarsjúkdómur sem einkennist af parkinsonisma, cerebellar og autonom einkennum. Upphleðsla á a-synucleini í glia-frumum sérkennir MSA og greiningu er eingöngu hægt að staðfesta með krufningu. Ný greiningarskilmerki sem kynnt voru 2008 miða að nákvæmari klínískri greiningu. Við ákvörðuðum 10 ára nýgengi MSA á íslandi 1999-2009 og stundaralgengi 1. apríl 2009. Efniviður og aðferðir: Tilfella var leitað með ICD-10 kóðum í gögnum frá taugadeild LSH. Auk þess var haft samband við alla starfandi taugalækna á landinu. Við skoðuðum allar sjúkraskrár sjúklinga sem komu á taugadeild LSH vegna parkinsonisma á 10 ára tímabili til að útiloka MSA greiningu. Niðurstöður: Nítján einstaklingar greindust með MSA á tímabilinu, 11 konur og 8 karlar. Nýgengi var 0,6:100.000. Aldursstaðlað nýgengi (Europe) var 0.7:100,000 (95% CI: 0.4-1.1). Stundaralgengi (point prevalence) var 3.1:100.000 en þá voru 10 einstaklingar á lífi. Sextán tilfelli féllu undir skilmerki probable og 3 undir possible MSA. Sextán höfðu MSAp en 3 MSAc. Meðalaldur við greiningu var 68 ár og meðalaldur við upphaf einkenna var 65 ár. Níu létust á rannsóknartímabilinu og 3 þeirra voru krufðir og greiningin staðfest í öllum tilvikum. Meðaleftirfylgd var 23 mánuðir (bil:l,5-99). Ályktanir: Nýgengi MSA á íslandi er svipað því sem mælst hefur í öðrum löndum þar á meðal í Olmsted County, MN, USA (0,6:100.000). í flestum fyrri rannsókna hefur tilfellaleit byggt á parkinsonisma. Þá er hætta á að sjúklingar með cerebellar einkenni verði útundan. Rannsóknin nær til fleiri tilfella MSA en áður hefur verið greint frá í sambærilegum rannsóknum. Frumulíffræði lungna: sérhæfing fruma og fyrstu varnir Málþing í tengslum við XIX þing Félags íslenskra lyflækna Staður og stund: Hringsalur LSH, Fimmtudaginn 30. September, kl. 15-17 Fundarstjórar: Guðmundur Hrafn Guðmundsson, prófessor og Tómas Guðbjartsson, prófessor Tími Heiti erindis Fyrirlesari 15:00-15:10 Ávarp Runólfur Pálsson, Formaður félags 15:10-15:25 Frumulíffræði lungnaþekju íslenskra lyflækna Ólafur Baldursson, lungnalæknir 15:25-15:40 Frumuræktunarlíkön í lungnarannsóknum Þórarinn Guðjónsson, dósent 15:40-15:55 Varnir lungnaþekju Skarphéðinn Halldórsson, nýdoktor 15:55-16:05 16:05-16:20 Stutt kaffispjall Stofnfrumur og þroskun lungna Sigríður Rut Franzdóttir, nýdoktor 16:20-16:35 16:35-16:50 Leit að sjaldgæfum frumum í lungnavef með flæðifrumusjá Lungnarannsóknir á íslandi: vaxandi fræðasvið Hekla Sigmundsdóttir,dósent Magnús Karl Magnússon, prófessor LÆKNAblaðið 2010/96 45

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.