Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Blaðsíða 24
XIX ÞING LYFLÆKNA
FYLGIRIT 65
V033 Árangur lungnasmækkunaraðgerða við lungnaþembu á íslandi
1996-2008
Sverrir I. Gunnarsson1, Kristinn B. Jóhannsson2, Marta Guðjónsdóttir3,5, Hans J. Beck3, Bjöm
Magnússon4, Tómas Guðbjartsson2-5
'Lyflækningasviði, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3hjarta- og lungnarannsókn
Reykjalundi, 4Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað, 5læknadeild Háskóla íslands
Inngangur: Lungnasmækkunaraðgerð (lung-volume reduction surgery)
getur bætt líðan og lífshorfur sjúklinga með alvarlega lungnaþembu.
Þar sem fylgikvillar eru tíðir hafa þessar aðgerðir þó verið umdeildar.
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur þessara aðgerða
hér á landi.
Efniviður og aðferðir: Framsæ rannsókn á 16 sjúklingum (meðalaldur
59 ár, 10 karlar) með alvarlega lungnaþembu sem gengust undir
lungnasmækkunaraðgerð á Landspítala frá 1996 til 2008. Flestir
sjúklingarnir voru stórreykingamenn og höfðu reykt í 49 pakkaár
að meðaltali. I gegnum bringubeinsskurð var -20% af efri hluta
beggja lungna fjarlægður með heftibyssu. Skráð voru afdrif sjúklinga,
fylgikvillar, legutími og öndunarmælingar fyrir og 3 mánuðum eftir
aðgerð. Meðaleftirfylgd var 8,7 ár og miðaðist við 31. des. 2009.
Niðurstöður: Aðgerðartími var 86 mín. (bil 55-135) og miðgildi legutíma
17 dagar (bil 9-85). Allir sjúklingarnir lifðu af aðgerðina. Viðvarandi
loftleki (n=7) var algengasti fylgikvillinn en 4 þurftu í enduraðgerð, 3
vegna bringubeinsloss og hinir vegna blæðingar, gallblöðrubólgu og
rofs á smágimi. Einn sjúkling þurfti að endurlífga í enduraðgerð. FEVj
hækkaði marktækt um 34%, úr 0,97 L (33% af spáðu) fyrir aðgerð í 1,3 L
(44% af áætluðu) (p<0.001) eftir aðgerð og FVC hækkaði marktækt úr 2,9
L (76% af spáðu) í 3,3 L (87% af spáðu) eftir aðgerð (p=0,014). Aukning
í þoli var hins vegar ekki marktæk, eða úr 69 W í 71 W eftir aðgerð
(p=0,09). Við eftirlit voru 10 af 16 sjúklingum á lífi og voru eins og 10 ára
lífshorfur 100% og 60%.
Alyktanir: FEV, og FVC mælingar jukust marktækt eftir aðgerð og allir
sjúklingarnir lifðu af aðgerðina. Tíðni alvarlegra fylgikvilla var þó há og
legutími langur. Túlka verður þessar niðurstöður varlega þar sem um
lítinn sjúklingahóp er að ræða og viðmiðunarhópur ekki til staðar.
V034 Árangur skurðaðgerða við risablöðrum í lungum
Sverrir I. Gunnarsson', Kristinn B. Jóhannsson2, Hilmir Ásgeirsson1, Marta Guðjónsdóttir’-5,
Hans J. Beck3, Bjöm Magnússon4, Tómas Guðbjartsson2,5
‘Lyflækningasviði, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3hjarta- og lungnarannsókn
Reykjalundi, 4Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað, 5læknadeild Háskóla ísland
Inngangur: Risablöðrur (giant bullae) í lungum eru sjaldgæf fyrirbæri
sem ná yfir að minnsta kosti 1/3 lungans. Þær greinast oftast í efri
lungnablöðum miðaldra stórreykingamanna og skerða lungnastarfsemi
með því að þrýsta á aðlægan lungnavef. Mælt er með skurðaðgerð ef
einkenni eða fylgikvillar (til dæmis loftbrjóst) hafa gert vart við sig.
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur aðgerða við
risablöðrum hér á landi.
Efniviður og aðferðir: Frá 1992-2008 gengust 12 sjúkl. (aldur 60 ár,
11 karlar) undir risablöðrubrottnám á lslandi. Stærð blaðranna var
>30% af heildarrúmmáli lungans í öllum tilvikum og 8 sjúkl. höfðu
blöðrur í báðum lungum. Flestir sjúklingarnir voru með alvarlega
lungnaþembu (GOLD-stig III eða IV) og höfðu reykt í að meðaltali
33 ár. Blöðrurnar voru fjarlægðar í gegnum brjótholsskurð (n=4) eða
bringubeinsskurð (n=8). Lungnamælingar voru gerðar fyrir og eftir
aðgerð. Meðaleftirlitstími var 8,8 ár og miðast við 31. des. 2009.
Niðurstöður: Aðgerðirnar tóku 91 mín. að meðaltali (bil 58-150) og
fylgikvillar komu ekki fyrir í aðgerð. FEVj fyrir aðgerð mældist að
meðaltali 1,0 L (33% af spáðu) og FVC 2,9 L (68% af spáðu). Tveimur
mánuðum eftir aðgerð hækkaði FEV^ marktækt um 80% í 1,8 L (58%
af spáðu) (p=0,008) en FVC hækkaði um 7% í 3,1 L (81% af spáðu)
(p=0,18). Helstu fylgikvillar eftir aðgerð voru viðvarandi loftleki (>7 d.)
(n=9) og lungnabólga (n=2). Einn sjúklingur þurfti enduraðgerð vegna
bringubeinsloss. Miðgildi legutíma var 24 dagar (bil 10-74). Við síðasta
eftirlit voru 7 sjúklinganna á lífi en 5 og 10 ára lífshorfur voru 100% og
63%.
Alyktanir: Arangur þessara aðgerða er góður. FEV^ hækkaði marktækt
eftir aðgerð og alvarlegir fylgikvillar voru sjaldgæfir. Allir sjúklingamir
voru á lífi 5 ámm frá aðgerð. Viðvarandi loftleki eftir aðgerð er algengt
vandamál og lengir legutíma þessara sjúklinga verulega.
V035 Loftmengun í Reykjavík og notkun lyfja gegn teppusjúkdómum
í öndunarvegum
Hanne Krage Carlsen1, Helga Zoega1, Unnur Valdimarsdóttir', Þórarinn Gíslasonu, Birgir
Hrafnkelsson2
’Miðstöð í lýðheilsuvísindum, læknadeild, 2raunvísindadeild Háskóla íslands, 3lungnadeild
Landspítala
Inngangur: Loftgæði á höfuðborgarsvæði íslands eru yfirleitt góð en
brennisteinsmengun (H2S) frá jarðhitavirkjunum og svifryk (PM10)
eru áhyggjuefni. Skammtímaáhrif H2S á heilsu eru nær óþekkt.
Sýnt hefur verið fram á að svifryk veldur versnun á einkennum
öndunarfærasjúkdóma. Markmið rannsóknarinnar var að kanna
skammtímaáhrif loftmengunar á heilsu.
Efniviður og aðferðir: Fengnar voru upplýsingar úr lyfjagagnagrunni
landlæknisembættisins um fjölda einstaklinga 18 ára og eldri sem
bjuggu á höfuðborgarsvæðinu sem leysti út lyf gegn teppusjúkdómi
í öndunarvegi (ATC-lyfjaflokkur R03A) á hverjum degi. Gögn um
loftmengun voru fengin frá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar.
Rannsóknartímabilið var frá mars 2006 til maí 2008. Poisson
aðhvarfsgreining var notuð til að greina samband þriggja daga
meðaltals- og hæsta dagsgildis mengunar (PM]0, H2S, níturoxíðs (N02)
og ósons (03)) við fjölda einstaklinga sem leystu út lyf. Leiðrétt var fyrir
áhrifum veðurs, tímaþætti, flensutímabilum og vikudögum.
Niðurstöður: Jákvætt samband reyndist á milli loftmengunar og fjölda
einstaklinga á hverjum degi sem leysti út lyf. Sambandið var tölfræðilega
marktækt fyrir þriggja daga meðaltal H2S og PM10 með 3-5 daga seinkun
og samsvarar áhrifin 3% og 2% aukningu þegar mengun fór úr lOnda
upp í 90sta hundraðshlutamark. Þá fannst marktækt samband á milli
lyfjanotkunar og þriggja daga meðaltal hæsta klukkutímagildis allra
mengunarþátta.
Alyktanir: Aukin loftmengun á höfuðborgarsvæði Islands virðist
hafa væg tengsl við lyfjanotkun borgarbúa við teppusjúkdómi i
öndunarvegum, ekki síst þegar litið er til hæstu mengunargilda.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að H2S auki einkenni
öndunarfærasjúkdóma jafnvel þegar aukin mengun varir aðeins í
skamman tíma.
24 LÆKNAblaðið 2010/96