Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Blaðsíða 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Blaðsíða 26
XIX ÞING LYFLÆKNA FYLGIRIT 65 langtímanotkunar kvenhormónalyfja eftir tíðahvörf og aukinnar tíðni brjóstakrabbameins sem og aukinnar tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Jafnframt virðist minni hætta á ristilkrabbameini og beinbrotum samhliða notkim þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort notkim slíkra lyfja hefði áhrif á tíðni krabbameina og að meta lífshorfur. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn þýðisrannsókn með samkeyrslu á upplýsingum úr Lyfjagagnagrunni og Krabbameinsskrá. Rannsóknar- þýðið voru konur, 50 ára og eldri árið 2003, sem tóku hormónalyf árin 2003-2004 og höfðu ekki greinst með krabbamein fyrir árið 2005. Aldursstaðlaður viðmiðunarhópur var fenginn úr þjóðskrá þar sem engin kona tók inn slík lyf árin 2003-2010. Hlutfallsleg áhætta var reiknuð til að meta mun milli hópa. Niðurstöður: f rannsóknarþýði voru 13.087 konur, af þeim greindust 726 (5,5%) með krabbamein árin 2005-2009. í viðmiðunarhóp voru 14.565 konur og af þeim greindust 654 (4,5%) með krabbamein. Aukin áhætta var á greiningu brjóstakrabbameins 1 rannsóknarþýði, OR=l,51 (vikmörk 1,26-1,81), mest aukning hjá konum á samsettri hormónameðferð OR=l,98 (1,58-2,49). Lífshorfur eftir greiningu brjóstakrabbameins voru betri en hjá viðmiðunarhóp. Marktækt færri tilfelli ristilkrabbameins voru hjá konum á samsettri hormónameðferð, OR=0,40 (0,21-0,78), en ekki á annars konar meðferð. Lífshorfur eftir greiningu ristilkrabbameins voru verri en hjá viðmiðunarhóp. Ályktanir: Konur sem nota hormónalyf eftir tíðahvörf greinast frekar með brjóstakrabbamein en þær sem ekki nota þau. Lífshorfur eftir greiningu virðast þó betri hjá þeim sem taka hormónalyf. Vernd gegn ristilkrabbameini virðist vera samhliða notkun lyfjana en þau tilfelli sem greinast eru heldur illvígari. V040 Réttlætir kostnaður við meðferð krabbameins í ristli og endaþarmi skimun fyrir sjúkdómnum? Friðbjöm Sigurðsson, Kristín Skúladóttir Lyflækningasviði Landspítala Inngangur: Nýgengi krabbameins í ristli og endaþarmi hefur aukist umtalsvert á íslandi á undanförnum áratugum. Miklar framfarir hafa orðið í meðferð, en þeim fylgir jafnframt mikill kostnaðarauki. Með skimun fyrir sjúkdómnum, er unnt að greina hann á fyrri stigum og meðhöndla með minni kostnaði. í rannsókninni var leitast við að leggja mat á kostnað vegna meðferðar á krabbameini í ristli og endaþarmi á íslandi og hann borinn saman við kostnað við skimun. Efniviður og aðferðir: Samkvæmt erlendum rannsóknum má áætla að sjúklingar, sem greinast með sjúkdóminn, fái nær alla sína meðferð á 5 ára tímabili frá greiningu. Því voru fengnar upplýsingar frá Krabbameinsskrá íslands um þá einstaklinga sem greinst höfðu með krabbamein í ristli og endaþarmi á árunum 2004-2008. Kostnaður vegna meðferðar þeirra árið 2008 á Landspítalanum var skoðaður. Kostnaðartölur voru fengnar frá hag- og upplýsingasviði, Sjúkrahúsapótekinu og nokkrum öðrum einingum spítalans. Reynt var að áætla hver kostnaður væri vegna meðferðar sjúklinga á öðrum sjúkrastofmmum. Ekki var lagt mat á kostnað sjúklinga vegna sjúkdómsins, vinnutaps, né annarra óbeinna þátta. Kostnaður við mismunandi skimunaraðferðir var metinn. Niðurstöður: Beinn kostnaður við meðferð sjúklinga með krabbamein í ristli og endaþarmi, sem fengu þjónustu á Landspítalanum árið 2008, var 547.453.110 krónur sem er varlega áætlað. Áætlað var að kostnaður vegna sjúklinga sem fengu hluta eða alla sína meðferð utan Landspítala væri um fjórðungur af þessari upphæð. Því gæti heildarkostnaður verið um 684.000.000 krónur. Ályktanir: Hafa verður í huga kostnað við meðferð sjúkdómsins þegar rætt er um fýsileika þess að hefja skipulagða skimun hér á landi. V041 Testing of a poly(ADP-ribose) polymerase (PARP) inhibitor on human BRCA2 heterozygous cell lines Anna María Halldórsdóttir, Linda Viðarsdóttir, Ólafur Andri Stefánsson, Hörður Bjamason, Sigríður Klara Böðvarsdóttir, Jórunn Erla Eyfjörð Rannsóknarstofu í krabbameinsfræðum og læknadeild Háskóla íslands Introduction: The PARP inhibitor olaparib is a promising targeted anticancer agent for patients with specific DNA-repair defects such as found in BRCA mutation carriers. Early clinical trials suggest that this targeted drug is effective on tumour cells and well tolerated by normal tissues in mutation carriers. Materials and methods: Response to olaparib was tested on three heterozygous mammary epithelial cell lines derived from carriers of a 999del5 BRCA2 founder mutation (A176, A240, A256) and a non-BRCA cell line (D492) transformed in the same way, as well as the commercially available BRCA2 deficient pancreatic cell line Capan-1 and the mammary cell line MCF7. Heterozygous cell lines were examined for BRCA2 allel loss using TaqMan qRT-PCR and copy number changes on CGH arrays. MTS assay was used to estimate survival and determine the IC50 values for all cell lines. Cell death was assessed with annexin-V and PI staining. Immunostaining for RAD51 and yH2AX was carried out to evaluate DNA double stand breaks and DNA repair. Results: Olaparib testing using the MTS assay shows that the heterozygous cell lines have similar IC50 values as both the non- BRCA cell lines, D492 and MCF-7. Whereas, Capan-1 shows increased sensitivity to the inhibitor. Annexin-V and PI staining show that the Capan-1 cell line goes through apoptosis at low dosages. Immunostaining with yH2AX and RAD51 antibodies indicates that the Capan-1 cell line has loss of yH2AX/RAD51 colocalization after treatment with olaparib, whereas the heterozygous cell lines show colocalization after treatment. Conclusions: Human mammary cell lines heterozygous for a BRCA2 mutation that have retained the second BRCA2 allel are not more sensitive to PARP inhibitor olaparib treatment than non-BRCA2 mammary cell line controls. V042 Stærð nýrnafrumukrabbameina - líkur á meinvörpum og lífshorfur Jóhann P. Ingimarsson1, Sverrir Harðarson2,4, Vigdís Pétursdóttir2, Eiríkur Jónsson1, Guðmundur V. Einarsson1, Tómas Guðbjartsson3-4 'Þvagfæraskurðlækningadeild, 2rannsóknastofu í meinafræði, 3skurðlækningasviði Landspítala, 4læknadeild Háskóla íslands Inngangur: Sífellt fleiri nýrnafrumukrabbamein greinast fyrir tilviljim, og mörg þeirra eru smá (<4 cm). Oftast er mælt með brottnámi þessara æxla. Sumir hafa þó hallast að virku eftirliti (active surveillance), einkum hjá eldri sjúklingum og þeim sem síður eru taldir þola aðgerð. Slíkt eftirlit hefur verið byggt á þeim forsendum að smærri æxlin hafi aðra klíníska hegðun en þau stærri og meinverpist síður. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif stærðar nýmafrumukrabbameins á tíðni meinvarpa við greiningu og lífshorfur sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 791 sjúklingum með nýrnafrumukrabbamein á íslandi 1971-2005. Aðeins vom tekin með 26 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.