Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.08.2007, Side 13

Bæjarins besta - 02.08.2007, Side 13
FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2007 13 Undir áhrifum Djúpuvíkur Dýrfinna Torfadóttir, gullsmiður, opnaði sýningu á verkum sínum í Hótel Djúpavík á laugardag fyrir viku. Dýrfinna heimsótti Djúpuvík og fleiri nálæga staði í fyrrasumar og að því er fram kemur í tilkynningu varð hún fyrir sterkum áhrifum af umhverfi og fegurð svæðisins. Hún vann í kjölfarið nokkrar gripi og setti saman myndverk sem verða til sýnis á hótelinu til loka ágústmánaðar. „Allt áhugafólk er velkomið og þeir sem verða á faraldsfæti þennan tíma sem sýningin stendur ættu að líta við á hótelinu og fá sér hressingu og litast um“. Styrkja atvinnusköpun Bolungarvíkurkaupstaður hefur samþykkt að veita Fjölmenningarsetrinu á Ísafirði styrk sem nemur 30.000 krónum til þess að kanna atvinnuástand á norðanverðum Vestfjörð- um í kjölfar óvissu á atvinnumarkaðnum á vormánuðum. Fjölmenningarsetrið hefur í hyggju að leggja könnun fyrir innlenda og erlenda íbúa svæðisins. Bæjarráð tók styrk- beiðnina fyrir á fundi fyrir stuttu og samþykkti að styrkja könnunina.Var þá vakin athygli á því að Bolungarvíkurkaupstaður brást strax við því ástandi sem skapaðist á atvinnu- markaði í sveitarfélaginu í vor, m.a. með því að ráða inn viðbótarstarfsfólk í áhaldahús. Ekki búið að sækja um losun- arheimildir fyrir olíuhreinsistöð Búið er að sækja um 134% leyfilegra losunarheimilda Ís- lendinga í koltvísýringi á árunum 2008 til 2012. Heim- ildirnar eru samkvæmt Kyoto- bókuninni sem Ísland er aðili að. Alls eru heimildir fyrir losun á 10,5 milljónum tonna á ári en búið er að sækja um heimildir fyrir 13,4 milljónum tonna á tímabilinu. Þetta kem- ur fram á vef Umhverfisstofn- unar. Athygli vekur að búið er að sækja um heimildir fyrir verksmiðjur sem enn eru á umræðustigi og óvíst hvort að verði reistar. Má þar nefna álver Fjarðaráls að Bakka og álver Alcan í Þorlákshöfn. Ekkert bólar á umsókn um losunarheimildir fyrir olíu- hreinsistöð á Vestfjörðum. Í erindi Hafsteins Helgason- ar frá verkfræðistofunni Línu- hönnun, sem hægt er að nálg- ast vef Fjórðungssambandi Vestfirðinga, kemur fram að koltvísýringsmengun frá olíu- hreinsistöð á Vestfjörðum yrði 560 þúsund tonn ári. Við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að sú tala er miðuð við allra lægstu gildi, eða 70 kg koltvísýringur per tonn. Losun koltvísýrings frá olíuhreinsi- stöðvum er á bilinu 70 – 250 kg/tonn, sumsé á milli 560 þús. og 2 millj. tonn á ári. Lokað var fyrir umsóknir starfandi fyrirtækja þann 1. júní s.l. en ný fyrirtæki geta sótt um níu mánuðum áður en þau hefja rekstur. Umræddar heimildir gilda fyrir starfsemi í staðbundinni orkuframleið- slu með brennslu jarðefna- eldsneytis sem losar meira en 30 þús. tonn koldíoxíðs árlega eða staðbundinni iðnaðar- framleiðslu sem losar meira en 30 þús. tonn koldíoxíðs árlega. Það er Umhverfisstofnun sem fer yfir allar umsóknir og metur hvort þær eru raunhæf- ar. Síðan fer sérstök úthlutun- arnefnd yfir þær og útdeilir heimildunum. Í nefndinni sitja fulltrúar frá fjármála-, um- hverfis- og iðnaðarráðuneytis. Samningar um næsta skref Kyoto hefjast nú í haust á Bali og á að ljúka í Kaupmanna- höfn árið 2009. Gangi það eftir gefst aðildarríkjunum færi á að fullgilda samkomulagið áður en fyrsta skuldbindingar- tímabili Kyoto-bókunarinnar lýkur árið 2012. Miðað við hugsanlega los- un frá olíuhreinsistöð og að búið er að sækja um allar los- unarheimildir okkar og gott betur, verður ekki betur séð en að stöðin rísi í fyrsta lagi eftir 2012. Einnig má færa fyrir því rök að ósennilegt sé að Íslendingar fái auknar los- unarheimildir í næsta sam- komulagi, enda er markmiðið að minnka losun koltvísýr- ings. Aðrir leiðir eru mögu- legar, t.d. að stjórnvöld á Ís- landi hunsi Kyoto-bókunina eða fyrirtæki kaupi losunar- kvóta. – smari@bb.is Lítil tiltrú á olíuhreinsi- stöð innan stjórnkerfisins Á fréttavefnum Eyjunni er það fullyrt, og vísað í ónafn- greinda heimildarmenn, að þeir aðilar sem eiga í viðræð- um um olíuhreinsistöð hafi verið beðnir að gera grein fyrir hverjir standi á bak við verk- efnið en orðið lítt ágengt. Það virðist vera að öll atriði varð- andi bakhjarla, fjármögnun og fyrirtæki sem munu leggja til hráefni og selja afurðir eru ófrágengin samkvæmt því sem greint er frá á Eyjunni. Þá segir einnig að heimild- armenn Eyjunnar í stjórnkerf- inu hafi ekki öðlast tiltrú á verkefninu eftir lestur minnis- blaðs frá rússnesku aðilunum sem eru í viðræðum um olíu- hreinsistöð á Vestfjörðum. Enn og aftur er vísað í heim- ildarmenn og því haldið fram að ekki sé um „konkret“ verk- efni að ræða, eins og það er orðað og vísað í önnur stór- iðjuverkefni á landinu sem andstæðu olíuhreinsistöðvar- innar. Orðrétt segir: „Í tilfelli olíu- hreinsistöðvarinnar virðist hins vegar um að ræða aðila sem vilji búa til viðskiptatæki- færi - jafnvel til að endurselja aðilum í olíugeiranum. Þau verðmæti sem sóst er eftir fel- ist í því að ná samningum við Íslendinga um leyfi til að reisa og reka stöðina. Þegar þeir liggi fyrir verði fjármögnunar leitað eða samningarnir seldir eða notaðir sem verðmæti við að búa til félag um reksturinn í samstarfi við aðra aðila.“ Umræða um olíuhreinsistöð má ekki kæfa aðrar aðgerðir Gunnar Hallsson, bæjarfull- trúi í Bolungarvík, segir eðli- legt að það byggist upp tor- tryggni í garð olíuhreinsi- stöðvar. „Það vantar mikið af upplýsingum um hvort þetta sé mögulegt en það er alveg á hreinu að allar bæjarstjórnir á Vestfjörðum hafa sent frá sér ályktanir eða skýr skilaboð um að halda áfram markvissri vinnu til að fá úr því skorið hvort verkefnið sé gerlegt og eitthvað sem við teljum henta okkar svæði“, segir Gunnar. „Umræða um hugsanlega olíuhreinsistöð má ekki skyggja á þau brýnu mál sem við þurf- um að vinna að í augnablikinu. Ég lít ekki svo á að umræðan um olíuhreinsistöð sé partur af boðuðum mótvægisaðgerð- um.“ Hann segist sjálfur ekki geta mælt með eða á móti olíu- hreinsistöð, of mörgum spurn- ingum sé ósvarað til að hægt sé að taka afstöðu til málsins. Flosi Jakobsson, útgerðar- maður í Bolungarvík, sagði þá sveitarstjórnarmenn sem mæla á móti olíuhreinsistöð vera ábyrgðalausa bendi þeir ekki á neitt annað sem gæti komið í staðinn. „Ég hef sem bæjarfulltrúi varað við að þetta mál kæfi allt annað. Ef það gerist og svo kæmi í ljós að þetta yrði ekki að veruleika þá værum við búin að tapa dýrmætum tíma í ekkert“, segir Gunnar. Gunnar segist líta svo á að málið sé í ágætis farvegi svo langt sem það nær miðað við hversu mikið vantar upp á upplýsingar um olíuhreinsi- stöðina og þá sem sagðir eru standa að baki þessari hug- mynd. Grímur Atlason, bæjarstjóri Bolungarvíkur, hefur lýst yfir andstöðu sinni við olíuhreinsi- stöð á Vestfjörðum. Gunnar segir það ekki koma á óvart enda eru hans hugsjónir og væntingar á nótum náttúru- verndar. „En hann hefur bent á mörg góð mál sem gætu komið Vestfjörðum vel og bæjarstjórn Bolungarvíkur leggst sem einn maður á þær árar enda nauðsynlegt að auka fjölbreytni á atvinnumarkað- inum hér vestra.“, segir Gunn- ar. – smari@bb.is Frá Bolungarvík. Ljósmyndara blaðsins rak í rogastans þegar hann keyrði Seljalandsveginn á Ísafirði í gær og sá að búið var að leggja nýtt gervigras á blettinn við húsið Þórs- hamar. Húsráðandinn, Fjölnir Baldursson, segir að hann hafi fengið nóg af því að slá og lausnin hafi verið einföld, setja gervigras á lóðina. Hann segir þetta vera það sem koma skal, grasið er iðagrænt og „nýslegið“ allan ársins hring. Kostnaðinn segir hann ekki vera mikinn sé litið til lengri tíma. Sláttuvélar kosti sitt og hafi í gegnum tíðina ekki reynst langlífustu heimilis- tækin. Sér hann fyrir sér að eftir 20 til 30 ár hafi þetta borgað sig upp. Svo ekki sé minnst á gleðina sem fellst í því að sleppa við sláttinn. – smari@bb.is Setti gervi- gras á lóðina Fjölnir Baldursson á gervigrasinu.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.