Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.08.2007, Page 19

Bæjarins besta - 02.08.2007, Page 19
FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2007 19 Sælkeri vikunnar er Kristín Ósk Egilsdóttir á Suðureyri Horfur á föstudag: Hvöss austanátt með rigningu, en þurru norðaustantil. Fremur milt í veðri. Horfur á laugardag: Suðaustlæg átt og vætusamt, einkum sunnanlands. Milt í veðri. Horfur á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt og áfram vætusamt. Kólnandi veður. Helgarveðrið Kjúklingasalat og kókosbollu-jummí Sælkeri vikunnar býður upp á dýrindis kjúklingasalat og segir Kristín að í raun megi setja út í það hvaða grænmeti og ávexti sem er, allt eftir því hvað til er í ísskápnum. Eftir- réttinn kallar Kristín Kókos- bollu-jummí og óhætt er að segja að hér sé á ferð kaloríu- bomba sem afar fáir geta stað- ist. Kjúklingasalat 2 kjúklingabringur 1 poki af blönduðu salati eftir smekk 1 paprika 1 rauðlaukur 1 búnt vorlaukar 1 box kirsuberjatómatar 1/2 gúrka 1 mangó eða ferskur ananas 1 pera Parmesan Feta ostur Ólífuolía og hvítt balsam- edik Steikið kjúklingabringurnar á pönnu eða grillið. Kryddið eftir smekk, með salti og pipar, og jafnvel einhverju sterku. Skerið í strimla og leyfið kjúklingnum að kólna smá. Hellið salatinu í skál og skerið allt grænmetið og blandið saman. Loks er kjúklingnum bætt út í. Mjög gott er að rífa parmesan yfir eða setja Feta ost. Fyrir þá sem vilja er hægt að hella smá olíu og ediki yfir þegar salatið er borið fram. Kókosbollu-jummí 1 stór poki Nóakropp 1 botn púðursykur-marens 3-4 kókosbollur 2 öskjur jarðaber 2 pelar rjómi Setjið botnfylli af Nóa- kroppi í skál eða form. Þeytið rjómann og hyljið Nóa kropp- ið með helmingnum. Myljið marens botninn og setjið ofan á. Kókosbollurnar koma næst. Dreifið úr þeim með gaffli. Skolið jarðaberin og skerið í litla bita og dreifið yfir. Setjið að lokum hinn helminginn af þeytta rjómanum yfir allt sam- an. Geymið í kæli í nokkrar klukkustundir áður en borið er fram. Skreytið eftir smekk t.d með kiwi, Nóakroppi eða berjum. Ég skora á Kristbjörgu Unni Sigurvinsdóttur á Suður- eyri að verða næsti sælkeri vikunnar. Þrjár hressar stelpur héldu tombólu á Ísafirði fyrir skömmu og söfnuðu yfir tvö þúsund krónum. Þær Natalía Ösp Ómarsdóttir, Emma Rúnarsdóttir ákváðu að láta peningana renna til Rauða krossins þar sem þær sögðust vita að peningarnir yrðu notaðir til að hjálpa bágstöddum börnum úti í heimi. Það tók þær átta daga að safna upp- hæðinni. Þeim til aðstoðar var Júlíana Lind Skaftadóttir. Ragnheiður og Sigurður sigruðu Sigurður H. Hafsteinsson og Anna Ragnheiður Grétarsdóttir sigruðu á golfmóti Endurskoðunar Vestfjarða sem fram fór á Syðridalsvelli á sunnudag. Tæplega 90 kylfingar mættu til leiks og er það mesti fjöldi sem nokkurn tímann hefur tekið þátt í golfmóti hjá Golfklúbbi Bolungarvíkur. Sigurður lék á 73 höggum eða einu höggi yfir pari vallarins. Í kvennaflokki án forgjafar stóð Anna Ragnheiður Grétarsdóttir uppi sem sigurvegari en hún lék á 80 höggum. Í unglingaflokki án forgjafar sigraði Ernir Steinn Arnarsson sem lék holurnar 18 á 76 höggum. Orri Örn Árnason bar sigur úr býtum í karlaflokki með forgjöf en hann lék á 64 höggum nettó og Hjördís Bjarnadóttir sigraði í kvennaflokki með forgjöf og lék hún á 67 höggum nettó. Sumarvinnan mín! Kristín Gréta Bjarnadóttir er ein af starfsstúlkum sjopp- unnar Hamraborgar á Ísafirði. Kristín er 15 ára gömul og var að klára 9. bekk. Hún segist ekki vera farin að hugsa um hvað hún gerir eftir grunn- skólann, en gerir ráð fyrir að fara í Menntaskólann á Ísa- firði. Þetta er fyrsta sumarið sem hún vinnur í Hamraborg. Kristín segir vinnuna eðlilega aðallega felast í að afgreiða viðskiptavini sjoppunnar, en auk þess sér starfsfólkið t.d. um að baka pítsurnar vinsælu. –Hvernig finnst þér vinnan í Hamraborg? „Mér finnst hún mjög skemmtileg, hér er góður vinnuandi.“ –Hvað vinna margir í Hamraborg? „Ég er ekki alveg viss, við erum nokkuð mörg, aðallega samt stelpur á mínum aldri.“ –Hefurðu áður unnið við afgreiðslustörf? „Nei, aldrei áður. Eina sumarvinnan sem ég hef áður haft var í bæjarvinnunni.“ –Eru ísviðskiptin ekki í blóma, nú þegar sólin hefur leikið við Vestfirðinga? „Jú, ég hef afgreitt marga ísa í sumar. Fólk fær sér mikið af þesum hefðbundna ís með dýfu, en svo er bragðarefurinn líka vinsæll.“ Sumarvinnan mín! Þó að Kristján Sigmundur Einarsson sé titlaður spámað- ur í símaskránni er það ekki eina vinnan hans því í sumar hefur hann unnið við hellu- lagningu hjá verktakafyrir- tækinu Áseli á Ísafirði. Krist- ján kann vel við sig í hellu- lagningunum og hann segir samstarfsfólk sitt vera skemmtilegt. Á veturna er Kristján í Menntaskólanum á Ísafirði og mun hann hefja sitt þriðja námsár þar í haust. Einhverjir ættu líka að kannast við Kristján úr tónlistarlífi Ísafjarðar en hann hefur meðal annars spilað á gítar með hljómsveitinni Appollo. „Þetta er þriðja sumarið sem ég vinn við hellulagningar hjá Áseli. Ég kann mjög vel við mig í þessu starfi.“ –Er þetta ekki erfið vinna? „Jú, stundum er þetta erfitt, en yfirleitt er þetta bara skemmtilegt.“ –Ertu kominn með sterka bakvöðva eftir alla vinnuna? „Ætli ég sé ekki frekar orð- inn bakveikur,“ segir Kristján glottandi. –Hvar hafið þið verið að helluleggja í sumar? „Við höfum aðallega verið að vinna við að klára planið við Edinborgarhúsið, svokall- að Edinborgartorg. Lítið ann- að hefur komist að.“ –Getur þú hugsað þér að vinna hjá Áseli aftur næsta sumar? „Já, ég get vel hugsað mér það. Kaupið er gott og yfir- maður minn ákaflega sann- gjarn maður,“ segir Kristján að lokum um leið og hann stillir sér upp fyrir myndatöku með yfirmanni sínum og sam- starfsstúlku. Kristján (lengst til vinstri) ásamt yfirmanni sínum og samstarfsstúlku.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.