Bæjarins besta - 13.09.2007, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 20072
Þennan dag árið1894 var frídagur verslunarmanna
haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í Reykjavík. Síðar var
hann fluttur fram í byrjun ágúst. Þennan dag árið 1934
var Rótaryklúbbur Reykjavíkur stofnaður. Þetta var fyrsti
klúbburinn hér á landi.
Dagurinn í dag
13. september 2007 –256. dagur ársins
VERKEFNISSTJÓRI
Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar
auglýsir eftir verkefnisstjóra í tveggja
ára verkefni.
Verkefnið er að stýra átaki til atvinnu-
sköpunar á norðanverðum Vestfjörð-
um í samstarfi Ísafjarðarbæjar og fleiri
aðila. Það snýst m.a. um að halda
námskeið um stofnun fyrirtækja og
rekstur og gera það aðgengilegra að
stofna fyrirtæki og afla hlutafjár.
Markmiðið er að skapa 50 ný störf
með þessu átaksverkefni.
Verkefnisstjórnin er auglýst valkvæð
þannig, að annars vegar kemur til
greina að ráða einstakling beint í
starfið, en hins vegar að starfið standi
ráðgjafafyrirtæki til boða gegn því
að það verði stofnað og/eða staðsett í
Ísafjarðarbæ. Umsóknarfrestur er til
21. september.
Upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 450
8000 eða í netfangi bstj@isa fjordur.is
eða bæjarritari í síma 450 8000 og netfangi
thorleifur@isafjord ur.is.
Umsóknir verði sendar til bæjarskrif-
stofu Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhus-
inu, 400 Ísafirði, merktar verkefnisstjóri.
Kristjana Sigurðardóttir var einróma kosin formaður barnaverndarnefndar norðanverðra Vestfjarða
á síðasta nefndarfundi. Kristjana var eini nefndarmaðurinn sem gaf kost á sér og tekur hún við af
Laufeyju Jónsdóttur. Á fundinum var lagt fram yfirlit yfir sískráningu barnaverndarmála á
norðanverðum Vestfjörðum í ágúst en þá bárust nefndinni 14 tilkynningar. Nefndarmönnum var
einnig greint frá rannsókn sem Barnaverndarstofa ætlar að gera til að varpa skýrara ljósi á umfang
og viðbrögð við líkamlegu ofbeldi gagnvart börnum. – thelma@bb.is
Kristjana kjörinn formaður
Liðið Tean Titans sigraði í
karlaflokki og Kool And The
Gang í kvennaflokki í rudda-
boltamóti Nemendafélags
Menntaskólans á Ísafirði sem
haldið var á gervigrasvellinum
á Torfnesi á föstudag. Þetta
var í annað sinn sem keppt er
í íþróttinni við MÍ en henni
svipar mjög til fótbolta nema
að því leyti að engar reglur
eru í ruddabolta.
Eins og nafnið gefur til
kynna er því um frekar grófan
leik að ræða sem væntanlega
er ekki fyrir viðkvæma. Átta
manns eru í hverju liði og
keppt var í kvenna- og karla-
flokki. Á síðasta ári kepptu
10 lið í Ruddaboltamóti NMÍ.
Í ár voru þau 12 og voru alls
rúmlega 100 keppendur og er
því talið ljóst að Ruddaboltinn
er búinn að festa sig í sessi
sem einn af árlegu viðburðum
NMÍ.
Þess má geta að nóg að
gerast hjá NMÍ þessa dagana
en framundan er óvissuferðin
sem verður farin 21. septem-
ber og vikuna eftir hana er hið
árlega Skrall á dagskrá.
– thelma@bb.is
Tean Titans og Kool And The
Gang sigruðu í ruddabolta
Hróarskelda slítur
vinabæjarsamstarfi
Hróarskelda í Danmörku
hefur sagt upp öllum vinabæj-
um sínum, Ísafirði þar á
meðal. „Danir eru um þessar
mundir að horfa meira á
verkefni innan Evrópusam-
bandsins og telja sig hafa
meira upp úr þeim en vina-
bæjarsamstarfi“, segir Halldór
Halldórsson bæjarstjóri Ísa-
fjarðarbæjar. Halldór segir að
vissulega hafi verið skemmti-
legt að hafa Hróarskeldu, einn
þekktasta bæ í Danmörku,
sem vinabæ. Hróarskelda
hefur verið vinabær Ísafjarðar
Vísindaport Háskólaseturs
Vestfjarða hóf göngu sína á
ný eftir sumarfrí á föstudag. Í
fyrsta Vísindaporti vetrarins
kynntu viðskiptafræðinem-
arnir Kjartan Már Másson og
Valgeir Elíasson frumniður-
stöður rannsóknar um það
hvort að grundvöllur sé fyrir
hendi að stofna nýjan fisk-
vinnsluskóla. Rannsóknin er
lokaverkefni þeirra í við-
skiptafræði við Háskólann í
Reykjavík. Meðal þess sem
skoðað er í verkefninu er af
hverju fyrri skólar hættu
starfsemi og ef að grundvöllur
er fyrir nýjum skóla, hvernig
ætti sá skóli að vera og með
hvaða hætti ætti að reka hann.
Valgeir Elíasson er 36 ára
viðskiptafræðinemi við Há-
skólann í Reykjavík. Sam-
hliða námi starfar hann við
bókhald hjá verktakafyrirtæk-
inu B.Markan Pípulögnum
ehf. Áður en hann hóf háskóla-
nám starfaði hann sem upp-
lýsingafulltrúi Slysavarna-
félagsins Landsbjargar árin
2001-2005 en þar á undan var
hann sölumaður hjá 66°N árin
1995-2001.
Kjartan Már Másson er 37
ára viðskiptafræðinemi við
Háskólann í Reykjavík. Sam-
hliða námi starfar hann sem
sölustjóri hjá Kornax&Líf-
land. Áður en hann hóf nám
við Háskólann í Reykjavík
starfaði hann aðallega við sölu
og markastörf, m.a. hjá Egils-
son hf. árin 1998-2004.
í áratugi og gefið jólatré til
staðarins í fjölda ára.
„Ég á ekki von á því að
Ísafjörður leiti sérstaklega
eftir nýjum vinabæ. Hins
vegar berst Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga reglu-
lega beiðnir frá bæjum í Aust-
ur-Evrópu um að taka upp
vinabæjartengsl við bæi á
Íslandi. Það hefur ekki verið
rætt formlega, en mér fyndist
áhugavert að skoða vinabæjar-
samband við bæ í einhverju
Eystrasaltslandanna“, segir
Halldór. – tinna@bb.is
Stofnun nýs fisk-
vinnsluskóla
Jólatré frá Hróarskeldu hafa prýtt Silfurtorg yfir
jólahátíðina undanfarin ár.