Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.10.2007, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 04.10.2007, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 20078 STAKKUR SKRIFAR Merkileg barátta Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefn- um hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Óneitanlega er það merkileg frétt að þekktur hæstaréttarlögmaður í Reykjavík hafi nú bæst í hóp barna Hermanns heitins Jónassonar fyrrum forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. Lúðvík Gissurarson taldist ekki lengur til barna Gissurar Bergsteinssonar hæstaréttardómara eftir úrskurð árið 2004. Að vísu þurfti Lúðvík að leita tvisvar til Hæstaréttar áður en héraðsdómur tók kröfu hans til efnismeðferðar. En nú er niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur fengin og telst Lúðvík sonur Hermanns. Það er raunverulegur kostur fyrir fólk að láta fara fram líferfðafræðilega rannsókn á sjálfu sér og ættingjum lifandi og látnum til að skera úr um faðerni. Það er stórmerkilegt svo ekki sé meira sagt og þá vaknar spurningin um það hverju sé að treysta í ættarskrám Íslendinga. Þjóðin hefur lagt mikið upp úr ættrakningu og lagt áherslu á áreiðanleika hennar og vakið á sér athygli fyrir skráningu og nákvæmni varðandi ættartengsl. Hvernig á að bregðast við þessari nýju staðreynd að ekki er lengur þörf lifandi fólks til þess að leiða sannleikann um uppruna manna í ljós. Við hljótum að staldra við. Auðvitað hristir það upp í öllum að komast að því að fólk sem komið er á efri ár og lengi hefur talist til afkomenda manna og þar af leiðandi til ákveðinnar ættar hverfur skyndilega úr ættinni og yfir í aðra ætt. Heldur flækir það og málið þegar með fylgir fjöldi afkomenda viðkomandi sem ekki var réttilega færður til ættarbókarinnar. Er ef til vill ekkert að marka ættfræðina og hversu mörg og mikil eru frávikin? Sennilega eru und- antekningar á borð við þessa sem hér hefur verið rædd afar fáar. En þær eru klárlega til og þá er ekki víst að viðkomandi sem skotist hefur í aðra ætt en sína eigin fái sömu upplýsingar og Lúðvík hafði greinilega fengið um að hann væri ekki sonur hins opinbera föður síns. Þrautseigja Lúðvíks og lögmanns hans, Daggar Pálsdóttur hæstréttarlög- manns, við að fá sannleikann staðfestan er mikil og virðingarverð. Óneit- anlega eru það ein mestu réttindi fólks að fá að vita af hverjum það er komið. Mörg dæmi eru þess að margir leggi mikið á sig til að finna uppruna sinn, þótt fátitt sé að svo mikið sé viðhaft sem í þessu tilviki. Öll viljum við vita hvaðan við komum. Það er hluti tilveru okkar og sjálfsvitundar og verður mönnum æ mikilvægara eftir því sem árum fjölgar. Við berum fram alls kyns erfðaeiginleika og mörg dæmi eru þess að fólk hafi fullyrt að þessi eða hinn sé ekki sonur föður síns. Við verðum sennilega að hætta að afskrifa að svo geti ekki verið. Fróðlegt væri að sjá tölur frá vísindamönnum um ,,náttúrulega skekkju” varðandi ferðrun barna eða rangferðrun öllu heldur. Vonandi riðlast ekki Íslendingabók. Hæstiréttur á síðasta orðið. Málþing um atvinnulíf í október Málþing um atvinnulíf í Ísafjarðarbæ verður haldið 20. október í Edin- borgarhúsinu á Ísafirði. Yfirskrift málþingsins er „Atvinna fyrir alla“ og meginmarkmiðið er að gera íbúum grein fyrir stöðu atvinnumála með sérstakri áherslu á þróun og ný tækifæri sem víða er að finna í atvinnulífi Ísafjarðarbæjar. Þá verður fjallað um hverjar framtíðarhorfurnar eru, séð frá sjónarhóli ýmissa aðila á svæðinu sem tengjast atvinnuuppbyggingu. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar vinnur að undirbúningi þingsins. Útgáfu ljóðabókar Eiríks Arnar flýtt Útgáfu nýjustu ljóðabókar ísfirska skáldsins Eiríks Arnar Norðdahl hefur verið flýtt vegna góðrar viðtöku í forsölu. Bókin, Þjónn, það er Fönix í öskubakkanum mínum, verður því gefin út um miðjan október en ekki í byrjun nóvember eins og til stóð. Ákveðið var að fyrstu 200 eintökin af bókinni yrðu seld í forsölu á sérstöku tilboði og hefur það gengið svo vel að einungis um fjórðungur forsölulagersins er eftir. Eiríkur er búsettur í Helsinki, en verður staddur á Íslandi frá 8.-15. október næstkomandi, til þess að kynna ljóðabókina og ljóðaþýðingasafnið, og til þess að taka þátt í 3ju alþjóðlegu ljóðahátíð Nýhils. Ábyrgðin er hjá stofnunum ríkisins og ráðuneyti Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir stofnanir ríkisins og ráðuneyti bera ein ábyrgð á seinagangi á gerð snjóflóðavarnargarðs. „Skipulagsþátturinn tók sinn tíma og lengri tíma en gert var ráð fyrir en það er reynsla flestra sveitarfélaga á Íslandi í dag að skipulags- frumskógurinn sé að þéttast mikið, hvaða skoðun sem maður kann að hafa á því. Skipulagið hefur hins vegar ekkert með núverandi stöðu að gera, þannig að boltinn er hjá umhverfisráðuneytinu og framkvæmdasýslunni“, segir Grímur á bloggsíðu sinni í kjölfar óljósra frétta úr um- hverfisráðuneytinu um sveit- arfélagið dragi lappirnar í þessu máli. BB greindi frá því í sumar að allt væri orðið klappað og klárt fyrir framkvæmdirnar og að Bolvíkingar vonuðu að gerð snjóflóðavarnanna yrði boðin út fljótlega. Þeir bíða enn. Grímur segir staðreyndir málsins vera þessar: „1. Lög um umhverfismat áætlana hafa gert það að verk- um að lengri tíma tók að fara með ferlið í gegnum skipu- lagsferlið. Gríðarleg vinna fyrir sveitarfélagið og kostn- aður en mestur tími fer í að bíða eftir greinargerðum og aðfinnslum Skipulagsstofn- unar. 2. Því ferli er lokið og beðið er eftir staðfestingu umhverf- isráðherra á breytingu á aðal- skipulagi. 3. Sveitarfélagið býður ekki út verkið – það gerir Fram- kvæmdasýsla ríkisins. Út- boðsgögn eru ekki tilbúin en þau vinnur framkvæmdasýsl- an. Sveitarfélagið hefur ítrek- að óskað eftir drögum eða endanlegum gögnum en ekki fengið. 4. Það er ekkert því til fyrir- stöðu að bjóða verkið út strax í dag eða nú eða fyrir mánuði ef því er að skipta. Það yrði gert með fyrirvara um stað- festingu ráðherra á breyting- um á aðalskipulagi.“ Varnargarðurinn í Bolung- arvík á að vera um 18-22 metra hár og 700 metra langur þver- garður, staðsettur þar sem Dís- arland er nú. Auk þess verða 8 keilur ofar í fjallinu. Áætlað er að í varnarvirkin fari um 400 þúsund rúmmetrar af fyll- ingarefni sem reiknað er með að fáist innan framkvæmda- svæðisins. Áætlaður heildar- kostnaður við byggingu varn- arvirkjanna er 750 milljónir króna en endanlegur kostnað- ur ræðst þó af þeim tilboðum sem berast í verkið. Gert er ráð fyrir verkið taki um 2-3 ár. Gaf hjarta- stuðtæki Lögreglan á Ísafirði hefur fengið afhenta veg- lega gjöf, hjartastuðtæki af gerðinni Samaritan PAD. Tækið færði Helga Guðbjartsdóttir lögreglu- stjóranum, Kristínu Völ- undardóttur, en það er gefið lögreglunni til minn- ingar um eiginmann Helgu, Hjört Jónsson bakara- meistara frá Flateyri sem lést 8. júní síðastliðinn. Oft er talað um að hinn og þessi séu góðkunn- ingjar lögreglunnar og er merking þess yfirleitt nei- kvæð. Hjörtur Jónsson var hins vegar góðkunn- ingi lögreglunnar á Vest- fjörðum í orðsins fyllstu merkingu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að hann hafi oftsinnis létt lög- reglumönnum lífið. Í samræmi við óskir Helgu mun tækið verða í útkallsbifreið lögregl- unnar, á Ísafirði. 23 skemmtiferðaskip hafa boðað komu sína á næsta ári Alls hafa 23 skemmtiferðaskip boðað komu sína til Ísafjarðar á næsta ári. Hjá Vesturferðum fengust þær upplýsingar að þetta væru færri skip en hefðu komið í sumar en búast má við að einhver bætist við og líta bókanir í ár betur út en bókanir á sama tíma á síðasta ári. Hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur farið reglulega á skemmti- skipasýningar, meðal annars til Hamborgar og Flórída til að kynna Ísafjarðarhöfn sem vænlegan kost fyrir skemmtiskip og verður engin breyting á því í vetur. Í sumar komu 22 skip til Ísafjarðar og tvö komu í Vigur og á Hesteyri. Að minnsta kosti eitt nýtt skipafélag sendir skip til Ísafjarðar á næsta ári, en það er skipið Delphin Voyager. Skipafélög sem áður hafa verið í viðskiptum við Ísafjarðarhöfn senda nokkur ný skip; Spirit of adventure og Ms Deutschland svo einhver séu nefnd. Þá er Clipper Adventures skip sem kemur aftur eftir nokkurra ára hlé. Stærsta skipið sem kemur til Ísafjarðar sumarið 2008 er Maasdam, sem hefur komið tvis- var sinnum áður. Maasdam er um 55.500 brúttó- tonn og með því ferðast um 1.300 manns.Fyrsta skipið kemur 6. júní og það síðasta 29. ágúst. Maasdam við bryggju á Ísafirði í sumar.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.