Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.10.2007, Blaðsíða 20

Bæjarins besta - 04.10.2007, Blaðsíða 20
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk bb.is – fjölsóttasti vestfirski vefurinn Fyrirtækið Klofningur á Suðureyri hlaut Virðisaukann, frumkvöðlaverðlaun Ísafjarð- arbæjar fyrir árið 2006. Krist- ján G. Jóhannsson, formaður atvinnumálanefndar, og Hall- dór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, afhentu verð- launin í síðustu viku og Guðni Einarsson, framkvæmdastjóri Klofnings, tók við þeim fyrir hönd fyrirtækisins. Klofningur er 10 ára gamalt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í vinnslu aukaafurða og markaðssetningu þeirra í Afr- íku og Evrópu. Þannig hefur fyrirtækið vaxið á 10 árum og er með um 35 starfsmenn í dag. Klofningur tók á móti 12 þúsund tonnum af hráefni á síðasta ári og hefur fært út kvíarnar á síðustu árum og er nú með fimm starfsstöðvar á Ísafirði, Brjánslæk, Tálkna- firði og tvær á Suðureyri. Fyr- irtækið er öflugur bakhjarl í atvinnulífi Ísafjarðarbæjar. Atvinnumálanefnd ákveður hver hlýtur verðlaunin að hverju sinni en þau eru ætluð sem hvatning handa þeim sem sýna frumkvæði í málum sem varða bæjarfélagið og sam- borgarana. Við veitingu þeirra er einkum tekið tillit til fram- lags til aukningar á atvinnu eða menntun, til meiri fjöl- breytni í atvinnu, menntun eða afþreyingu, til aukins sýni- leika bæjarfélagsins á lands- vísu eða sérstaks árangurs eða framtaks á sviði þróunar vöru, þjónustu eða markaðssetn- ingu. Með hliðsjón af því þótti Klofningur vel að verðlaun- unum komið. Af hálfu fyrirtækisins Klofn- ings voru stjórnarmennirnir Óðinn Gestsson, Einar Valur Kristjánsson og Jakob Flosa- son viðstaddir verðlaunaaf- hendinguna. Auk þeirra voru Guðni Einarsson framkvæmda- stjóri, Sigurður Ólafsson, vinnslustjóri, Jóhann Daníels- son verkstjóri, Deborah Ólafs- son verkstjóri, Sigrún Sigur- geirsdóttir og Pálína Pálsdóttir fyrir hönd eigenda mætt. Kristján G. Jóhannsson, formaður atvinnumálanefndar, og Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar, afhentu frumkvöðlaverðlaun atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar. Klofningur frumkvöðull ársins 2006 Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur fært Menntaskólanum á Ísafirði eina milljón til styrktar vél- stjórnarbraut skólans. Einar Valur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri HG í Hnífsdal og stjórnarmaður í LÍÚ afhenti Jóni Reyni Sigur- vinssyni, skólameistara MÍ gjöfina í verkmenntahúsi skólans. Sagði hann við það tækifæri að nám af slíku tagi væri afar mikilvægt fyrir sjávarútveginn en æ færri fengjust til að sinna störfum á sjó og menntun myndi hvetja fleiri til þeirra starfa. Jón Reynir sagði að upp- hæðin ýtti enn frekar undir ákvörðun MÍ að stefna að frekari uppbyggingu á nám- inu svo hægt sé að bjóða upp á þriðja árið í vélstjórn- arnámi, en við skólann er eingöngu kennt 1. og 2. stig. Sú þróun yrði vonandi til þess að þeir nemendur sem yrðu lengur við skólann myndu nýta menntun sína þar. Jón Reynir sagði einnig að svo myndarlegur styrkur til verkmenntunar efldi einnig bóknámið þar sem skólanum gæfist þá aukið svigrúm til að styðja við þær greinar, en til dæmis stæði til að efla raungreinar enn frekar. Nemar sem ljúka vélstjóranámi 2. stigs við MÍ öðlast rétt til að vera vélavörður á skipi, en að loknum ákveðnum starfs- tíma á skipi hann öðlast vél- stjórnarréttindi á skip með allt að 750 kw vél. Til stendur að innleiða 3. stigið í Menntaskólanum og ef það nær fram að ganga geta nemar aflað sér 1500 kW réttinda á Ísafirði. LÍÚ færir MÍ eina milljón að gjöf Bæjarfulltrúar Í-listans hafa lagt það til að bæjarstjórn Ísa- fjarðarbæjar krefjist þess við yfirvöld samgöngumála að þau sjái til þess að þegar verði gerðar viðeigandi ráðstafanir til að Ísafjarðarflugvöllur geti haldið áfram að þjóna farþega- flugi milli Íslands og Austur- Grænlands, líkt og verið hefur mörg undanfarin ár. Helstu rökin fyrir þessu segja bæjar- fulltrúarnir vera að margt bendi til þess að aukin umsvif verði á næstu misserum í sam- bandi við rannsóknir og at- vinnuuppbyggingu á Austur- Grænlandi. „Því mun fylgja aukin um- ferð skipa og flugvéla yfir Grænlandssund,“ segir í bók- uninni. „Ísafjörður er ákjósan- legur viðkomustaður skipa og flugvéla á leiðinni milli Ís- lands og Austur-Grænlands og hér er öll helsta þjónusta til staðar, svo sem sjúkrahús, höfn og flugvöllur. Því er nauðsynlegt að þær úrbætur sem eru á Ísafjarðarflugvelli vegna aukinna krafna um flug- vernd komist strax í fram- kvæmd, svo Ísafjörður geti áfram gegnt hlutverki sem brú til næstu nágranna okkar á Grænlandi.“ Svo virðist sem þessa dag- ana sé róið að því öllum árum að gera Ísafjörð að þjónustu- miðstöð fyrir Austur-Græn- land sem fyrst en í síðustu viku kynnti meirihluti Ísa- fjarðarbæjar stefnu sveitarfé- lagsins um að vera þjónustu- miðstöð fyrir Austur Græn- land. Þá hefur verið lagt til að ráðinn verði starfsmaður til að markaðssetja og selja Ísa- fjörð, sem þjónustumiðstöð fyrir A-Grænland. Leita á stuðnings ríkisstjórnar um aðkomu að málinu. Vilja áframhaldandi farþegaflug milli Ísafjarðar og A-Grænlands Flugvöllurinn á Ísafirði. Einar Valur Kristjánsson, stjórnarmeðlimur LÍÚ, afhenti Jóni Reyni Sigurvinssyni, skólameistara MÍ, fjárhæðina í verkmenntahúsi skólans.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.