Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.10.2007, Qupperneq 19

Bæjarins besta - 04.10.2007, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2007 19 Sælkeri vikunnar er Braga Ósk Bragadóttir á Ísafirði Fylltar svínalundir a´la Braga Horfur á föstudag: Austlæg átt og skúrir Hiti 3-8 stig. Horfur á laugardag: Norðanátt og slydda eða snjókoma norðan og austantil á landinu en þurrt suðvestanlands. Kólnandi veður. Horfur á sunnudag: Austlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt úrkomulítið. Hiti í kringum frostmark. Helgarveðrið ég „funkeraði“ þegar síminn var eina tólið sem ég gat brúk- að, og þaðan af verra: Bara landlína!,“ segir Guðjón Þor- steinsson, kokkur á Fernando's. Peysufötin í uppáhaldi „Það er úr vöndu að ráða þegar velja á svona uppáhals hlut. Þegar allt kemur til alls á ég líkast til ekki neinn hlut sem er uppáhalds, eða er í það minnsta fljót að skipta. Margt kom til greina svo sem uppá- halds skórnir mínir, fartölvan, gleraugun eða peysufötin. En það eru einmitt peysufötin sem eru mitt uppáhald þessi misserin. Ég saumaði þau sjálf í fyrra vetur, að mestu leyti í höndum eftir ströngustu regl- um hefðarinnar, undir hand- leiðslu Hildar hjá Heimilis- iðnaðarskólanum. Ég hef ekki lagt í að leggja saman vinnu- stundirnar sem fóru í verkið en er ánægð með útkomuna. Þar að auki á ég nú spariföt við öll tækifæri því Íslenski búningurinn er alltaf viðeig- andi,“ segir Matthildur Helga- dóttir, framkvæmdastjóri Snerpu. Háður einkatölvunni „Sá hlutur sem er mér ómiss- andi er einkatölvan mín. Ég er algjörlega háður þessu galdratæki og allt sem hún töfrar fram á skjáinn með minnstu snertingu fingra minna. Fréttir og tölvupóstur er eitt- hvað sem gerir þennan grip svo nauðsynlegan í mínu lífi. Ég er í stjórn Körfuknattleiks- sambands Íslands og vegna þessa, sem og staðsetningar minnar á landinu gerir þetta tæki ómissandi í dag. Það er mér alveg óskiljanlegt hvernig Guðjón Þorsteinsson.Margrét Halldórsdóttir. Matthildur Helgadóttir. Ómissandi og í uppáhaldi Allir eiga eitthvað sem þeir geta ekki verið án og er í sér- stöku uppáhaldi hjá þeim. Fjölskyldan og vinirnir eru nær undantekningalaust efst á blaði, en hvað annað finnst fólki vera nauðsynlegt í lífi og tilverunni? Bæjarins besta leitaði til nokkurra Vestfirð- inga og spurði þá hvers þau gætu ekki verið án. Þykir vænst um hjólið „Það sem mér dettur fyrst í hug er gemsinn. Mér finnst erfitt að vera án hans, vil ná í fjölskylduna og aðra þegar mér hentar og að þau nái í mig og þannig er hann stundum einskonar fjarstýring. Ég á líka erfitt með að vera án klukku, það er að segja armbandsúrs, og man að eitt sinn þegar ég átti bara eitt arbandsúr og það var í viðgerð gekk ég með vekjara í vasanum. Þetta var auðvitað fyrir tíma GSM síma. Mér þykir þó vænst um hjólið mitt,“ segir Margrét Halldórs- dóttir, kennari og formaður Skíðafélags Ísfirðinga. Sumarið fór fram úr væntingum Þórir Traustason, rekstrarstjóri Cafe Edinborg á Ísafirði, segir sumarið hafa gengið mjög vel á staðnum og farið fram úr væntingum. ,,Þetta stóð svo sannarlega undir væntingum og verður vonandi áframhald á því.“ Hann segir sumarið hafa verið viðburðaríkt, og margt sé fram- undan. „Það er ýmislegt á döfinni hjá okkur, veislur, tónleikar og fleira. Einar Ágúst Víðisson fyrrverandi liðsmaður Skítamórals spilar hjá okkur í næsta mánuði þannig að það er nóg að gerast.“ Sælkeri vikunnar býður að þessu sinni upp á ostafylltar svínalundir sem hún segir að klikki ekki þegar hún vilji elda góðan mat. Uppskriftin er ætl- uð fyrir ca fjóra manns. Braga mælir með því að bera réttinn fram með salati og hrísgrjón- um. Þess ber að geta að Braga hleypur í skarðið fyrir Lilju Ósk Þórisdóttur, sem skorað var á í síðasta blaði, en hún hafði sinnt skyldum sælkera vikunnar fyrir alls ekki svo löngu. Fylltar svínalundir a´la Braga 2 svínalundir 1 bréf beikon 1 mexikó ostur eða sams- konar ostur Skerið svínalundirnar í tvennt og ostinn í bita. Setjið svo ostinn á milli lundanna og lokið með beikoni (gott er að nota tannstöngla til að halda við). Kryddið eftir smekk. Setjið lundirnar á pönnu og steiktar í um 2 mín hvor hlið. Svo eru lundirnar settar inn í ofninn í ca 20-30 min,(fer eftir stærð) við 180°. Tilvalið er að baka upp sósu úr soðinu sem er alveg ómissandi með þessu. Ég skora á Guðrúnu Guð- mundsdóttur á Flateyri til að koma með næstu uppskrift. Óskar með gospelnámskeið Óskar Einarsson gospel- frömuður frá Reykjavík verð- ur með gospelnámskeið í Hnífsdal þriðju helgina í októ- ber. Óskar staðfesti nýlega komu sína en með honum í för verða söngkonurnar og raddþjálfarnir Hrönn Svans- dóttir og Fanney K. Tryggva- dóttir. Þetta verður í þriðja skiptið sem Óskar kemur á norðanverða Vestfirði með námskeið en fyrstu tvö skiptin voru námskeiðin haldin í Bol- ungarvík 2003. Hið fyrra var öllum opið og var mjög vel sótt. Þá endaði námskeiðið með tónleikum og var hús- fyllir á þeim, en námskeiðinu nú lýkur einnig með tónleik- um. Seinna námskeiðið var eingöngu fyrir kórfélaga í Gospelkór Vestfjarða og mælt- ist það vel fyrir meðal félag- anna. „Núna finnst okkur tími til kominn að fá Óskar hingað aftur og vonum að því verði vel tekið, bæði að þátttakan á námskeiðinu sjálfu verði góð og eins að húsfyllir verði á tónleikunum,“ segir Auður Arna Höskuldsdóttir, kórstjóri Gospelkórs Vestfjarða. „Námskeiðið er opið öllum og við viljum endilega hvetja fólk til að taka frá þessa helgi og skrá sig, það verður ekki fyrir vonbrigðum. Ekki er endanlega búið að ákveða námskeiðsgjaldið en því verð- ur haldið í algjöru lágmarki og verður auglýst þegar nær dregur,“ segir Auður. Sem fyrr segir verður nám- skeiðið haldið í gamla barna- skólanum í Hnífsdal og stend- ur yfir frá 19. -21. október. Endað verður á tónleikum í Ísafjarðarkirkju klukkan 14 á sunnudeginum. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að skrá sig hjá Auði Örnu kórstjóra í síma 847 3049, Sigrúnu í síma 846 7482 eða Þorbjörgu í síma 892 7550. Óskar Einarsson. Réttað var í Kirkjubólsrétt í Skutulsfirði um síðustu helgi. Að sögn Kristjáns Ólafssonar, eins fjáreigenda í Skutulsfirði, komu um 600 kindur í réttina. „Heimtur voru allsæmilegar en ekki of góðar. Mig vantaði t.d. 40 lömb af 390 en samt teljum við að heimtur hafi ver- ið mjög góðar í heildina séð.“ Mikill fjöldi fólks tók þátt í leitunum. „Það var hellingur af fólki enda hafa allir gaman af því að koma í réttir“, segir Krist- ján. Réttirnir stóðu frá hádegi á föstudag og er Kristján enn að en hann átti mesta féð af því sem leitað var. Á hann ennþá að á eftir að smala í Tungudal en þar hefur fé farið sem þangað sem það átti ekki að fara. Réttarkóngur var Steingrímur Jónsson í Efri- Engidal en Engidalsbændur hafa ætíð séð um réttarvörslu og hefur titilinn því gengið mann fram af manni. Mikill fjöldi í Kirkjubólsrétt Guðmundur S. Einarsson og Davíð Barðason tóku vel á því í réttunum.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.