Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.10.2007, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 04.10.2007, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2007 9 Rannsóknir standa nú yfir á hagkvæmri olíuvinnslu í Bol- ungarvík. Ekki er um að ræða hefðbundna olíu heldur olíu sem unnin er úr fiskúrgangi. „Við höfum verið að leita leiða til að losna við þennan ófögn- uð sem slógið er. Það vita það allir að slóginu er hent í höfn- ina og það er gert alls staðar á Vestfjörðum. Þetta er í raun- inni umhverfisslys en eins og staðan er í dag ræður útgerðin ekki við meiri álögur ef þær þyrftu að borga fyrir förgun- ina,“ segir Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungarvík. „Við höfðum samband við líf- efnafræðing sem skoðaði mál- ið. Niðurstaðan er tvíþætt. Ef slóg er safnað saman og unn- inn með sýru og sett í skil- vindu skilur fitan sig frá og úr henni er hægt að vinna bíó- dísel. Um 20% af hráefninu verður að olíu, restina er hægt að vinna í áburð.“ Grímur segir að gallinn við þessa hugmynd sé sú að í framleiðslu sem þessari séu ekki miklir peningar í spilun- um. „En orkuskorturinn er að aukast og sem dæmi um það er að það hráefni sem notað er í lífrænt eldsneyti, svo sem maís, er að hækka mjög í verði.“ „Það er allt til alls fyrir vinn- slu af þessu tagi hér í Bolung- arvík en við eigum eftir að athuga með fjármagn og semja við hlutaðeigandi aðila. Þang- að til hefur alltént verið unnin mjög metnaðarfull skýrsla um málið sem við höfum kynnt á ýmsum stöðum og það eru margir afar spenntir. Við vilj- um losna við slógið og máf- inn,“ segir Grímur. Miðað við að unnið verði úr slóg frá höfnum á norðan- verðum Vestfjörðum segir Grímur að hægt væri að fram- leiða um 2-300 tonn af olíu á ári. „Smábátarnir í Bolungar- vík eyða að meðaltali 2-300 lítrum í túr þannig að það er ljóst að þessi olíuframleiðsla gæti séð þeim fyrir stórum hluta eldsneytis. Þetta er spurning um að gera sjávarút- veginn sjálfbærari og vist- vænni.“ Áburðurinn segir Grímur einnig myndu gera landbúnaðinn vistvænni. „Sauðfé í fjórðungnum er mjög heilbrigt, lítið hefur bor- ist hingað af fjársjúkdómum og því lyf lítið verið notuð. Ef áburðurinn sem notaður er á túnin er 100% lífrænn þá sé ég fyrir mér að hægt sé að markaðssetja kjötið héðan sem eitt hreinasta kjöt í heimi,“ segir Grímur. „Ég hef áður sagt það að ég sé ekkert nema tækifæri hér á svæðinu. Þessar áætlanir sam- ræmast ályktun Fjórðungs- þings Vestfjarða árið 2006 um svæðisskipulag Vestfjarða sem byggir á samspili nýting- ar náttúru, þróunar efnahags og samfélags á grunni sjálf- bærrar þróunar og hvort sem olíuhreinsistöð kemur á Vest- firði eða ekki finnst mér að við eigum að halda þessari stefnu áfram. – tinna@bb.is Vilja framleiða olíu úr fiskúrgangi Framkvæmdir við GÍ ganga vel Framkvæmdir við Grunnskólann á Ísafirði ganga vel og segir Garðar Sigurgeirsson hjá Vestfirskum verktökum að verkið vera á áætlun. „Þetta gengur bara fínt hjá okkur. Við erum mest að vinna úti þessa dagana, píparar, rafvirkjar og múrarar. Svo erum við í lokafrágangi að utan. Við eigum að skila 1.júlí á næsta ári og erum á áætlun eins og er.“ Verkið er það stærsta sem hefur verið ráðist í á Ísafirði í mörg ár. Tilboð Vestfirskra verktaka í bygginguna hljóðaði upp á 370.813.369 krónur sem er 102,7% af kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 361.217.369 krónur. Fyrstu vikurnar í rekstri veitingastaðarins Við Poll- inn á Ísafirði hafa gengið vel og hlakka eigendurnir, þeir Halldór Karl Valsson og Eiríkur Gísli Johansson, til vetrarins. „Það var mikil vinna að taka við veitinga- staðnum en það gekk þó vel,“ segir Halldór. „Við erum nýbúnir að setja upp nýjan matseðil þar sem við tókum inn nokkrar nýjung- ar,“segir Eiríkur. „Meðal annars bjóðum við upp á þriggja rétta óvissuferð með kokkinum sem hefur verið sérstaklega vinsælt á veitingastöðum á suðvest- urhorninu. Þá komum við viðskiptavinum á óvart með þriggja rétta máltíð og þremur vínglösum.“ Þeir Halldór og Eiríkur segjast þó hafa haldið í fá- eina rétti af matseðli SKG sem hafi notið mikilla vin- sælda auk þess sem áfram verður boðið upp á súpu og salatbar í hádeginu á virkum dögum. Piltarnir segjast einnig munu halda áfram einhverjum hefðum SKG, svo sem villibráða- kvöldi, jólahlaðborði og skötuveislu á Þorláks- messu. „ Okkur dettur heldur ekki í hug að hætta að vera með smørrebrød á aðventunni,“ segir Eiríkur. Ekki verður aðeins haldið í hefðirnar heldur einnig bryddað upp á nýjungum, en þeir félagar áætla að halda konukvöld í október í tengslum við hátíðina Veturnætur. „Við ætlum að prufa okkur áfram og sjá hvaða réttir og viðburðir fara vel í fólk,“ segir Eiríkur. – tinna@bb.is Vel gengur við Pollinn Veitingastaðurinn Við Pollinn er á Hótel Ísafirði. Bolvíkingar bíða enn eftir að gerð snjóflóðavarna þar í bæ verði boðin út. Píanóleikari frá Hnífsdal gef- ur út disk með eigin lögum Nýr geisladiskur með tónlist eftir Hnífsdæl- inginn Salbjörgu Sveins- dóttur Hotz hefur verið gefinn út. Heiti disksins er Söngvar lifandi vatna og flytjendur á honum eru söngvararnir Gunnar Guðbjörnsson, tenór og Sigurður Bragason, barí- ton. Hljóðfæraleikarar eru Hjörleifur Valsson, fiðlu- leikari og Salbjörg, sem annast píanóleikinn en þau stigu bæði sín fyrstu skref í tónlistinni í Tónlistarskól- anum á Ísafirði. Hljóðupp- taka og hljóðvinnsla var gerð af Halldóri Víkings- syni en fyrirtækið Gagn- virkni sá um útgáfu disksins. Söngvar lifandi vatna hefur að geyma 24 einsöngslög í lagrænum stíl, ásamt fjölbreyttum meðleik hljóðfæranna. Diskurinn samanstendur af hugleiðingarefni, nánar tiltekið 9 bænum, 14 heil- ræðum og einni tilvitnun, sem er söngdúett með fiðlu- og píanóleik. Söng- lögin á disknum eru í raun bæði lofsöngvar og ástar- söngvar, þar sem andlegt samband sköpunarver- unnar við skaparann er í brennipunkti. Salbjörg býr í Sviss og starfar þar m. a. við kammermúsík og tón- smíðar. Salbjörg útskrif- aðist sem nemandi Rögn- valdar Sigurjónssonar með burtfararpróf í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1979 og var síð- an við tónlistarnám hjá austurríska píanóleikaran- um Igo Koch í Tónlistars- kólanum í Vínarborg næstu fimm árin. Hún bjó og starfaði í Haifa í Ísrael um árabil, en flutti síðan til Sviss, þar sem hún stundaði m. a. tónsmíðar á námskeiðum hjá sviss- neska tónskáldinu Theo Wegmann í Tónlistarskól- anum í Zürich. Salbjörg Sveinsdóttir Hotz.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.