Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.10.2007, Blaðsíða 17

Bæjarins besta - 04.10.2007, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2007 17 Lettneskur stórmeistari til Bolungarvíkur Lettneski stórmeistarinn Normunds Miezis er genginn til liðs við Taflfélag Bolungarvíkur. Miezis er með 2.524 skákstig og eru aðeins fimm íslenskir skákmenn stigahærri en hann. Með þessari viðbót þykir ljóst að Bolvíkingar eru því að styrkja sig verulega fyrir átökin í haust og hljóta að teljast til alls líklegir í baráttunni um 1. deildar- sæti að ári, en Íslandsmót skákfélaga fer eftir hálfan mánuð í Rimaskóla. Þrír skákmeistarar hafa einnig gengið nýlega til liðs við Taflfélag Bolungarvíkur. Árni Ármann Árnason og Guðmundur Halldórsson riðu á vaðið en Árni hafði áður verið alla sína tíð í Taflfélagi Reykjavíkur og var hann formaður þess 1991-1994. Guðmundur hefur síðustu ár verið í Taflfélaginu Helli. Svo gekk FIDE-meistarinn Elvar Guðmundsson til liðs við félagið. „Gott að vera íbúi í Ísafjarðarbæ“ Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hefur lagt fram áherslur fyrir fjárhags- áætlun komandi árs. Við til- lögugerðina var meðal annars litið til mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar, Vestfjarða- skýrslunnar, málefnasamn- ings B- og D- lista í bæjar- stjórn, tillagna atvinnumála- nefndar Ísafjarðarbæjar og annarra tillagna sem fram hafa komið eða munu koma fram frá minnihluta bæjarstjórnar. Í fréttatilkynningu frá meiri- hlutanum segir að mótvægis- aðgerðir ríkisstjórnarinnar skapi ný störf og nýja mögu- leika. „Ákveðið hefur verið að fara í jarðhitaleit, efla Fjöl- menningarsetur, koma á frum- greinadeild við Háskólasetur, flýta vegamálum og auka fjármagn til þorskeldisverk- efna. Í tilkynningunni kemur einnig fram að Vestfjarða- skýrslan sé uppspretta hug- mynda og möguleika þar sem 85 ný störf eiga að vera til á tveimur árum auka annarra verkefna til að styrkja samfé- lagið. „Þá telur meirihlutinn að nýleg áformsyfirlýsing í vatnsmálum milli Ísafjarðar- bæjar og Brúarfoss ehf. sé lík- leg til að skapa hér störf og verðmæti. Eftirspurn eftir vatni er að aukast og þar er staða Ísafjarðarbæjar góð.“ Aðrar áherslur meirihlut- ans: Í gjaldskrármálum mun meirihlutinn leggja til að: · Leitast verður við að halda gjaldskrám sem mest óbreytt- um og jafnvel lækka. · Vegna samdráttar afla- heimilda verða hafnargjöld lækkuð. · Varðandi fimm ára börn verða fjórir tímar gjaldfrjálsir en eru tveir í dag. · Gjaldskrá leikskóla verð- ur lækkuð. · Alltaf verður tekið mið af rekstrargetu og möguleikum til hagræðingar. Framkvæmdir á vegum Ísa- fjarðarbæjar: · Áfram verður mikið um framkvæmdir. · Ný grunnskólabygging – stórframkvæmd sem ljúka á haustið 2008. · Malbikunarframkvæmdir 2008. · Hafnarframkvæmdir. · Nýr Mávagarður undir olíubirgðastöð. · Átak í holræsismálum. · Markviss viðhaldsvinna á eignum sveitarfélagsins. · Aðal- og deiliskipulags- vinna. · Þarfagreining vegna sund- laugar og líkamsræktarað- stöðu á Torfnesi hefur farið fram. Verið er að undirbúa næsta skref. Bygging hjúkrunarheimilis: · Fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra kynnti áform um byggingu 10 rúma hjúkrunar- heimilis árið 2010. · Þörfin er 30 rúma hjúkr- unarheimili að mati bæjar- stjórnar Ísafjarðar · Áfram verður unnið að því máli af festu. Styrking innviða stjórnsýsl- unnar: · Skipulagsbreytingar miða að styrkingu stjórnsýslunnar · Ráðinn verður mannauðs- stjóri / starfsmannastjóri · Upplýsingafulltrúi. · Umhverfisfulltrúi. · Skipulag einfaldað. · Sviðum fækkað úr fjórum í þrjú. · Þjónustuver styrkt. Nýtt Byggðamerki: · Dómnefnd um byggða- merki er að störfum. · 42 umslög bárust og út úr þeim um 80 tillögur. · Nýja byggðamerki Ísa- fjarðarbæjar er ætlað að sam- eina bæjarbúa enn frekar og auka samkennd og samstöðu. Á næsta ári stefnir í að bundið slitlag verði komið milli Ísafjarðar og Reykja- víkur um Djúp og Arnkötlu- dal. Framundan er jarðganga- gerð milli Ísafjarðar og Bol- ungarvíkur og milli Dýrafjarð- ar og Arnarfjarðar. Þá standa fyrir dyrum bætur á raforku- kerfinu og aukin útbreiðsla GSM sambands á Vestfjörð- um. Þessi styrking grunngerð- arinnar vinnur að því að styrkja samfélög eins og Ísa- fjarðarbæ í sessi. Það er gott að vera íbúi í Ísafjarðarbæ, þjónusta er almennt góð og biðraðir og biðlistar þekkjast varla. Með því að rýna í tæki- færin sem hér eru nefnd nokkur dæmi um og umfram allt nýta þau, mun samfélagið styrkjast þegar til lengri tíma er litið. – gunnaratli@bb.is Frá blaðamannafundi meirihlutans.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.