Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.10.2007, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 04.10.2007, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2007 15 Ísafjarðarbær þjónustumiðstöð fyrir A-Grænland? Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar segir það vera stefnu sveitarfélagsins að vera þjónustu- miðstöð fyrir Austur Grænland. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir málið enn vera á hugmyndastigi. „Þetta er mest á hugmyndastiginu ennþá. Úlfar Ágústsson hefur barist fyrir þessum hugmyndum í nokkur ár. Það sem við viljum gera er að vera miðstöð fyrir flutninga til og frá Grænlandi með hafnaraðstöðu og flugvelli. Þannig teljum við að fjölda verkefna þurfi að vinna hér á svæðinu sem því tengjast. Atvinnumálanefnd hefur lagt til ráðningu verkefnisstjóra í þetta verkefni og það er næsta skref að ganga frá slíkri ráðningu.“ Rannsóknir hafnar á rækjustofnum Hafrannsóknaskipið Dröfn er lögð af stað í rannsóknarleiðangur til að kanna rækjustofna á svæðum þar sem ekki hafa verið leyfðar rækjuveiðar að undanförnu. Á Vestfjörðum verður Ísafjarðardjúp rannsakað sem og Arnarfjörður. Einnig verða svæði í Öxarfirði, Skjálfanda, Skagafirði og Húnaflóa rannsökuð. Leiðangurinn er farinn á vegum Hafrannsókna- stofnunar. Í Blaðinu segir Unnur Skúladóttir, verkefnastjóri hjá Hafró, að ekki sé vitað hversu lengi leiðangurinn muni standa yfir. greinargerð SNS. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess fyrir rekstrarsveitarfélög nátt- úrustofa að fá hækkað grunn- framlag ríkissjóðs til reksturs þessara stofnana sinna.“ Samtökin hafa því óskað eftir því við rekstrarsveitar- félög náttúrustofa að teknar verði upp viðræður við um- hverfisráðuneytið um endur- skoðun samninga fyrir fjár- lagagerð ársins 2008. Jafn- framt óska samtökin eftir því að fá að taka þátt í því samn- ingaferli sem framundan er. Sveitarfélög á Vestfjörðum reka eina náttúrustofu, Nátt- úrustofu Vestfjarða. Náttúru- stofan hóf starfsemi í ársbyrj- un 1997 með ráðningu for- stöðumans en verkefni nátt- úrustofunnar eru öflun upp- lýsinga um náttúru Vestfjarða og gera þær aðgengilegar þeim sem á þurfa að halda. Náttúrustofan tekur að sér margvísleg verkefni á þessu sviði fyrir; sveitarfélög, stofn- anir eða einkaaðila. Samtök náttúrustofa telja grunnframlag ríkissjóðs til náttúrustofa vera of lágt og hafa óskað eftir upplýsingum frá sveitarfélögum á Vest- fjörðum um heildarlaun stjórn- enda sem eðlilegt gæti talist að miða forstöðumenn nátt- úrustofa við. Þetta er gert til undirbúnings samningavið- ræðna við umhverfisráðu- neytið. Samtökin hyggjast út- búa greinargerð þar sem tínd verða til þau atriði sem sam- tökin telja mikilvægt að tekið verði tillit til við gerð nýrra rekstrarsamninga. Eitt af því sem samtökin telja mikilvægt að endurskoða er framlag rík- issjóðs til reksturs náttúru- stofa. Í lögum um náttúrustofur segir að framlag ríkissjóðs til náttúrustofa sé ákveðið í fjár- lögum hverju sinni og miðast við fjárhæð sem nemur laun- um forstöðumanns í fullu starfi að viðbættri fjárhæð sem er allt að jafnhá þeirri fjárhæð og rennur hún til reksturs nátt- úrustofu. Í bréfi sem SNS sendu Ísafjarðarbæ segir: „Í núverandi samningum nátt- úrustofa við umhverfisráðu- neytið var sú upphæð sem miðað var við sem laun for- stöðumanns ekki í takt við það sem gengur og gerist á opinberum vinnumarkaði. Af því leiðir að grunnframlag rík- issjóðs er of lítið. Því liggur beint við að fá þetta leiðrétt og verður lögð áhersla á að rökstyðja það í fyrirhugaðri Telja grunnframlag ríkis- sjóðs til náttúrustofa of lágt „Stærð helstu hvalastofna við Ísland er nú í sögulegu hámarki, en talið er að fjöldi hvala sé nú vel yfir 300.000 dýr. Áætlað er að þær 12 teg- undir hvala sem halda reglu- lega til hér við land éti um 6 milljónir tonna af fæðu á ári hverju. Af þessum 6 milljón- um tonna eru rúmlega 2 millj- ónir tonna fiskur. Þetta er mun meira magn en allur ís- lenski fiskveiðiflotinn ber að landi,“ segir m.a. í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Útvegsmannafélags Vest- fjarða sem haldinn var í síð- ustu viku. Þar segir einnig: „Hrefnan er atkvæðamesti afræninginn bæði hvað varðar heildarmagn (2 millj. tonna) og fiskát (1 millj. tonn). Talið er að hvalir éti á aðra milljón tonna af loðnu á ári og bráðabirgða- niðurstöður úr fyrri helmingi rannsókna Hafrannsókna- stofnunarinnar benda til þess að hlutdeild þorsks í fæðu hrefnu sé umtalsvert meiri en gert var ráð fyrir í eldri út- reikningum. Frumathuganir benda til að hvalastofnar geti haft veruleg áhrif á langtíma afrakstur þorskstofnsins. Þann- ig gæti afrakstur þorskstofns- ins í framtíðinni orðið allt að 20% minni en ella ef hvala- stofnarnir nytu algerrar frið- unar samanborið við að þeir væru nýttir á sjálfbæran hátt og haldið í 70% af hámarks- stærð.“ Aðalfundurinn lagði einnig til að auðlindagjald sem lagt er á sjávarútveg einan atvinnu- greina yrði fellt strax nið- ur. Þannig yrði stuðlað að því að sjávarútvegurinn nyti jafn- ræðis á við aðrar atvinnugrein- ar í landinu. – tinna@bb.is Vilja afnema auðlindagjaldið Fjármagnsöflun fyrir við- skiptaáætlun komin vel á veg Eignarhaldsfélagið Hvetj- andi hf. hefur útvegað fjórð- ung af heildarkostnaði við gerð viðskiptaáætlunar um stofnun almenningshlutafé- lags til kaupa á aflaheimildum til Vestfjarða. Eiríkur Finnur Greipsson, framkvæmdastjóri Hvetjanda, mætti á fund at- vinnumálanefndar og greindi frá gangi mála. Hefur hann rætt við ýmsa fagaðila og þannig útvegað fyrrnefnda upphæð. Hvetjandi tók að sér fyrr í mánuðinum að finna að- ila til þess að vinna viðskipta- áætlun og finna fjármagn til verksins. Reynist áætlunin jákvæð verður næsta skref að halda stofnfund og leita eftir hlutafé frá almenningi, fyrir- tækjum og Byggðastofnun. Hugmynd um stofnun al- menningshlutafélags um kaup á aflaheimildum kom fyrst upp eftir að ákveðið var að hætta vinnslu í fiskvinnslunni Kambi á Flateyri. Frá því að hugmyndin kom upp hefur at- vinnumálanefnd Ísafjarðar- bæjar verið falið að vinna að málinu í samstarfi við Hvetj- anda og athuga hvort stofnun slíks hlutafélags geti fallið að starfsemi eignarhaldsfélags- ins. – thelma@bb.is Smalað í ný vígða rétt í Önundarfirði Ný rétt var vígð við formlega athöfn að Tröð í Önundarfirði á sunnudag. „Það hefur verið í umræðunni í tvö ár að fá rétt hér. Við höfum rekið beint inn í fjárhús en nú fækkar fjárhúsunum svo ört að við komum kindunum ekki lengur inn“, segir Ásvaldur Magnússon, réttarstjóri. Ísafjarðarbær stóð að byggingu réttarinnar og var Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar, viðstödd vígsluathöfnina fyrir hönd bæjarstjórnar. Sr. Stína Gísladóttir blessaði réttina. Að sögn Ásvaldar smalaðist býsna vel, betur heldur en oft áður. „Menn vita um lítið sem eftir var, þó það sé alltaf eitthvað.“ Mikill fjöldi af fólki tók þátt í smöluninni og ríkti almenn ánægja með nýju réttina. Hún tekur 1300 fjár og í henni eru 8 dilkar og almenningur. Kostnaður við réttina ásamt girðingum umhverfis hana var um 3 milljónir. Ásvaldur og Karl Bjarnason í Hjarð- ardal sáu um byggingu réttarinnar og var framkvæmdatíminn um mánuður. Réttu tökin voru sýnd í glænýrri rétt að Tröð í Önundarfirði. Mynd: Páll Önundarson.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.