Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.10.2007, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 18.10.2007, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 20076 Blikur á lofti Ritstjórnargrein Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is og Gunnar Atli Gunnarsson, sími 847 0009, gunnaratli@bb.is. Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X Ekki var við öðru að búast en að ágreiningur yrði uppi um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að mæta afleiðingum ákvörð- unar sjávarútvegsráðherra um niðurskurð á þorskveiðum, sem hann tók að ráði Hafró manna og með blessun samráð- herra sinna. Klögumálin ganga á víxl, ásakanir um spillingu, einkum hvað varðar úthlutun á byggðakvóta. Sjómenn eru ósáttir, tekjur margra þeirra munu rýrna til muna, þótt sumir þeirra sleppi ef til vill fyrir horn. Fiskvinnslufólki hefur ver- ið sagt upp störfum og menn óttast enn frekari uppsagnir í þeim geira. Þótt ríkissjóður hafi verið í stakk búinn til þola tekjumissi samfara aflaskerðingunni er greinilegt að fjöldinn allur, einstaklingar, útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki og sveitarfélög standa berskjölduð frammi fyrir vandanum. Af og til er boðað að meiri friður ríki ,,nú“ en verið hafi um kvótakerfið. Umræðan í kjölfar mótvægisaðgerðanna hefur heldur betur staðfest hið gagnstæða. ,,Hvar eru nú mennirnir, sem hafa réttlætt tugmilljarða hagnað af viðskipt- um með kvóta með því að þeir yrðu að vera undir það búnir að tapa líka? Hvar eru nú mennirnir sem sögðust tilbúnir að tapa ekki síður en að græða,“ spyr Morgunblaðið í leiðara 29. f.m. í umfjöllun um kröfu hagsmunasamtaka um frekari niðurfellingu veiðigjalda, en sem kunnugt er hafa stjórnvöld ákveðið af fella niður veiðigjald af þorski í tvö ár. En mikið vill meira, ,,þeir (útgerðarmenn) vilja fá meiri bætur í því formi að veiðigjaldið allt verði fellt niður,“ segir Morgun- blaðið. Já, sér er nú hver friðurinn um kvótakerfið og fylgi- fiska þess! Eftir eindæma gott og þurrviðrasamt sumar tók við einhver umhleypingasamasti og úrkomumesti mánuður, sem menn muna. Hvort tíðarfarið í september boði hræringar í stjórn- málum á vetri komanda skal ósagt látið. Nýverið færði um- hverfisráðherra helstu stóriðjufyrirtækjum landsins ókeypis heimild til útblásturs gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2012. Hefði þó mátt ætla að sporin hræddu, að gjafakvótinn í fiskveiðistjórnunarkerfinu yrði ráðamönnum víti til varn- aðar; að ekki yrði staðfestur nýr gjafakvóti á auðlindir landsmanna. Þarna á við, að seint lærist sumum. Þá má telj- ast undur ef með friðsömum hætti tekst að brúa það bil sem sýnilega er í uppsiglingu milli aðila í komandi kjarasamn- ingum vegna þess gífurlega launamismunar sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu. Launakjör fjölmargra stétta eru í al- gjöru uppnámi. Í lengstu lög verður þó að halda í von um að vel til takist. Saman dregið má líklega ganga að því sem gefnu að haustið verði vindasamt við Austurvöllinn í höfuðborginni. s.h. Fjármagn til minni vega þarf að auka Bæjaryfirvöld í Ísafjarðarbæ segja nauðsynlegt að fjármagn til annarra vega en stofnvega verði aukið. „Fjármagn til tengivega, héraðsvega og landsvega […] þarf að auka. Fólk ekur sífellt meira um stór svæði í atvinnusókn og því þarf að bæta þessa vegi og þjónustu við þá“, segir í erindi Ísafjarðarbæjar til fjárlaganefndar alþingis. Undanfarin ár hefur verið fast- ur liður um vetrarsamgöngur í dreifbýli Ísafjarðarbæjar í erindi til nefndarinnar en því er sleppt í ár. „Ekki vegna þess að kostnaður hafi minnkað, þvert á móti heldur viljum við frekar minna á nauðsyn þess að fjármagn til annarra vega en aðalvega (stofnvega þarf að aukast.“ KFÍ spáð þriðja sæti Körfuknattleiksfélagi Ísafjarðar er spáð þriðja sæti í 1. deild karla. Kom það fram á árlegum kynningarfundi vegna upphafs Íslandsmóta í Iceland Express deildum karla og kvenna en þar var að vanda kynnt spá for- manna, þjálfara og fyrirliða liðanna. Samkvæmt spánni munu það verða KR og Keflavík sem sigra Iceland Express deildirnar í vetur. Spáin í 1. deild er sú að Breiðablik fari beint upp í Iceland Express deildina, Valur verði í öðru sæti og eins og áður sagði er KFÍ spáð þriðja sæti. Á þessum degi fyrir 12 árum Ákærði leiksoppur í fjölskyldudeilu „Átján ára piltur í Hafnarfirði var í gær dæmdur til 15 mán- aða fangelsisvistar fyrir að hafa orðið fyrrverandi sambýlis- manni móður sinnar að bana með því að aka bifreið sinni á hann. Í niðurstöðu dómarans, Más Péturssonar, segir að í máli þessu birtist algengar fjölskyldu- og forræðisdeilur í sinni svörtustu mynd og pilturinn hafi orðið leiksoppur þeirra atvika. Pilturinn sagði að föstudagskvöldið 12. maí hefði hann ætlað að á AA-fund í Kaplahrauni. Hann sá hins vegar fyrrver- andi sambýlismann móður sinnar […] fara inn á fundinn og ákvað að fara ekki sjálfur. […] Þegar Sigurgeir heitinn kom út af fundinum og steig á reiðhjól ákvað pilturinn að veita honum eftirför. Hann kvaðst hafa ætlað að aka fram úr honum, skrúfa um leið niður rúðu og hrópa að honum að sækja ekki sömu fundi og hann væri sjálf- ur að sækja og láta fjölskyldu sína í friði. Hann hafi litið niður til að sjá rafmagnsrofa til að færa rúðuna niður, en fundið þá að högg kom á bifreiðina. Atburði mundi hann svo ekki nánar fyrr en bifreiðin var stöðvuð. Taflfélag Bolungarvíkur er efst í 2. og 4. deild að loknum fyrri hluta Íslandsmóts skák- félaga sem haldið var í Rima- skóla í Reykjavík um helgina. A-sveit félagsins sigraði b-lið Taflfélags Reykjavíkur í fjórðu umferð, 4,5-1,5 en TR-b er aðal keppinautur Bolvíkinga um fyrsta sætið og var þessi stórsigur því afar mikilvægur. Sigurinn tryggði Bolvíking- um um leið sjö vinninga for- ystu á næstu lið. Sveitin tefldi mjög vel í öllum umferðunum og hlaut 20 vinninga af 24 mögulegum. Að því fram kemur á vikari.is er fátítt að ein sveit hafi slíka yfirburði. B-lið Taflfélags Bolungarvíkur gerði 3-3 jafn- tefli við Víkingasveitina í fjórðu umferð. Bolvíkingar leiða því enn 4. deildina og hafa eins vinnings forskot. Keppnin um tvö efstu sætin, og þátttökurétt í 3. deild að ári, er mjög hörð og ljóst er að úrslit munu ekki ráðast fyrr en í lokaumferðunum. Seinni hluti mótsins fer fram 28. febr- úar-1. mars. – thelma@bb.is Taflfélag Bolungarvíkur efst í tveimur deildum Talsvert magn af rækju á af- mörkuðum svæðum í Djúpinu? Rækjurannsóknum Haf- rannsóknastofnunar í Ísafjarð- ardjúpi og Jökulfjörðum lauk í síðustu viku. Lítið fæst upp úr rannsóknamönnum um aflabrögð en orðrómur er uppi um að rækjustofninn sé á upp- leið og möguleiki að rækju- veiðar verði leyfðar á ný, en þær hafa ekki verið leyfðar í Djúpinu síðan 2004 er stofn- inn var kominn að fótum fram. Samkvæmt heimildum blaðs- ins fékk rannsóknaskipið Dröfn talsvert af rækju á af- mörkuðum svæðum í Djúp- inu. Dröfnin er nú í Arnarfirði við rannsóknir á rækju. Nið- urstöðu rannsóknanna í Djúp- inu er að vænta í næstu viku. Heimildarmaður blaðsins sagði að það yrði eigendum rækjukvótans ekki mikið gleðiefni, verði veiðar leyfðar á ný. Verði gefinn út rækju- kvóti falla rækjubætur niður sem eigendur kvótans fengu þegar veiðar voru bannaðar. Bæturnar eru kvóti í öðrum tegundum sem útgerðir hafa getað veitt eða leigt frá sér. Þykja þær mun fýsilegri en rækjukvóti eins og ástandið er í rækjuiðnaðinum í dag. Samkvæmt heimildum blaðs- ins hefur rækjukvóti í Ísafjarð- ardjúpi verið seldur um allt land og þá hafa kaupendur verið að ásælast rækjubæturn- ar, ekki rækjukvótann. Vegarslóði gerður að göngustíg Ákveðið hefur verið að vegarslóði sem gerður var við framkvæmdir við Tungudalsvirkjun verður nýttur sem göngustígur. Umræddur vegur liggur frá stöðvarhúsi virkjunarinnar að skíðasvæði Ísfirðinga. „Um er að ræða slóða sem gerður var þegar pípan var sett niður. Orkubúið ætlar sér að setja hlið á göngustíginn til að sporna gegn því að ekið sé þar um“, segir Kristján Haraldsson, Orkubús- stjóri. Samkvæmt heimildum blaðsins er stígurinn nýttur sem akvegur en að sögn Kristjáns er það þá gert í óleyfi. „Orkubúið leyfir ekki umferð þarna. Við ætlum að sá fræi og bera áburð á stíginn næstu tvö árin til þess að hann sé þokkalega gangfær og því er ekki ráðlegt að verið sé að aka hann.“ Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Ísafjarðarbæ bárust at- hugasemdir við það þegar OV ætlaði að setja upp hlið til að sporna gegn akstri um slóðann og var málinu frest- að þar til en bærinn væri búinn að afgreiða athugasemdina. Ísafjarðar- bær tók þá ákvörðun að loka þessum kafla. Náttúruunnendur ættu því að geta nýtt sér þessa viðbót við göngu- stíga sveitarfélagsins. Vegurinn liggur frá stöðvarhúsi OV í Tungudal að skíðasvæði Ísfirðinga.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.