Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.10.2007, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 18.10.2007, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 11 „En Íslendingar voru ekki eins hrifnir af kanínukjöti eins og við vildum. Sumir hérna í þorpinu sögðu að þetta væri eins og að éta mink, sem er ekki rétt.” ég myndi í Súðavík strengjahljóðfæri svipað og mandólín nema með lengri háls. Ég var eitthvað að reyna að láta strákinn spila, hann er með ágætis tóneyra en það gengur svona og svona.” –Ertu með tambúru í Súða- vík? „Nei, því miður. Hljóðfærið brotnaði fyrir nokkrum árum og ég hef ekki komið mér til þess að laga það. Kannski ég kaupi gítar fyrir strákinn og við reynum að spila eitthvað saman. Síðasta skiptið sem ég spilaði í Búlgaríu var í sjón- varpinu.” Félagar ehf. og búskapur „Við Kristján Bjarni félagi minn stofnuðum fyrir nokkr- um árum fyrirtæki sem heitir Félagar ehf. og sér um slátt fyrir sveitarfélögin hér í kring. Við sláum opin svæði á Þing- eyri, Suðureyri og Súðavík. Þetta hefur gengið ágætlega en ekki án erfiðleika. Við þurftum að kaupa dýr tæki og taka lán fyrir þeim. Í sumar voru tólf strákar í vinnu hjá okkur en síðustu tvö ár höfum við ekki unnið við þetta. Elísa- bet kona Kristjáns hefur stjórnað fyrirtækinu. Við erum bara eigendur og þykj- umst vera stórir karlar.” –Og þú ert orðinn bóndi? „Það er rétt. Við Kristján erum saman með rollur. Það er nokkur saga á bak við það. Kristján var að vinna hjá Vegagerðinni og hann hafði verið að vinna einhvers staðar, annað hvort í Djúpinu eða Dýrafirði. Eitt kvöldið kemur hann til mín og segir að ég verði að koma eins og skot niður á Langeyri. Þá er hann kominn með þrjár kanínur. Ég spyr hann hvar hann hafi feng- ið þetta og hann sagði mér hann hefði fengið þær gefins. Tengdapabbi minn var með kanínubú í Búlgaríu, held hann hafi verið með sex hundruð kanínur. Ég sagði við Stjána að við ættum að koma okkur upp kanínubúi og selja kjöt og skinn. Við fengum minkabúr úr Engidalnum og komum þeim fyrir í hesthús- unum í Súðavík. Við byrjuð- um með sex kanínur, þrjá karla og þrjár kerlingar. Það var ekki liðið nema hálft ár þá voru þær orðnar 140 talsins. Kanínur fjölga sér nefnilega eins og kanínur! En Íslend- ingar voru ekki eins hrifnir af kanínukjöti eins og við vild- um. Sumir hérna í þorpinu sögðu að þetta væri eins og að éta mink, sem er ekki rétt. Ég gaf einum sem þetta sagði kanínukjöt án þess að hann vissi og hann fattaði það ekki fyrr en ég sagði honum það. Kanínukjöt er borðað um alla Evrópu. Alls staðar nema á Íslandi held ég.” Hef ekki tölu á dráttarvélunum –Það gekk sem sagt ekki að koma kanínukjöti ofan í Ís- lendinga? „Nei en hugmyndin var frekar að nýta skinnin en kjöt- ið. En þá þurftum við að vera með góða skinnaverkun og það gekk ekki. En við prófuð- um þetta af því að þetta kostaði sáralítið í peningum og fyrir- höfn. Þær éta gras og það þarf lítið að eiga við þær. En við keyptum okkur dráttarvél og sláttuvél til að slá gras ofan í kaníurnar. Þetta vatt upp á sig og við keyptum okkur bagga- vél líka. Þá sagði Stjáni að við værum komnir með dráttar- vél, sláttuvél og baggavél, af hverju ekki að vera með nokkrar rollur líka. Í fyrstu vorum við með tíu rollur og þar af einn hrút. Við létum allar gimbrarnar lifa og haust- ið eftir keyptum við níu rollur í viðbót. Núna erum við með 45 rollur og fjóra hesta. Við vitum ekki hvað við erum með margar dráttarvélar.” –Eruð þið að safna þeim? „Stjáni á nokkrar vélar hing- að og þangað um landið sem á bara eftir að ná í. Ég á sjálfur nokkrar vélar. Þetta er fyrir utan það sem fyrirtækið á, en þar eru nokkrar vélar og vöru- bíll.” –Ykkur hefur ekki grunað þegar þið ákváðuð að fara til Íslands og vinna ykkur inn pening að tíu árum síðar ættuð þið 45 rollur, fjóra hesta og fleiri dráttarvélar en þið hafið tölu á? „Heima hlær fólk að okkur. Ég er sveitastrákur og sömuleiðis konan. Hún sagði einhvern tímann að alla sína ævi hafi hún ætlað að komast úr sveitinni og verða borgar- stelpa. Aldrei hafði henni dottið í hug að enda nærri Norðurpólnum og karlinn orð- inn bóndi.”

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.