Bæjarins besta - 18.10.2007, Blaðsíða 1
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk
Fimmtudagur 18. október 2007 · 42. tbl. · 24. árg.
Hermaður,
lærður tam-
búruleikari
og rollubóndi
– rúm tíu ár eru liðin síðan Yordan Yordanov fluttist frá
Búlgaríu til Íslands, og eiginkona hans hefur verið hér ári
skemur. Allan tímann hafa þau verið búsett á Vestfjörðum,
fyrst á Ísafirði og svo í Súðavík. Í fyrstu átti Íslandsdvölin
að standa yfir í stuttan tíma, en eitthvað hefur teigst á
henni og ekkert fararsnið á þeim hjónum. Yordan er aktífur
maður og lætur sitt ekki eftir liggja í litlu samfélagi eins
og því sem er í Súðavík. Hann hefur stofnað þar fyrirtæki
og er orðinn bóndi. Yordan er í viðtali í miðopnu.
Vestfirðing-
um fækkaði
lítillega
Vestfirðingar eru 7.380
talsins samkvæmt áætlun
Hagstofu Íslands um mann-
fjölda miðað við1. októ-
ber sl., og hefur einungis
fækkað um 25 á einu ári.
Ef litið er til einstakra
sveitarfélaga þá hefur
Bolvíkingum fjölgað úr
872 í 916, íbúum Ísafjarð-
arbæjar hefur hins vegar
fækkað úr 4.066 í 3.992
eða um 74. Íbúum Reyk-
hólahrepps fjölgaði úr
239 í 260. Í Tálknafjarð-
arhreppi fjölgar íbúum
verulega, úr 239 í 293.
Íbúum Vesturbyggðar
fjölgar einnig eða úr 936
í 943. Íbúum í Súðavíkur-
hreppi fækkar um 25
manns, úr 235 í 210, Í
Árneshreppi fækkar íbú-
um úr 50 í 46, íbúatala í
Kaldrananeshreppi stend-
ur í stað en íbúum fjölgar
í Bæjarhreppi um sex og
eru þeir nú 107 talsins.
Þá fjölgar íbúum í Stranda-
byggð lítillega, úr 507
manns í 511. Samkvæmt
þessu fjölgar í flestum
byggðum en mesta blóð-
takan er í Ísafjarðarbæ þar
sem fækkunin er 0,35%.
Rétt er að árétta að tölur
fyrir 1. október byggjast
á áætlun og taka ber þær
með varúð þar sem at-
hygli vekur að miðað við
tölur Hagstofu Íslands
um miðársmannfjölda
voru Vestfirðingar 7.519
talsins þann 1. júlí í ár og
hefur því þeim fækkað
um 139 á hálfu ári. Vest-
firðingum fækkaði um
1.283 frá árinu 1997, þeg-
ar þeir voru 8.802 talsins.
140 milljónir í aukaframlag
til vestfirskra sveitarfélaga
Rúmlega 140 milljónir
koma í hlut vestfirskra sveitar-
félaga af 700 milljóna króna
aukaframlagi Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga. Vesturbyggð fær
rúmlega 40 milljónir, Ísafjarð-
arbær tæplega 38 milljónir,
Bolungarvík 17,5 milljónir,
Tálknafjörður fær rúmar 16
milljónir, Reykhólahreppur
tæpar 15 og Strandabyggð átta
milljónir. Þá fær Kaldrananes-
hreppur rúmar sex milljónir,
Súðavík rúmar tvær og Ár-
neshreppur á Ströndum tæpa
hálfa milljón vegna þróunar
útsvarsstofns.
Félagsmálaráðherra ákvað
í samráði við Samband ís-
lenskra sveitarfélaga, að veita
aukaframlag til sveitarfélaga
á árinu 2007. Framlaginu er
ætlað að jafna aðstöðumun
sveitarfélaga sem talin eru í
mestri þörf fyrir sérstakt við-
bótarframlag vegna þróunar í
rekstrarumhverfi þeirra og erf-
iðra ytri aðstæðna.
Á grundvelli viljayfirlýs-
ingar ríkisstjórnar Íslands og
Sambands íslenskra sveitar-
félaga frá 22. mars 2007
nemur þetta tímabundna auka-
framlag 1.400 milljónum
króna á árunum 2007 og 2008.
Framlagið er veitt sveitarfé-
lögum vegna íbúafækkunar,
vegna þróunar útsvarsstofns,
vegna íbúaþróunar auk þess
sem framlag er veitt til sam-
einaðra sveitarfélaga vegna
þróunar útsvarsstofns.
Ísafjarðarbær fær tæplega 38 milljónir í aukaframlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.