Bæjarins besta - 18.10.2007, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 20074
Endilega lítið á heimasíðuna og skoðið úrvalið!
(Hringið og ég kem með þau föt sem þið viljið sjá)
www.gala.is
Sími 588 9925
Glæsilegur fatnaður.
Galakjólar fyrir árs-
hátíðina og jóla-
hlaðborðið!
Vantar þig kjól
fyrir árshátíðina?
Verslunin Emilía verður með
opið hús laugardaginn 20. október nk.
í gamla sláturhúsinu á Þingeyri
frá kl. 13:00 - 17:00.
Glæsilegur kvenfatnaður fyrir öll tækifæri
í stærðum 34-52. Frábær tilboð í gangi!
Hjartanlega velkomin. Kaffi á könnunni!
Sundhöll, hótel, smábátahöfn
og þjónustukjarni á Torfnesrifi
Sundhöll, smábátahöfn,
þjónustukjarni og hótel eru
meðal hugmynda Ísfirðings-
ins Úlfars Ágústssonar um
betri bæ. Hann kynnti hug-
myndir sínar um landfyllingu
fyrir neðan Torfnes í síðustu
sveitarstjórnarkosningum og
síðan hafa margir sýnt þeim
áhuga. Nú hefur arkitektastof-
Frumhugmynd að nýju Torfnesrifi á Ísafirði. Mynd: Arkiteó.
an Arkiteó teiknað upp frum-
hugmynd að nýju Torfnesrifi
eins og sjá má á meðfylgjandi
mynd. „Þetta er allt á frumstigi
og menn hafa sýnt áhuga en
það vantar framkvæmdaað-
ila“, segir Úlfar. Þá hafa menn
einkum sýnt áhuga á höfn fyrir
stærri skemmtibáta sem hafa
lítið rými annars staðar.
„Það væri tilvalið fyrir okk-
ur að bjóða upp á örugga
vörslu fyrir skemmtibáta þar
sem mikið skemmtibátasvæði
er í nágrenni við bæinn eins
og til að mynda við Horn-
strandir. Við erum einnig í
bestu aðstöðu til þess að bjóða
þeim sem eru á leið til Austur-
Grænlands þjónustu, eins og
til dæmis stærri snekkjum.
Vegna staðsetningar okkar og
nálægðar við Grænland væri
það tilvalið að menn alls staðar
úr heiminum gætu komið við
á Ísafirði og sótt þá þjónustu
sem þeir þurfa áður en haldið
er áfram.“
Úlfar telur einna mikilvæg-
ast að koma upp sundlaug.
„Vestfirðingar þurfa alvöru
sundhöll með útiaðstöðu. Ég
er líka sannfærður um að þetta
sé rétta staðsetningin fyrir
sundlaug því að þegar byrjað
verður að leita að hita í firð-
inum munum við hafa kost á
að koma þarna upp baðströnd.
Þá væri einnig hægt að reisa
fimm stjörnu hóteli á rifinu,
en það er það sem þörf er á.
Við þurfum ekki fleiri svefn-
pokapláss heldur hágæða
hótel fyrir þá sem vilja eyða
miklum pening í gistingu.“
Er þetta aðeins brot af hug-
myndum Úlfars en eins og sjá
má á meðfylgjandi mynd er
m.a. gert ráð fyrir lúxusíbúð-
um með útsýni yfir byggðina,
aðkomubryggju fyrir smærri
skemmtiferðaskip og göngu-
stíg meðfram sjónum.
Mikil stemmning var á
Edinborgarhúsinu á Ísa-
firði á föstudaskvöld þegar
blús- og rokkveisla var í
boði tveggja vestfirskra
hljómsveita, Johnny and
the rest frá Patreksfirði og
Heavy Load Men, eða
Þungavigtarmennirnir, frá
Flateyri. Salurinn var þétt-
setinn þegar blús og rokk-
tónarnir hljómuðu. Fyrstir
á svið voru hljómsveitin
Heavy Load Men sem
skipuð er Halldóri Gunn-
ari Pálssyni, Önundi Páls-
syni, Valdimar Olgeirs-
syni, Stefáni Baldurssyni
og Stefáni Jónssyni.
Því næst steig Johnny
and the rest á stokk en
hljómsveitin hefur verið að
hasla sér völl í tónlistar-
bransanum undanfarin tvö
ár. Um helgina voru þeir í
nýuppsettu upptökuveri á
Flateyri við tökur á nýrri
plötu. Á laugardag mun
hljómsveitin á Iceland Air-
waves sem haldin verður í
níunda skipti dagana 17.-
21. október. Johnny and
the rest skipa þeir Bragi
Eiríkur Jónsson, Guð-
mundur Þór Gunnarsson,
Jóhann Jónsson og Hrafn-
kell Már Einarsson.
– thelma@bb.is
Blús- og rokkveisla
í Edinborgarhúsinu
Johnny and the rest heilluðu áhorfendum með
blúsuðum rokktónum í Edinborgarhúsinu.