Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.10.2007, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 18.10.2007, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 20078 STAKKUR SKRIFAR Sprakk á heita vatninu Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefn- um hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Hann er víðar hitinn frá orkufyrirtækjunum en í heitavatnspípunum. Svo heitt var að borgarstjórn Reykjavíkur hélt hitaþrungna fundi um dótturfyrir- tæki Orkuveitu Reykjavíkur. Í ljós kom að stoðir pólitíska meirihlutans í höfuðborginni voru ótraustar og þoldu ekki hitann. Vilhjálmur fyrrum borgarstjóri hefur fengið á sig hvern skellinn öðrum þyngri í síðustu viku og er nú landlaus. Spurning vaknar um meðferð almannafjár og spillingu stjórnmálamanna eða grun þar um. Oft hefur verið haldið fram hér að fjölmiðlar fjalli um póli- tík en gleymi að lang stærsti hópur stjórnmálamanna á Íslandi er ekki á Al- þingi heldur í sveitarstjórnum og fer þar höndum um almannafé og tekur ákvarðanir sem snerta marga með mun beinni hætti en þær sem alþingismenn taka. Sveitarstjórnarmenn eru í frekari hættu en alþingismenn að verða spillingu að bráð. Hagsmunir eru oftast ógnarsmáir, greiðasemi við nágranna og vini, að ráða börn í sumarstarf eða eiginkonur í ræstingu í skólanum. Oft hangir meira á spýtunni, sem látið er viðgangast í fámenni og sést ekki í fjöl- mennari sveitarfélögum, nema kjörnir fullturúar hafi kjark til að vekja á því athygli. Slíkt dæmi er uppi í Kópavogi nú og snertir einnig mun á launum kynjanna. Hvaða rétt hafa fulltrúar almenningsfyrirtækja til að selja athafnamönnum, þótt allra góðra gjalda séu verðir, hluti í fyrirtækjum almennings fyrir hálf- an milljarð svo dæmi sé tekið? Spurningin beinist að kjörnum fulltrúum en ekki athafnamanninum. Þarf nokkurn að undra þótt almenningi hitni í hamsi við tíðindi af sam- runa Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy, sem mun færa fjár- festum tífaldan hagnað. Maðurinn sem augu þjóðarinnar hljóta fyrr eða síðar að beinast að er forstjóri REI, Guðmundur Þóroddsson, er áður stýrði Orkuveitunni. Hann virðist telja sig yfir kjörna fulltrúa hafinn. Treglega gekk að fá hann til að upplýsa um 4 milljarða umfram kostnað við bygg- ingu húss Orkuveitunnar. Þingmenn berjast fyrir fé til jarðgangagerðar víða um land þar sem byggð stendur höllum fæti. Fé til skóla er af skornum skammti og heilbrigðisstofnanir stynja þungan. Líklegur hagnaður athafna- mannsins nemur meira en það kostar að klára Óshlíðargöngin milli Bolung- arvíkur og Ísafjarðar. Sá kostnaður liggur ekki fyrir enn. Spillingin, hverjum sem um er að kenna, varð Sjálfstæðisflokknum að falli í borgarstjórn. Jarðgöngin bíða ákvörðunar um allt land og sá sem ekki virðist hafa hreint mjöl í pokahorninu er enn á sínum stað í borgarstjórninni. Þeir sem sjá fólkið sitt fara af landsbyggðinni skilja ekki milljarðapólitíkina. Halli landsbyggðarinnar eykst á meðan. Samdráttur í bílasölu á Ísafirði Samdráttur hefur orðið á sölu bifreiða á Ísafirði í ár miðað við sama tíma í fyrra. Bergmann Ólafsson, hjá bílasölunni Bílatangi, segir að um 15% samdráttur hafi orðið á sölu nýrra bíla það sem af er ári. „Það er minni hreyfing á þessum tíma árs. Núna er útsölur í fullum gangi í Reykjavík og maður finnur að salan minnkar á þessum tíma árs. Við bjóðum upp á sama verð en erum hins vegar með minna úrval þannig að fólk er mikið að fara suður til að fjárfesta í nýjum bílum.“ Sömu sögu er að segja um notaða bíla, en Bergmann segir að um 10-12% samdrátt sé að ræða í sölu á notuðum bílum. Styrkja endurbætur að Fjarðargötu 5 Veittur verður styrkur að upphæð 220.000 krónur vegna endurbóta á húseigninni Fjarðargötu 5, Þingeyri, þar sem beiðnin fellur að reglum við auglýsingu og sölu/afhendingu gamalla húsa í eigu Ísafjarðarbæjar. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar eftir tillögu Halldór Halldórssonar bæjarstjóra. Bæjarráð fól bæjarstjóra á 545. fundi sínum að kanna hvort beiðni félli að ofangreindum reglum. Veðurstofa Íslands hef- ur útbúið sér veðurkort fyrir Ísafjarðardjúp sem hægt er að nálgast á vef Veðurstofunnar. „Þar sem veðurstöðvar eru mjög þéttar í Djúpinu er erfitt að koma veðurupp- lýsingum vel til skila á vefnum. Þetta eru vita- skuld mjög mikilvægar stöðvar og við ákváðum því að útbúa sérkort sem myndi nýtast heima- mönnum sem eiga ferð um Djúpið“, segir Helgi Borg, verkefnastjóri hjá Veðurstofunni. Um er að ræða staðar- spákort, sem eru sjálf- virkar veðurspár fyrir ákveðna staði, og athug- unarkort sem búin eru til með samtímaathugunum til að gefa sem gleggsta mynd af veðrinu á hverj- um tíma. Er þetta fyrsta sérkortið sem gert er fyrir utan höfuðborgarsvæðið en að sögn Helga eru fleiri í vændum. „Við ætlum að búa til fleiri kort af þessu tagi í framtíðinni og við vonum að heima- menn geti nýtt sér þessa þjónustu.“ Sér veður- kort fyrir Djúpið Grimm framtíðarsaga Rithöfundurinn Eyvindur P. Eiríksson hefur gefið út nýja skáldsögu sem ber heitið Glass. Um er að ræða grimma framtíðarsögu um ofboðs- kennt tæknisamfélag sem er farið úr böndunum. „Vara- samir þættir okkar ofboðs- kennda nútímasamfélags hafa í sögunni þróast óheppilega og samfélagsgerðin er farin úr böndunum með slæmum afleiðingum. M.a. er „The Language“ endanlega orðið opinbert mál fyrirtækja og stjórnsýslu á Íslandi og ís- lenskan lítið annað en skrýtin mállýska, sem tvítyngdur al- menningur notar þó daglegu tali en mjög útlenskuskotna, reyndar algengt í dag“, segir í umsögn um söguna. Að sögn Eyvindar þorði enginn hinna stóru útgefanda að gefa þessa bók út þar sem hún þótti of mikil ádeila. Glass sem er hans sjöunda skáldsaga og að hans eigin sögn sú grimmasta. Hún er skrifuð í Arnardal, Kaup- mannahöfn, La Minerve, og Reykjavík með hléum á árun- um 1990 til 2007. Þess má geta að sagan gerist að hluta til í Arnardal. Eyvindur P. Eiríksson er fæddur 19935 ættaður af Hornströndum og hefur unnið flest til sjós og lands. Lengst af stundaði hann kennslu við háskóla bæði hérlendis og er- lendis. Eftir 1987 hefur hann aðallega stundað ritstörf og sent frá sér meira en 30 skáld- verk. Þá hefur hann unnið með myndlistarmönnum hér heima, í Québec og á Ítalíu. Hann hefur m.a. fengið Laxness- verðlaunin og tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaun- anna. Eyvindur gefur út bókina sjálfur en þess má til gamans geta að kápuna hannaði Erpur Þ. Eyvindarson sem þekktur er sem rappari, en færri vita að hann er lærður margmiðl- unarmaður. – thelma@bb.is Landvernd mælir með jarðgöng- um við vegagerð á Vestfjörðum Landvernd mælir með því að við vegagerð á Vestfjörðum verði í ríkari mæli horft til jarðganga sem valkosts. Með jarðgöngum á milli fjarðarborna mætti víða stytta vegalengdir og bæta um- ferðaröryggi á sama tíma og kom- ið yrði í veg fyrir óþarft umhverf- isrask. Þetta segir í ályktun frá aðalfundi Landverndar. Í Kríunni, riti Landverndar sem kom út um síðustu helgi eru birtar hugmyndir að hugsanlegri veg- gangavæðingu á Vestfjörðum til skoðunar og umræðu. Eru þau flokkuð í forgangsveggöng, veg- göng sem huga beri að síðar, veggöng og vegaframkvæmdir sem komnar eru á framkvæmda- stig og veggöng sem huga hefði mátt betur að áður en ákvarðanir um göng eða vegi voru teknar. Frá þessu var sagt í fréttum ruv.is. – thelma@bb.is Frá Vestfjarðagöngunum.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.