Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.10.2007, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 18.10.2007, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 200712 Óbeisluð fegurð sýnd í Ísafjarðarbíói Heimildarmyndin sem Tina Naccace og Hrafnhildur Gunnarsdóttir tóku upp á Óbeisl- aðri fegurð í apríl verður sýnd í Ísafjarðarbíói 26. október klukkan 20. Myndin sem er 56 mínútna löng sýnir undirbúning keppninnar og hana sjálfa. Myndin er bráðskemmti- leg háðsádeila á fegurðarstaðla nútímanns og tekst vel að koma til skila þeirri einstöku stemningu sem var að kvöldi síðasta vetrardags í Félagsheimilinu Hnífsdal eins og segir í tilkynningu. Hrafnhildur Gunnarsdóttir leikstjóri og þáttakendur verða á staðnum, auk skipuleggenda sem hvetja fólk til að láta þessa mynd ekki fram hjá sér fara. Eignir G7 boðnar upp Eignir verktakafyrirtækisins G7 ehf. í Norðurtangahúsinu við Sundstræti á Ísafirði voru slegnar Íbúðalánasjóði á síðara uppboði sem Sýslumaðurinn á Ísafirði stóð fyrir. Um er að ræða norðurenda hússins, en ekki hafði verið byrjað að breyta því húsnæði í íbúðir eins og til stóð. Um fjórtán eignarhluta var að ræða. Kröfurnar voru frá 5,5 m.kr. uppí 7 m. á hverja eign, eða í heild um 84 m. kr. Íbúðalánasjóður var stærsti kröfuhafinn og bauð 110 til 150 þús. kr. í hverja eign og leysti þannig til sín eignirnar fyrir tæpar 2 milljónir. Bjarni Brynjólfsson hreins- aður af ásökunum um fjársvik Bæjarins besta hefur bor- ist yfirlýsing vegna meið- yrðamáls sem Bjarni Bryn- jólfsson, fv. ritstjóri Séð og Heyrt, höfðaði gegn Elínu G. Ragnarssdóttur fv. fram- kvæmdastjóra Tímaritaút- gáfu Fróða ehf, fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Mál- inu lauk með sátt 28. sept- ember sl. Yfirlýsingin sem bæði Bjarni og Elín undir- rita er svohljóðandi: „Aðilar lýsa því yfir að þeir hafa náð sáttum í meið- yrðamáli sem Bjarni Bryn- jólfsson höfðaði gegn Elínu G. Ragnarsdóttur fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Harma aðilar þann farveg sem málið rataði í á opinberum vettvangi. Engar kærur voru lagðar fram á hendur Bjarna af hálfu Elínar, útgefanda eða skipta- stjóra þrotabús Tímaritaút- gáfu Fróða ehf vegna þeirra atvika sem leiddu til sam- skipta og umfjöllunar sem meiðyrðamálið fjallar um. Ásakanir sem birtust í fjöl- miðlum um meint fjársvik hafa ekki reynst eiga sér stoð.“ Meiðyrðamálið höfðaði Bjarni sl. haust eftir að honum var sagt upp störfum hjá Tíma- ritaútgáfu Fróða í lok maí 2006. Uppsögn hans var í fyrstu sögð vera vegna skipu- lagsbreytinga hjá fyrirtækinu og var hann beðinn um að vinna út uppsagnarfrest sinn en fáeinum dögum síðar komu fram ásakanir á hendur Bjarna um fjársvik og var honum gert að yfirgefa fyrirtækið sama dag. Var fjallað um málið í öll- um helstu fjölmiðlum landsins. Í samtali við BB sagðist Bjarni vera ánægður með þessar málalyktir. „Þetta var leiðindamál sem lýkur nú með því að nafn mitt hefur verið hreinsað. Ég get nú snúið mér að öðru en þessu málavafstri og get upplýst að ég hef verið ráð- inn sem ritstjóri að tímarit- unum Iceland Review og Atlantica hjá Heimi auk þess sem ég mun ritstýra tímaritinu Veiðimaðurinn áfram en það er einnig gefið út af Heimi í samstarfi við Stangaveiðifélag Reykjavíkur.“ Sigríður eignast Jón og Gunnu Sigríður Sigurjónsdótt- ir er orðin aðaleigandi fataverslunarinnar Jón og Gunnu á Ísafirði eftir kaup hennar á helmings- hlut Önnu Guðrúnar Sig- urðardóttur, sem starfað hefur við verslunina um árabil. Um leið og kaupin áttu sér stað, lét Anna Guðrún af störfum fyrir fyrirtækið. „Þetta leggst ágætlega í mig enda er ég með gott starfsfólk og trygga við- skiptavini“, segir Sigríð- ur. Aðspurð segir hún að ekki sé við búast neinum breytingum þótt hún haldi nú ein um stjórntaumana. „Ekki neinar stórvægi- legar breytingar a.m.k. Búðin verður rekin með svipuðu sniði þar sem við reynum að leggja áherslu á góða þjónustu, gott við- mót og gott úrval fyrir breiðan aldurshóp bæði karla og kvenna.“ Jón og Gunna hefur fyrir löngu fest sig í sessi hjá Ísfirðingum en versl- unin fagnar 20 ára afmæli á næsta ári. Lengi vel var verslunin til húsa í versl- unarmiðstöðinni Ljóninu á Ísafirði en fluttist í mið- bæ Ísafjarðar árið 2002. – thelma@bb.is Niðurstöður rannsókna á náttúrufari á landi Hvestu í Arnarfirði og á Söndum í Dýrafirði sýna að ekkert er því til fyrirstöðu að olíuhrein- sistöð geti risið á öðrum hvorum staðnum. Að því er fram kom í fréttum Svæðisút- varpsins er búist við að Sigl- ingastofnun skili skýrslu vegna rannsókna á fjörðunum sjálf- um á næstu dögum. Haft var eftir Aðalsteini Óskarssyni, framkvæmdastjóra Fjórð- ungssambands Vestfirðinga, að þá muni skýrast enn frekar hvort olíuhreinsistöð sé ákjós- anlegur kostur á Vestfjörðum. Náttúrustofu Vestfjarða var falið að kanna fuglalíf, forn- leifar og gróðurfar á Hólum og Söndum í Dýrafirði og Hvestu í Arnarfirði vegna hugsanlegrar staðsetningar olíuhreinsistöðvar. Þá var fiskgengd í tveimur ám á jörð- unum skoðuð sérstaklega. Segir í útdrætti Náttúrustofu að beiðnin hafi komið um miðjan júlí og of seint hafi verið að gera nákvæmt mat á fuglalífi en aðalheimildar- menn voru ábúendurnir á um- ræddum jörðum. Í skýrslunni kemur fram um 800 hreiður hafi verið í æðar- varpi við Hólalón í Dýrafirði í sumar. Þá hafi sést nokkrar tegundir fugla á válista við Sanda. Æðarvarp er við svo- kallaða Króka í Arnarfirði og voru þar um 130 hreiður í ár. Þá hefur fálki með unga sést í Hringsdal, sem er næsti dalur við Hvestu. Ekki eru þekktir varpstaðir í Hvestudal svo vitað sé samkvæmt greinagerð með skýrslunni. Í skýrslu um gróðurfar segir að tvær tegundir hafi fundist á Söndum sem séu fremur sjaldgæfar, tjónubrúsi og fölvastör. Ein fremur sjaldgæf tegund fannst í Hvestu, strand- sauðlaukur. – thelma@bb.is Aðalsteinn Óskarsson. Ekkert til fyrirstöðu að olíuhreinsi- stöð geti risið á Hvestu eða á Söndum Þörf er á a.m.k. 30 rúma hjúkrunarheimili á norðan- verðum Vestfjörðum að mati bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Fyrir tæpu ári síðan tilkynnti þáverandi heilbrigðisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, ákvörðun um byggingu 10 rúma hjúkr- unarheimilis í Ísafjarðarbæ, en það var liður í áætlun 174 nýrra hjúkrunarrýma á næstu fjórum árum, til viðbótar þeim hjúkrunarrýmum sem heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hafði áður áætlað að byggja. Bæjaryfirvöld í Ísafjarðar- bæ segja byggingu hjúkrun- arheimilis vera stórt átak sem vinna þurfi í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. „Óskað er eftir góðu samstarfi við heil- brigðisráðuneytið og fjárlaga- nefnd Alþingis um þetta verk- efni“, segir í erindi Ísafjarðar- bæjar til fjárlaganefndar. Eins og greint hefur verið frá var ákvörðun um viðbót- arframlag til uppbyggingar hjúkrunarrýma tekin í fyrra, sem er í samræmi við tillögur nefndar stjórnvalda og fulltrúa aldraðra sem kynntar voru í júlí 2006. Samkvæmt því er veitt 1,3 milljörðum króna til byggingar nýrra hjúkrunar- rýma og einnig er framkvæm- dasjóði aldraðra tryggt aukið fé til frambúðar þar sem hætt verður að nýta fé úr sjóðnum. Þörf á 30 rúma hjúkrunarheimili Ekkert hjúkrunarheimili er á norðanverðum Vestfjörðum heldur smærri stofnanir á nokkrum stöðum. Myndin er af Hlíf, íbúðum aldraða á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.