Bæjarins besta - 18.10.2007, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 19
Sælkeri vikunnar er Steinþór Guðmundsson á Ísafirði
Sænskur kjúklingaréttur
Horfur á föstudag: Suðlæg átt og rigning með
köflum, en úrkomulítið fyrir norðan. Milt veður.
Horfur á laugardag: Suðlæg átt og rigning með
köflum, en úrkomulítið fyrir norðan. Milt veður.
Horfur á sunnudag: Suðlæg átt og rigning með
köflum, en úrkomulítið fyrir norðan. Milt veður.
HelgarveðriðFuni: „Huga þarf að öryggi utan stöðvarhússins“Í hættumati sem Veðurstofa Íslands gerði vegna ofanflóða fyrir svæði umhverfis þéttbýlið
á Ísafirði kemur fram að varnarfleygurinn sem ver sorpbrennslustöðina Funa sé nægileg
aðgerð til þess að áhætta í húsinu svari til þess að það sé á hættusvæði B. Á slíku svæði
er heimilt að reisa hús fyrir atvinnustarfsemi. „Varnarfleygurinn hefur sýnt gildi sitt með
ótvíræðum hætti nokkrum sinnum og komið í veg fyrir tjón á byggingunni með því að
bægja frá flóðum sem ella hefðu lent á henni. Þrátt fyrir þetta þarf að huga að öryggi
þegar unnið er utan stöðvarhússins þar sem fleygurinn veitir mjög staðbundna vörn.“
Lengi er hægt að gramsa í stórri fatahrúgunni.
merkilegt. Það hefur þá kann-
ski verið að leita að þessum
tiltekna hlut eða húsgagni í
mörg ár. Smekkur fólks er
auðvitað svo mismunandi og
það sem einum finnst vera
drasl er gull og gersemar í
augum annarra. Við erum svo
ólík, sem betur fer, og það er
það sem gerir svona flóamark-
aði svo skemmtilega.
Hingað kemur stundum
fólk að leita að einhverju sem
það hefur verið á höttunum
eftir í mörg ár. Það fer kannski
reglulega flóamarkaði og í
Kolaportið að leita að hlutn-
um“, segir Gísli.
Hér viðurkennir blaðamað-
ur að vera sjálfur fló í eðli
sínu, hann hafi til dæmis
glaðst mikið þegar hann fann
bók númer 26 um Ísfólkið á
50 krónur í Kolaportinu fyrir
nokkru, enda sú með eindæm-
um vandfundin.
„Flær leynast víða og marg-
ir sakna markaðarins þegar við
stöndum okkur ekki nógu vel
að hafa markaðinn opinn“,
segir Ingibjörg. „En þetta er
auðvitað allt unnið í sjálfboða-
vinnu og ef við höfum ekki
tíma til þess að hafa markað-
inn opinn verður bara að hafa
það.“
Þau hjónin segjast nú heim-
sækja flóamarkaði þegar þau
eru á ferðalögum erlendis. Þau
hafa meðal annars skoðað
flóamarkaði í Kaupmanna-
höfn, Las Vegas og París.
„Það var æðislegt að skoða
markaði í París en í Las Vegas
var markaðurinn í svo miklu
„gettói“ að enginn leigubíl-
stjóri fékkst til að koma að
sækja okkur“, segir Gísli.
Aðspurður um skemmtileg
atvik segist Gísli sérstaklega
muna eftir einni sendingu af
dóti sem JCI fékk gefins.
„Við vorum beðin um að
koma og sækja mikinn stafla
af dóti heim til konu einnar á
Ísafirði, þarna voru húsgögn,
bækur og ýmislegt smálegt.
Ofan í einum kassanum fund-
um við hins vegar hluti sem
áttu greinilega ekki að fara til
okkar, ástarbréf, einkunna-
spjöld og fleira. Við hringdum
því í konuna og létum hana
vita. Hún varð ósköp glöð að
fá bréfin sín aftur.“
En hvað ætli svona starf-
semi velti miklu?
„Ætli meðaltalið sé ekki
svona 10-20.000 krónur í
hvert skipti sem við höfum
opið. Mest græðum við á því
að selja húsgögnin, en við
hvetjum fólk sem hingað
kemur eindregið til þess að
fara yfir á Húsgagnaloft til
Grétars að kaupa sér nýjar
mubblur og láta okkur fá þær
gömlu“, segir Ingibjörg hlæj-
andi. „Þannig græða allir.“
– tinna@bb.is
Glös, diskar, amboð og ýmis smærri og stærri búsáhöld fylla hillur.
Sælkeri vikunnar deilir með
lesendum BB rétti sem gengið
hefur í gegnum kynslóðir hjá
eiginkonu hans sem er frá
Svíþjóð. Steinþór bendir á að
hægt er að skipta kjúklingnum
í réttinum út fyrir fisk og/eða
rækjur ef fólk kýs. Rétturinn
er borinn fram með hrísgrjón-
um, salthnetum, kókosmjöli
og niðursoðnum mandarín-
um. Þá er einnig gott að hafa
salat sem meðlæti ef fólk vill.
Sænsku kjúklingaréttur
1 grillaður kjúklingur
2 græn epli
2 gulir laukar
5 dl kjötsoð með nautakrafti
2 dl rjómi
4-6 msk karrý
1tsk salt
¼ timjan
4 hvítlauksrif
1 dós niðursoðnir tómatar
Takið kjarnann úr eplunum
en skiljið hýðið eftir á og sker-
ið niður í bita á stærð við
sykurmola. Takið laukinn og
skerið í niður í bita og steikið
á ásamt eplunum á pönnu þar
til mjúkt. Setjið kjötsoðið í
pott og hitið og hellið síðan
lauknum og eplunum út í. Úr-
beinið kjúklinginn en hafið
skinnið enn á og rífið niður í
bita út í pottinn. Hrærið krydd-
ið út í rjómann og hellið síðan
út í pottinn. Rétt áður en rétt-
urinn er borinn fram eru nið-
ursoðnu tómatarnir settir út í
svo þeir haldist heilir.
Ég skora á Eddu Björk
Magnúsdóttur í Ytri-Hjarðar-
dal í Dýrafirði að verða næsti
sælkeri vikunnar.
Ísfirski tónlistarmaðurinn
Baldur Geirmundsson varð
sjötugur á mánudag. Meðal
afmælisgjafa sem hann hefur
fengið í dag er heimasíða synir
hans og fjölskyldur færðu
honum. Þar er að finna ótal
myndir frá 50 ára sögu hljóm-
sveitarinnar BG, skemmtileg-
ar sögur, blaðagreinar, BG lög
og textar, myndband og fl.
Synir Baldurs söfnuðu saman
myndum, sögum og fleira efni
sem er á síðunni. Vefhönnuð-
ur er sonarsonur og nafni
Baldurs, Baldur Páll Hólm-
geirsson.
„Nú eru 50 ár liðin frá því
Baldur Geirmundsson stofn-
aði sína fyrstu hljómsveit,
undir nafni BG þótt hann hafi
trúlega verið byrjaður að spila
á nikkuna töluvert fyrr á sam-
komum og böllum“, segir á
heimasíðunni.
Baldur Björn Geirmunds-
son fæddist að Látrum í Aðal-
vík 15.október 1937. Foreldr-
ar voru Regína Guðmunda
Sigurðardóttir frá Látrum og
Geirmundur Júlíusson frá
Atlastöðum í Fljótavík, sem
bæði eru látin. Börn þeirra
urðu sjö, sex synir og ein dótt-
ir. Halldór, Gunnar, Sigurlíni,
Helgi, Ásta, Baldur og Karl.
Fékk heimasíðu
í afmælisgjöf