Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.10.2007, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 18.10.2007, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 7 Snjóflóðahætta á stóru svæði í Tungudal Veðurstofa Íslands hefur unnið hættumat vegna ofan- flóða fyrir svæði umhverfis þéttbýlið á Ísafirði. Svæðin sem um ræðir eru Seljalands- hverfi og Tunguskeið, eftir byggingu varnarmannvirkja á Seljalandsmúla, og hættumat fyrir Tungudal, Dagverðardal og Innri-Kirkjubólshlíð. Sam- kvæmt hættumatinu er snjó- flóðahætta á stóru svæði í Tungudal, einkum í og við farveg stóra flóðsins úr Selja- landshlíð 1994 og í Selja- landshverfi. Sumarbústaða- hverfið í Tungudal er allt á hættusvæði C og nokkur hús í Seljalandshverfi eru á hættu- svæðum B og A. Hættan er þó mjög mismikil. Líkanreikn- ingar benda til að hætta sé tiltölulega lítil á allstórum svæðum utan og innan við tungu snjóflóðsins 1994 þar sem snjóflóð eru ólíkleg til þess að ná fram af brún Selja- landsdals. Skíðaskáli á Harð- arskálaflöt á Seljalandsdal er talinn utan hættusvæða. Í hættumatinu segir að Seljalandshverfi hafi verið varið með varnargarði og keil- um sem draga mikið úr snjó- flóðahættu í byggðinni þar fyrir neðan. Mesta breyting á legu hættumatslína undir garð- inum er innst í tungunni niður yfir Seljalandshverfi og svæð- ið þar neðan við í eldra hættu- mati, nærri Bræðratungu. Þar benda tvívíðu líkanreikning- arnir til þess að eldra hættumat frá 2002 geri ráð fyrir full- mikilli útbreiðslu flóða til vesturs, eins og fyrr var nefnt. Breyting í legu hættumatslína á þessu svæði stafar bæði af því að líkanreikningar gefa nú til kynna að snjóflóðahætta sé minni á þessum stað en skv. eldra hættumati og einnig af áhrifum varnargarðsins. Hætta í innanverðum Tungu- dal og í Dagverðardal er miklu minni en á svæðum þar sem hættu gætir frá stóru upptaka- svæðunum í Seljalandshlíð. Snjósöfnun í hugsanleg upp- takasvæði þar er fremur lítil og hættumatslínur liggja því mun nær hlíðinni en undir Seljalandshlíð. Á slíkum svæð- um er hættumat erfitt og óvissa mikil. Ekki er byggð á hættusvæðunum, sem af- mörkuð hafa verið á þessum hluta hættumetna svæðisins, að frátöldum skíðaskálanum í Tungudal sem er talinn á hættu- svæði A. Þrátt fyrir að ekki sé mikil byggð á hættumetna svæðinu undir Innri-Kirkjubólshlíð er þar starfsemi sem er mikilvæg fyrir Ísafjarðarbæ og nágranna- sveitarfélög. Byggingar á Ísafjarðarflugvelli eru á hættu- svæði C og þarf þar að huga sérstaklega að viðbrögðum vegna þess að búast má við miklum mannsöfnuði þar. Hættumatslínur í Skutulsfirði. Afmörkuð eru þrjú hættusvæði, A, B og C. Ofan rauðu línunnar er hættusvæði C, en þar eru engar nýbyggingar leyfðar, nema viðvera sé mjög lítil. Á hættusvæðum A og B eru nýbyggingar háðar ýmsum skilyrðum. Kjarnafjölskyldum fjölgar í Ísafjarðarbæ Kjarnafjölskyldum fjölgar lítillega í Ísafjarðarbæ, eða um 0,02% frá 2002 til 2006. Árið 2002 voru 991 kjarnafjölskylda skráð í Ísafjarðarbæ en voru 1009 í fyrra samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Frá árinu 1999 teljast til kjarnafjölskyldu hjón og fólk í óvígðri sambúð, börn hjá þeim 17 ára og yngri, einhleypir karlar og konur, sem búa með börnum 17 ára og yngri. Börn 18 ára og eldri, sem búa með foreldrum sínum, teljast ekki til kjarnafjölskyldu og sama gildir um ein- hleypa sem búa með börnum sínum 18 ára og eldri. Í Bolungarvík fækkar þeim úr 248 árið 2002 niður í 231 í fyrra. Í Súðavík fjölgar um eina kjarnafjölskyldu á þessu tímabili, úr 54 í 55. Háskólasetur Vestfjarða kynnti í síðustu viku framtíð- arsýn sína sem starfsmenn set- ursins hafa unnið að undan- farið. Þar kemur fram að stefnt er að því að bjóða upp á fimm námsleiðir þ.e. nám á meist- arastigi, sérhæfðar námsleiðir kenndar á ensku, nám í þriggja vikna lotum, nám í samstarfi við aðra háskóla og háskóla Hafsins. „Á hverri námsleið stunda 15-20 námsmenn nám. Fimm námsleiðir á árinu 2011 væru 80-100 heilsársnemar á fram- haldsstigi. Við þetta bætast nemendur í sumarnámskeið- um.“ Kennsla í frumgreina- námi hefst við Háskólasetur Vestfjarða í janúar á næsta ári. Frumgreinanám er einkum ætlað Vestfirðingum sem ekki hafa stúdentspróf en vilja komast í háskólanám. Háskólasetur Vestfjarða hyggst einbeita sér að mál- efnum hafsins og strandsvæða almennt. Kennsla tengd haf- rannsóknum, loftlagsmæling- um, hafstraumarannsóknum og umhverfisrannsóknum á sviði hafs og strandsvæða verða meðal sviða sem Há- skólasetur sérhæfir sig í. Allt staðbundið nám við Háskóla- setur Vestfjarða verður í 3ja vikna lotum. Það gefur mikla möguleika á að nemendur geti tekið þátt í stökum námsleið- um sem sérstaklega vekja áhuga þeirra. Þetta getur hent- að vel til dæmis fyrir skipti- nám eða endurmenntun. „Með öflugri uppbyggingu háskólasamfélags á Vestfjörð- um gefst einstakt tækifæri til að auka lífsgæði í vestfirsku samfélagi til framtíðar. Há- skólasamfélag þýðir aukin lífsgæði til handa einstakling- unum sem fá þar aukna þekk- ingu, háskólasamfélag þýðir einnig aukna þekkingu innan fyrirtækja sem eykur arðsemi þeirra og opnar þeim fleiri tækifæri. Beinar tengingar við háskóla um allan heim, koma nemenda og þátttaka þeirra í samfélagi okkar, menningu og atvinnulífi opnar fjölmargar dyr. Alþjóðlegt háskólasam- félag opnar Vestfirðingum heiminn“, segir í framtíðarsýn Háskólaseturs Vestfjarða. – gunnaratli@bb.is Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða á kynningarfundinum. „Alþjóðlegt háskólasamfélag opnar Vestfirðingum heiminn“ Mæla með Sveinfríði Fræðslunefnd Ísafjarð- arbæjar mælir með Svein- fríði Olgu Veturliðadóttur í starf skólastjóra við Grunnskólann á Ísafirði. Tvær umsóknir bárust um stöðuna, frá Jónu Bene- diktsdóttur og Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur sem báðar eru búsettar á Ísa- firði. Jóna er fyrrum aðstoðarskólastjóri GÍ og Sveinfríður Olga var deild- arstjóri og aðstoðarskóla- stjóri í Borgarskóla í Grafarvogi áður en hún hóf störf sem kennari við Grunnskólann á Ísafirði í haust. Fræðslunefnd taldi báða umsækjendurna vera mjög hæfa. Bæjarstjórn mun taka endanlega ákvörðun um hver hreppir starfið. Eins og greint hefur frá hefur Skarphéðinn Jóns- son, skólastjóri grunn- skólans á Ísafirði, ákveðið að flytja búferlum til Álfta- ness. Hann þótti hæfastur af yfir 20 umsækjendum um stöðu forstöðumanns velferðar- og skólaþjón- ustu á Álftanesi.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.