Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.10.2007, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 18.10.2007, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 200714 Vel mætt á stofnfund Púkanna Stofnfundur Bifhjólaklúbbs Vestfjarða, Púkanna, fór fram í síðustu viku. Um þrjátíu manns mættu til fundarins og var kosið í fimm manna stjórn. „Fund- urinn var vel sóttur og stofnfélagar tæplega þrjátíu. Næstu verkefni eru að gera heimasíðu og halda stjórnarfund til að leggja línurnar fyrir veturinn.“, segir Marzellíus Sveinbjörnsson, nýkjörinn formaður klúbbsins. Aðrir stjórnarmenn eru Gareth Rendall, Birgir Örn Sigurjónsson, Hagbarður Marinósson, og Kristján Sigurðsson. Á myndinni er hin nýkjörna stjórn. Mugison með nýja plötu sem á eftir að koma á óvart Ísfirski hafnarstjórasonur- inn og poppstjarnan Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison, stefnir að því að gefa út sína þriðju sólóplötu í þessari viku. „Það er markmiðið en ég lofa ekki að það takist því það er svo margt sem þarf að gerast til að það takist. En það verður í þessari viku eða næstu“, segir Mugison og bætir við að á plötunni séu 12 splunkuný lög beint úr ofninum. Platan ber nafnið Mugiboogie og er að mestu tekin upp í einkastúdíói tón- listarmannsins í Súðavík. Aðspurður hvort hún sé eitthvað í líkingu við þær tvær fyrri segist Mugi- son halda að diskurinn muni koma fólki mjög mikið á óvart. „Þetta eru miklu stærri lög, ef hægt er að mæla lög eftir stærð þá eru þessi XXL miðað við hinar plöturnar. Það er líka miklu meiri keyrsla á þessari plötu, þetta er alveg fimmti gírinn.“ Mugi- boogie var tvö ár í vinnslu en á þeim tíma gerði Mugison tónlistina fyrir tvær bíómyndir Little Trip to Heaven og Mýr- ina. Áður hefur Mugison gefið út plöturnar Lonely Mountain árið 2003 og Mugimama, Is This Monkey Music 2005. Hljóðfæraleikarar á plötunni eru þeir Arn- ar Geir Ómarsson og Guðni Finnsson úr hljómsveitinni Dr. Spock sem sjá um tromm- ur og bassa, Davíð Þór Jóns- son á hammond og píanó og Pétur Ben á gítar. Stefnan er að kynna plötuna á hringferð um landið í nóv- ember og stefnt er á útgáfutón- leikana í Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann 1. nóvember. „Það væri næs ef fólk vildi taka daginn frá því það mættu nefnilega svo fáir á síð- ustu útgáfutónleika á Ísafirði. Engar af- sakanir núna ef fólk ætlar að geta horft framan í mig þegar það hittir mig í bakaríinu.“ Þá er einnig í deiglunni halda tónleika í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi og Danmörku. „Það eru ekki beint útgáfutónleikar heldur bara til að minna á mig og kynna þetta aðeins fyrir út- landinu því ég er búinn að vera svo latur við að spila þar. Ég tók mér frí frá tónleikum á meðan ég var að vinna plöt- una, fyrir utan nokkur góð- gerðargigg, en ég var búinn að bóka nokkur gigg í útlönd- um.“ – thelma@bb.is Arnar Guðmundsson í viðtali við kynni þáttarins, Unni Birnu Vilhjálmsdóttur, alheimsfegurðardrottningu. Fjöldi manns var samankominn í Einarshúsi. Leitin að nýjum rokksöngvurum af báðum kynjum fyrir Bandið hans Bubba, nýjan tónlistar- og skemmti- þátt Bubba Morthens hófst í Bolungarvík í síðustu viku. Tveir komust áfram í prufunum en þeir eru báðir Bolvíkingar, Birgir Olgeirsson og Einar Örn Konráðsson. Fjöldi manns var samankominn í Einarshúsi í Bolungar- vík þar sem tökur stóðu yfir frá kl. 19:30–23. Eftir að prufunum lauk endaði Bubbi kvöldið á nokkrum vel völdum lögum við góðar undirtektir viðstaddra. Tveir komust áfram í „Bandinu hans Bubba“

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.