Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.10.2007, Blaðsíða 18

Bæjarins besta - 18.10.2007, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 200718 Mannlífið Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Smáauglýsingar Vátryggingar Ísafjarðarbæjar boðnar út Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að undirbúa útboð á tryggingum Ísafjarðarbæjar, þar sem samningar við Vátryggingarfélag Íslands eru lausir um komandi áramót. Í bréfi sem Sjóvá Almennar hefur sent bæjaryfirvöldum er óskað eftir því að félagið fái að gera tilboð í vátryggingar sveitarfélagsins. „Ekki þarf að fjölyrða um nauðsyn þess að vátryggingarmál sveitarfélaga séu tekin til reglulegrar endurskoðunar. Þarfirnar breytast og líkur eru á að aukin samkeppni á vátrygg- ingarmarkaði geti leitt til lækkunar iðgjalda“, segir í bréfi Sjóvá. Sófasett, hillusamstæður og þrekhjól er meðal þess sem má finna á markaðinum. „Flær leynast víða“ Á efri hæðinni í verslunar- miðstöðinni Ljóninu á Ísafirði er flóamarkaður JCI Vestfirðir til húsa. Á markaðinum kennir ýmissa grasa, þar má finna sófa, rúmgafla, náttborð og fleiri húsgögn af öllum stærð- um og gerðum. Glös, diskar og annar húsbúnaður fyllir hillur sem eru meðfram öðrum vegg verslunarrýmisins. Fyrir miðju er hilla með skóm og í hinum endanum er fatahengi með allskyns yfirhöfnum; plastjakkar með hlébarða- munstri og Álafossúlpur kúra þar hlið við hlið. Á borði er haugur af fötum. Blaðamaður rekur strax augun í bleika lopapeysu með gullþræði og tekur hana traustataki. Rauðar gallabuxur heilla minna og fá að liggja áfram á borðinu. Tugir handtaska hanga á snaga og staflar af bókum standa í hillum. Þar má sjá titla eins og Nancy Drew og skakki strompurinn, Ástir piparsvein- sins og Grænmeti og ber allt árið. Flóamarkaðurinn var á sín- um tíma settur á fót í fjáröfl- unarskyni fyrir JCI Vestfirði. „Við vorum að safna fyrir ferð á heimsþing JCI Inter- national, sem haldið var í Las Vegas árið 2002“, segir Gísli Elís Úlfarsson, félagi í JCI Vestfirðir. Hann segir mark- aðinn hafa gengið svo vel að ákveðið hafi verið að halda honum áfram, enda sé ýmis- legt sem félagið þarf að safna fyrir, svo sem ferðum til Reykja- víkur á ræðukeppnir og ferð- um leiðbeinenda til Vest- fjarða. „Öll önnur JCI félög á Ís- landi eru staðsett á suðvestur- horninu þannig að við þurfum að eiga fyrir ferðakostnaði bara til að geta sinnt okkar félagsstarfi“, segir Ingibjörg. „Auk þess tökum við líka þátt í alþjóðastarfi JCI.“ „Framtakið hefur vakið at- hygli annarra JCI samtaka, bæði á Íslandi og erlendis“, segir Gísli. Hann og kona hans, Ingibjörg Sólveig Guð- mundsdóttir, eru að vinna á markaðinum þegar blaða- mann ber að garði. Þennan daginn afgreiðir Ingibjörg að mestu á meðan Gísli raðar húsgögnum til að rýma til fyrir nýjum. Sonur þeirra hjóna fær að hjálpa til og virðist una sér vel innan um alla skrítnu og skemmtilegu hlutina á mark- aðinum. „Við sækjum gjarna hús- gögn og dót heim til fólks sem vill losna við það, en fólk- ið getur líka komið hingað með dótið“, segir Gísli og bæt- ir því við að ef mikið safnist af fyrirferðamiklum hlutum geymi þau þá í bílskúrnum hjá sér eða annars staðar þar sem er laust pláss. „Hingað kemur fólk af öll- um stigum samfélagsins, út- lendingar jafnt sem Íslending- ar. Fólk hefur byrjað búskap sinn nær eingöngu með hús- gögn af flóamarkaðinum“, segir Ingibjörg. „Ég nefni það oft og mér finnst það mjög sniðugt, að hingað kemur fólk með dót sem það ætlar jafnvel að henda, svo fráleitt þykir því að einhver vilji taka við því. Við tökum auðvitað við öllu nýtilegu, en fitjum stundum upp á nefið yfir einhverju sem okkur þykir hálf ósmekklegt eða skrítið. Síðan kemur hing- að fólk sem fellur alveg í stafi yfir því sem okkur finnst ekki Töskur og bakpokar af öllum stærðum og gerðum. Spurning vikunnar Lest þú oft blogg- síður á netinu? Alls svöruðu 574. Já sögðu 160 eða 28% Stundum sögðu 175 eða 30% Sjaldan sögðu 146 eða 25% Aldrei sögðu 93 eða 17% Þann 22. október verður Ingibjörg Friðbertsdóttir 70 ára. Af því tilefni langar eiginmanni hennar og fjölskyldu að bjóða vinum og vandamönnum að gleðjast með henni í Verkalýðshúsi Súgfirðinga laugardaginn 20. október kl. 20:00. Afmæli Til sölu er stofuskápur. Fæst á góðu verði. Upplýsingar í síma 892 4818 eða 456 3814. Lítil stúdíóíbúð leigist í eina eða fleiri nætur, kr. 5000 nóttin fyrir tvo með uppábúnu rúmi og handklæði. Aukadýna fyrir börn. Uppl. gefur Vala í síma 696 0439. Einn góður fyrir veturinn! Til sölu er Subaru Legacy 2,0 GL árg. 06/99, beinskiptur, dráttar- krókur, ekinn 131 þús. km. Sumar- og vetrardekk á felgum. Skoðun 08. Bíll í góðu standi. Uppl. í símum 892 0632 eða 456 4261. Ti sölu eru fjögur nagladekk í stærðinni 235/75 R15. Uppl. í síma 893 4546. Til sölu er einbýlishúsið að Bakkavegi 29 í Hnífsdal. Nán- ari upplýsingar fást á www.123. is/bakkavegur og á netfanginu hulda.haf@hotmail.com. Í hæfingarstöðinni Hvestu fer fram framleiðsla á kertum og okkur vantar hráefni. Ef þú átt aflögu kertastubba eða brotin kerti, þá tökum við á móti slíku í endurvinnslunni frá kl. 13-16 alla virka daga. Starfsólk og leiðbeinendur. Súpukvöld kvennadeildar SVFÍ hafa verið endurvakin. Á morg- un kl. 18:30 mætum við í Guð- mundarbúð með fallegu sjölin okkar, sem verður þema kvöld- sins. Par með tvö börn óska eftir íbúð á Ísafirði til leigu frá og með 15. desember. Reglusemi heitið. Upplýsingar í síma 849 8699.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.