Bæjarins besta - 18.10.2007, Blaðsíða 20
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk
bb.is – fjölsóttasti vestfirski vefurinn
Sameining til eflingar og fram-
fara fyrir Sparisjóð Vestfirðinga
Samrunaáætlun við Spari-
sjóðinn í Keflavík og Spari-
sjóð Húnaþings og Stranda
leggst vel í stofnfjáraðila í
Sparisjóði Vestfirðina að sögn
Angantýs Jónassonar, spari-
sjóðsstjóra. Á fundi stofnfjár-
aðilanna sem haldinn var á
Þingeyri í síðustu viku var sam-
þykkt að auka stofnfé sjóðs-
ins. „Sú tilfinning sem ég fékk
var að stofnfjáraðilarnir væru
ánægðir með samrunaáætlun-
ina og teldu það vera til efl-
ingar og framfara fyrir spari-
sjóðinn að sameinast.“
Gert er ráð fyrir að stofnfé
sparisjóðanna þriggja verði
aukið í 5,7 milljarða króna í
tengslum við sameininguna.
Eigið fé sameinaðs sjóðs mun
nema um 21 milljarði króna
og telja forsvarsmenn sjóð-
anna ljóst að með sameining-
unni geti sjóðirnir sinnt enn
stærri verkefnum og eflt þjón-
ustu við viðskiptavini sína.
Angantýr segir næsta skref
vera að vinna í útboðslýsingu
og undirbúa áskriftartímabil
fyrir stofnfjáraðila sem muni
standa yfir í ákveðinn tíma.
Að því loknu verður samrun-
inn lagður endanlega fyrir
stofnfjáreigendur. Stefnt er að
því að sameiningin eigi sér
stað fyrir nóvemberlok en
samningaviðræður sparisjóð-
anna þriggja hafa staðið yfir
síðan í sumar.
Sparisjóður Vestfirðinga
var stofnaður árið 2001 með
sameiningu fjögurra spari-
sjóða.
– thelma@bb.is
Útibú Sparisjóðs
Vestfirðinga á Ísafirði.
Steingrímur Einarsson, for-
maður stjórnar skíðasvæðis
Ísafjarðarbæjar, segir skíða-
svæðið þurfa 100 milljónir í
„fyrstu lotu“ fyrir þær fram-
kvæmdir sem framundan eru
á svæðinu. Ekki er komið á
hreint nákvæmlega hversu
mikið fjármagn fæst, en beðið
sé eftir ríkisvaldinu í þeim efn-
um. „Vinnan er nú bara rétt
að byrja hjá okkur, ekki komið
af stað almennilega. En það
sem er mikilvægt í þessu er
það að við setjum okkur fram-
tíðasýn, því það er ljóst að
það eru miklar framkvæmdir
framundan.“
Á fundi stjórnar skíðasvæð-
isins í síðustu viku var rætt
um þær framkvæmdir sem
fara þarf í á Skíðasvæðinu,
tækja- og búnaðarkaup, upp-
byggingu o.fl. „Nefndin telur
að nauðsynlegt sé að for-
gangsraða væntanlegum verk-
efnum og kostnaðargreina
þau. Stofnkostnaður er mikill
og þarf að tryggja stofnfé.
Rætt um mikilvægi þess að
farið verði í stefnumótunar-
vinnu.“
Á fundinum var einnig rætt
um sérstök skíðahlið sem ætl-
að er að bæta aðsókn að skíða-
svæðinu. „Rætt var um skíða-
hlið (Ski-Data), sem sett yrðu
við upphafsstöðvar skíða-
lyftna. Nefndin stefnir að því
að kaupa skíðahlið þegar á
þessu ári ef rekstrarafgangur
verður af rekstri ársins.“ Skíðasvæðið í Tungudal.
Skíðasvæði Ísfirðinga þarf 100 milljónir
Gert er ráð fyrir að kostn-
aður við endurbætur á göml-
um húsum í eigu Ísafjarðar-
bæjar nemi um 40 milljón-
um króna á næsta ári. Ísa-
fjarðarbær státar af fjölda
friðaðra húsa en kostnaður
vegna þeirra eykst ár frá ári.
„Þrátt fyrir góðan vilja
ræður Húsafriðunarnefnd
ekki við að styrkja öll þau
verkefni sem nauðsynlegt er
að styrkja. Til að geta sinnt
þessum verkefnum vantar
aukið framlag til húsafrið-
unarsjóðs eða sérstakt fram-
lag til Ísafjarðarbæjar vegna
gamalla húsa“, segir í erindi
bæjaryfirvalda til fjárlaga-
nefndar Alþingis. Þar kemur
fram að húsin séu stolt bæj-
arins og aðdráttarafl og þess
vegna sé lagður metnaður í
að halda þeim eins vel við
og kostur er. Samt þurfi að
gera mikið betur.
Sex hús eru í endurgerð
hjá Ísafjarðarbæ, annað
hvort í samstarfi við aðra
eða alveg hjá bænum. Þau
eru Salthúsið á Þingeyri en
áætlað er að þörf sé á 7
milljónum vegna fram-
kvæmda á því á næsta ári.
Vegna endurbóta á Pakk-
húsinu á Flateyri vantar 20
milljónir en sótt er um 8
milljónir fyrir árið 2008. Í
Neðstakaupstað vantar 12
milljónir fyrir Faktorshús-
ið, 3 milljónir fyrir Tjöru-
húsið, 5 milljónir fyrir Turn-
húsið og 5 milljónir vegna
Krambúðarinnar.
Vantar 40 milljónir
fyrir stolt bæjarins
Framkvæmdir við Ásgeirs-
bakka á Ísafirði ganga vel og
er fyrirtækið Geirnaglinn ehf.
í óða önn að steypa þekjur um
þessar mundir. „Við erum loks
farin að sjá fyrir endann á
þessu verkefni sem er það
stærsta sem höfnin hefur tekið
sér fyrir hendur í áratugi“, seg-
ir Guðmundur M. Kristjáns-
son, hafnarstjóri í Ísafjarðar-
bæ. Miklar framkvæmdir hafa
staðið yfir við Ásgeirsbakk-
ann á Ísafirði á undanförnum
misserum. Gömul stálþil sem
hafa staðið sína plikt síðan
1955 hafa verið fjarlægð og
ný sett niður í þeirra stað.
„Þegar steypuvinnunni er
lokið þá er þeirri dýru fram-
kvæmd sem endurbygging
Ásgeirsbakka hefur verið lok-
ið“, segir Guðmundur. Verk-
lok eru áætluð 1. desember en
að sögn Guðmundar gæti
verkinu verið lokið fyrr ef tíð-
arfar helst eins og það hefur
verið. „Veðrið hentar vel til
steypuframkvæmda og verkið
gengur afar vel.“
Þó verður framkvæmdum
ekki lokið hjá höfninni við
verklok en margt framundan í
þeim málum. „Viðhald á
gömlum mannvirkjum verður
stór þáttur í rekstri hafnarinnar
á komandi árum. Til að mynda
erum við að fara ráðast í end-
urgerð á löndunarkantinum á
Suðureyri sem er orðinn gam-
all og lúinn. Það er engin önn-
ur leið að viðhalda þessum
gömlu mannvirkjum en að
klæða stálþil fram yfir stálþil,
og stál hefur hækkað mjög í
verði undanfarin ár,“ segir
Guðmundur.
Geirnaglinn ehf. á Ísafirði
bauð lægst í annan áfanga
þekju og lagna á Ásgeirsbakka
og hljóðaði tilboðið upp á 32
milljónir króna.
Hyllir undir lok stærsta verk-
efnis Ísafjarðarhafnar í áratugi
Steypuvinna gengur vel á Ásgeirsbakka en tíðarfarið hentar vel til slíkrar vinnu.