Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.10.2007, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 18.10.2007, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 200710 „Þegar ég kom á spítalann lagðist hann inn en ég var handtekinn fyrir að taka bíl í leyfisleysi. Ég var strax tekinn í herstöðina og yfirheyrður og fékk tíu daga refsingu.” Grunaði aldrei að ég enda sem rollubóndi í S Rúm tíu ár eru liðin síðan Yordan Yordanov fluttist frá Búlgaríu til Íslands, og eiginkona hans hefur verið hér ári skemur. Allan tímann hafa þau verið búsett á Vestfjörðum, fyrst á Ísafirði og svo í Súðavík. Í fyrstu átti Íslandsdvölin að standa yfir í stuttan tíma, en eitthvað hefur teigst á henni og ekkert fararsnið á þeim hjónum. Yordan er aktífur maður og lætur sitt ekki eftir liggja í litlu samfélagi eins og því sem er í Súðavík. Hann hefur stofnað þar fyrirtæki og er orð- inn bóndi. Blaðamaður leit til þeirra hjóna með upp- tökutækið og fékk kaffi og með því „Ég kom 20. apríl 1996 til Íslands. Af hverju Ísland? Ís- land var fyrsta landið þar sem ég fékk atvinnu- og dvalar- leyfi. Ég var búinn að reyna annars staðar en það gekk ekki. Emil, búlgarskur vinur minn, var að vinna í Bakka í Hnífsdal og hann reddaði mér vinnu þar. Þegar ég kom til landsins kom Emil suður til að taka á móti mér og við vorum í Reykjavík í einn dag í fínu veðri. En þegar við lend- um á Ísafirði var snjór á götum og ég vissi ekki alveg hvað ég var kominn út í. Við keyrðum út á Eyri og hann segir mér að hérna sé Ljónið, þarna Neta- gerðin, íþróttahúsið, sjúkra- húsið og svo framvegis. Ég spyr hann hvort þetta sé allt. „Hvað þarftu meira”, sagði hann við mig. Daginn eftir byrja ég að vinna í Bakka í vaktavinnu. Um miðjan júní lendi ég í slysi sem reyndist afdrifaríkt.” 13 mánuði frá vinnu „Þannig var að það keyrði lyftari yfir löppina á mér. Ég fótbrotnaði mjög illa og var strax sendur suður með sjúkra- flugi og fór strax undir hníf- inn. Þetta var ellefu tíma að- gerð og sú fyrsta af mörgum aðgerðum. Í ágúst kem ég aft- ur til Ísafjarðar og þegar ég kom aftur sagði fólkið á sjúkrahúsinu að það væri alveg ljóst að ég væri kominn til að vera. Svona maður færi ekki neitt, ég væri fótalaus og kæmist ekki neitt og þyrfti að læra íslensku. Fram að því var töluð við mig enska en eftir þetta töluðu læknar og hjúkrunarfólk við mig ís- lensku eins og hægt var en ég svaraði á ensku svo eitthvað skildist og ég fór að horfa á sjónvarp og lesa blöð. Ég lá ekki nema nokkra daga á sjúkrahúsinu áður en ég var sendur heim í Mánagötuna en þá tók við endurhæfing. Fótur- inn á mér var brotinn í sjö mánuði og sárið stórt og mikið og það mátti ekki að gifsa hann. Égg var ekki með fullan tryggingarétt þar sem ég hafði verið hér í stuttan tíma. –Varstu alveg réttlaus? „Tryggingarnar hjálpuðu eitthvað. Ég man að ég fékk 11 þúsund krónur á viku þann- ig að ég var ekki réttindalaus en þetta voru ekki full réttindi. Svo hjálpaði Emil mér mikið en við bjuggum saman í Mána- götunni. Hann var í sumarfríi þegar þetta gerðist en kom fljótlega aftur. Ég reyndi að gera eitthvað þegar hann var í vinnunni, elda og taka til og þess háttar. En hann hjálpaði mér mikið og þegar svona ger- ist þá kemur í ljós hverjir eru vinir manns. Krissi og Snorri í Bakka gleymdu mér ekki og kíktu á mig og litu til með mér. Ég var síðar metinn 25 prósent öryrki og tjónið metið á tíu milljónir króna þó ég hafi ekki fengið allt. Þrettán mánuðum eftir slysið fór ég haltur út í Bakka og byrjaði að vinna aftur. Þetta ár var mjög erfitt fyrir mig. Sem dæmi má nefna að þegar ég kom til landsins var ég 128 kíló og þegar ég byrjaði að vinna aftur eftir slysið var ég áttatíu kíló. Þyngdartapið var ekki vegna matarskorts heldur vegna álags, bæði líkamlegs og andlegs.” Sá soninn eftir tvö ár „Konan mín var komin fimm mánuði á leið þegar ég fór til Íslands og strákurinn fæddist mánuði eftir slysið þannig að þetta var allt mjög erfitt. Hún kemur svo í nóvember 1997, þegar íslenska veðrið er hvað best! Ég sagðist ætla að fara og taka á móti henni en það var að sjálfsögðu ófært með flugi. En kunningi okkar í Reykjavík tók á móti henni en ég komst suður fyrir rest. Hún fékk vinnu í Hraðfysti- húsinu Hnífsdal og ég var áfram í Bakka. Árið 1998 fer ég til Búlgaríu í fyrsta skipti síðan ég fluttist til Íslands og sá strákinn minn í fyrsta sinn, en hann hafði verið í Búlgaríu. Við vorum bara með eitt her- bergi og enga aðstöðu til að vera með barn. Það var líka óvíst hvað yrði með Bakka og erfiðleikar í fyrirtækinu. Bakki lokaði svo í mars 1998 og Krissi kom til okkar og bað okkur að koma til Súðavíkur og vinna í rækjunni hér. Við fluttumst til Súðavíkur 1. apríl og ég segi að við séum hér upp á grín, samanber dagsetn- inguna. En við erum hér enn eftir níu ár og miklar breyt- ingar. Við vorum í rækjunni þangað til verksmiðjunni var lokað og fór að vinna hjá Gísla Hermannssyni og var þar í tvö ár, eða allt þangað til í sumar að ég hætti þar. Það er næga vinnu að hafa vilji maður vinna og sé maður tilbúinn til að leita. Þegar ég hætti hjá Gísla vissi ég ekki hvað ég ætlaði að gera en ég var strax kominn með vinnu hjá Vestfirskum verktökum.” BMW og Benz teknir við af Moskvitsum og Lödum „Ástæðan fyrir því að við komum til Íslands var að vinna, safna pening og fara aftur til Búlgaríu. Slysið breytti þessu öllu, frestaði öllu um eitt ár. Þá var ég farinn að kynnast fólkinu á Íslandi, bæði á sjúkrahúsinu, vinnu- veitendum og starfsfélögum. Þá fór maður að hugsa að kannski væri ekki svo slæmt að vera hér. Veðrið er kannski leiðinlegt og engin tré en Ís- land er samt fínt land til að búa í.“ –Bjugguð þið í stórri borg í Búlgaríu? „Kannski miðað við Ísland en við bjuggum í borg í norð- austur hluta landsins sem er svipað stór og Reykjavík. Við kynntumst árið 1994. Það var daginn sem Búlgaría sigraði Þýskaland í HM í fótbolta að ég bauð henni út í kaffi. Ári seinna giftum við okkur. Ein- hvernveginn enduðum við svo í Súðavík og erum búin að kaupa okkur hús. –Og ekkert á leiðinni í burtu? „Nei, ekki get ég séð það. Það er náttúrulega mikil óvissa í atvinnumálum á Vest- fjörðum svo maður veit ekki hvað gerist í framtíðinni. En við flytjum aldrei til Reykja- víkur. Við erum með tvö börn og við eigum enga ættingja fyrir sunnan til að hjálpa okkur með þau og annað okkar þyrfti að vera heima ætluðum við að búa í Reykjavík. Konan fór út í þrjá mánuði í sumar til að rannsaka hvernig ástandið væri úti og líka til að krakk- arnir læri eitthvað í móður- málinu sínu. En við vorum ekki alveg nógu ánægð með ástandið og sérstaklega hún, því ég var bara stutt úti og gerði ekkert nema að sleikja sólina og borða á veitingastöð- um. Verðlag hefur hækkað mikið eftir að Búlgaría gekk í Evrópusambandið og allskon- ar reglur komnar sem ekki voru áður. Þekktur búlgarskur fótboltamaður, Hristov Stoic- hkov, sagði að landið væri þarna en ríkið vantaði. Ég er alveg sammála því. Maður gleymir aldrei frá hvaða þjóð maður kemur frá. Margir segja við okkur að við séum orðnir Íslendingar, komin með ríkis- borgararétt en við verðum al- drei Íslendingar. En margt hef- ur breyst í Búlgaríu. Lada og Moskvits eru farnir og Benz og BMW komnir í staðinn og miklu fleiri en á Íslandi. Ég veit ekki hvaðan þessir pen- ingar koma.“ –Íslendingar hafa verið að græða mikla peninga í Búlgar- íu „Jú, Björgólfur keypti búlg- arska símann og seldi hann aftur með miklum hagnaði svo á hann mikið í Pharmaco sem er með mikla starfsemi í Búlg- aríu.” Þrjú ár í hernum – Hvað voruð þið að gera áður en þig komuð hingað? „Hún var að hafði klárað Tækniskóla í Búlgaríu og var að læra lögfræði. Ég segi að hún hafi elskað mig svo mikið að hún gaf lögfæðina til að koma til Íslands. En þetta átti nátturlega bara að vera eitt ár í fyrstu. Ég kláraði tonlistar- skóla eftir herskylduna. Var í hernum í tæp þrjú ár.” –Var herskyldan heil þrjú ár? „Það fer eftir deildum. Ég var gönguliði í flotanum og þar voru þetta tæp þrjú ár. Það var bæði gott og slæmt að vera í hernum. Maður lærir mikið en stundum hugsaði maður til hvers við værum þarna. Hver var tilgangurinn. Við vorum alltaf að búa okkur undir óvininn og maður hugs- aði, hver er þessi óvinur. Stær- sti óvinur okkar voru held ég við sjálf. Í kommúnistakerfinu var það þannig að allir sem ekki voru kommúnistar voru óvinir. Einhvern veginn fannst mér þetta vera hálfgerður leikur.” Settur inn fyrir að bjarga mannslífi –Hvað stöðu gegndir þú í hernum? „Fyrst var ég bara óbreyttur, alveg á botninum. Eftir sex mánuði færist maður upp, standi maður sig vel. Á endan- um var ég liðþjálfi með ellefu menn undir mér. Ég lenti í ýmsu í hernum. Sumt sem maður vill ekki tjá sig um. Til dæmis var það ákveðið árið 1989 að allir sem ekki höfðu búlgörsk nöfn áttu að skipta um nöfn. Þeim sem ekki gerðu það var gert skylt að yfirgefa landið. Þeir sem voru með rúmönsk nöfn voru fluttir til Rúmeníu og svo framvegis. í kringum þetta urðu átök og herinn kallaður út. Þarna gerð- ust hlutir sem maður vill gleyma en getur ekki gleymt. Það er mér minnisstætt frá árunum í hernum þegar hand- sprengja sprakk framan í einn hermanninn. Við vorum að æfa handsprengjukast og einn strákurinn var of forvitinn leit eitthvað upp þegar hún sprakk og fékk sprengjuflís í slagæð í hálsinum. Ég var næstur við hann og stakk putta í sárið og stoppaði blæðingarnar. Það var bíll rétt hjá en ég var ekki bílstjóri í hernum. Þar sem bíllinn var nær en bílstjórinn fór ég með strákinn í bílinn og brunaði af stað á næsta sjúkrahús sem var í tuttugu kílómetra fjarlægð. Þegar ég kom á spítalann lagðist hann inn en ég var handtekinn fyrir að taka bíl í leyfisleysi. Ég var strax tekinn í herstöðina og yfirheyrður og fékk tíu daga refsingu. En ég átti inni 10 daga leyfi þannig að þetta var jafnað út og ég fékk hvorki að gista fangaklefa né sofa í mínu eigin rúmi heima.” Lærður tam- búruleikari –Þú sagðir mér að þú hafir verið í tónlistarskóla? „Ég lærði á tambúru sem er

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.