Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 1
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk Fimmtudagur 14. febrúar 2008 · 7. tbl. · 25. árg. „Ég er mjög bjartsýnn á þann gír sem Ísafjörður er í núna. Ég held að fortíðarhyggja sé aldrei til góðs og við verðum að átta okkur á nýjum tímum. Eftir því sem mér skilst á að hefjast háskóla- nám hér næsta haust og maður sér alltaf fjölga bílunum fyrir utan Háskólasetrið. Er það ekki bara framtíðin?“, spyr Steinþór Bjarni Kristjánsson athafnamaður. Sjá viðtal í miðopnu. Hreiðrar um sig í ísfirsku atvinnulífi Neyðarútgönguleið Hlíf- ar II á Ísafirði er nú heft vegna fannfergis og er það langvarandi vanda- mál. „Þetta vandamál kemur upp aftur og aftur. Þegar gert var við húsið að utan kom sterklega til greina að leysa úr þessum vanda og var málið kom- ið á það stig að komnar voru tillögur og teikning- ar að lausnum. En því miður reyndist afar erfitt að ná samvinnu við arki- tekt og við hreinlega misst- um af lestinni með þetta“, segir Margrét Geirsdóttir, formaður Skóla- og fjöl- skylduskrifstofu Ísafjarð- arbæjar. „Ísafjarðarbær á ekki nema 11% í Hlíf II og því er það stjórnarmál húsfélagsins á Hlíf II að ganga til verks og láta laga vandann. Bærinn verður að lúta að vilja að meirihluta í þessu tilfelli en að sjálfsögðu myndi sveitarfélagið taka þátt í því ef eitthvað yrði gert til þess að laga vandann.“ Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri Ísafjarð- arbæjar kannaðist við málið er blaðið hafði samband við hann. „Þetta hefur verið vandamál frá því að húsið var byggt og á sínum tíma var rætt við verkfræðing hússins um að gera eitthvað í mál- inu en það var ekki gert. Við höfum bent á þetta vandamál en það er al- farið á vegum húsráð- anda að gera eitthvað í málinu. – thelma@bb.is Neyðarút- gönguleið á Hlíf II heft Mugison sómi Súðavíkur Mugison var útnefndur „Sómi Súðavíkur“ á sunnu- dag. Útnefningin fór fram í félagsheimili staðarins og veitti Ómar Már Jónsson sveitarstjóri Mugison viður- kenningarskjal þar sem kemur fram að popparinn hafi með dugnaði sínum og sköpunar- gleði verið öðrum í sveitarfé- laginu fyrirmynd. „Þetta er mesti heiður sem mér hefur hlotnast í viður- kenningarformi. Þetta var hel- víti töff. Rúsínan í pylsuend- anum voru verðlaunin sem ég fékk, en bærinn ætlar að föndra fyrir mig 17 þúsund eintök af plötunni minni“, seg- ir Mugison sem hefur þurft að fá vini og fjölskyldu til að hjálpa sér að brjóta um og ganga frá nýjustu plötu sinni. „Ég hefði verið drepinn ef ég hefði stungið upp á enn einni vinnuhelginni. Mér finnst það mega töff að heill bær ætli að massa 17 þúsund stykki, það er efni í kvikmynd.“ Mugison segist standa í þakkarskuld við Súðvíkinga sem hafa lengi staðið þétt að baki honum. „Þegar ég var í húsnæðisvanda þá lánuðu þeir mér kirkjuna sem ég var með meira og minna í nokkur ár, endurgjaldslaust. Það létti mér lífið að geta verið óáreittur að vinna fram á nætur. Svo fékk ég lánaðar stofur í grunnskól- anum, þannig að ég er alltaf að fá eitthvað frá Súðavík og gaman að fá að vita að bærinn sé ánægður með það sem ég er að bralla hérna“, segir Mugi- son, sómi Súðavíkur. Ómar Már Jónsson sveitarstjóri útnefnir Mugison sóma Súðavíkur.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.