Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 3 Þrjátíu manns starfa við þorskeldi „Mitt fyrirtæki væri ekki starfandi í þessari mynd væri ekki fyrir þorskeldið“, segir Halldór Eraclides, framkvæmdastjóri Stáls og hnífs. Stál og hnífur sér um slátrun fyrir Hraðfrysti- húsið – Gunnvöru og ásamt því að öll ýsa sem kemur sem meðafli í eldis- veiðum er slægð hjá fyrir- tækinu. Hart hefur verið deilt á eldisveiðar í Ísa- fjarðardjúpi og þá sér í lagi meðaflann. „Í dag eru 30 manns sem starfa í kring- um eldið og margir binda miklar vonir við það. Við vitum aldrei hvað verður í framtíðinni en ef eldið gengur ekki þá er það bara þannig en við eigum að fagna því að fyrirtæki eru að reyna eitthvað nýtt.“ Auk þess að sjá um slátr- un rekur Stál og hnífur slægingarþjónustu, flakar fisk og er með afskurðar- vinnslu. „Fjóra til fimm mánuði á ári starfa níu manns hjá okkur bara við eldið og þegar þeirri törn lýkur tekur við annað eins og t.d. afskurður, sem er árstíðarbundinn. Með eld- inu náum við halda úti vinnu allt árið.“ Halldór segir að sá afli sem heima- bátar eru að fiska í Djúpinu fari mest á markað og er sendur burt algjörlega óunninn. „Ef það á að banna eldisveiðar og rækjuveiðar eins og ein- hverjir eru að halda fram á þá ekki alveg eins að banna allar veiðar í Djúpinu til að vernda lífríkið? Það á að styðja við eldið og ná sam- stöðu um að prófa nýjar leiðir í sjávarútvegi. En eins og Pétur Tryggvi sagði í grein á bb.is um daginn þá næst hér lítil samstaða um annað en jarðarfarir“, segir Halldór. – smari@bb.is Sirrý ÍS afla- hæst árið 2007 Sirrý ÍS frá Bolungarvík varð aflahæsti krókaafla- marksbáturinn á síðasta ári með 1.321 tonn miðað við afla upp úr sjó og bolvíski báturinn Guðmundur Ein- arsson ÍS varð í öðru sæti með 1.224 tonn, að því er fram kemur í nýjustu Fiski- fréttum. Alls veiddu fimm krókaaflamarksbátar yfir þúsund tonn á árinu 2007 og 10 bátar veiddu meira en 900 tonn. Í heild veiddu krókaaflamarksbátar um 65 þúsund tonn af fiski á árinu 2007. Þar af veiddu 20 afla- hæstu bátar tæp 18 þúsund tonn eða 27,5% af heildinni. Happadís GK, sem er í þriðja sæti á listanum yfir heildarafla, veiddi mestan þorsk allra smábáta, eða 806 tonn, Sirrý ÍS veiddi mest af ýsu 461 tonn og Narfi SU krækti í mestan steinbít eða 383 tonn. Verður það að teljast gott af báti sem rær fyrir austan land þar sem aðalsteinbítsmiðin eru fyrir vestan sem kunnugt er. – thelma@bb.is Skora á ríkisstjórnina að hefja undirbúning að jarðgangagerð Súðavíkurhreppur skorar á ríkisstjórn Íslands að hefja nú þegar rannsóknir og undirbún- ing að jarðgangagerð milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Í greinargerð með áskoruninni sem samþykkt var á síðasta fundi sveitarstjórnar kemur fram að snjóflóð sem fallið hafa á Súðavíkurhlíð undan- farna sólahringa hafi enn og aftur lagt líf fjölmargra veg- farenda í stórhættu og að tíðni flóðanna geri samgöngur milli Súðavíkur og Ísafjarðar algjör- lega óviðunandi. Bent er á niðurstöðu rannsókna Veður- stofu Íslands þar sem kemur fram að ekki sé minni áhætta fólgin í að aka milli Súðavíkur og Ísafjarðar en að aka Óshlíð- arveg. „Sveitarstjórn Súðavíkur- hrepps fagnar því að jarðgöng milli Bolungarvíkur og Hnífs- dals eru að verða að veruleika og hvetur ríkisstjórn Íslands til að stíga skrefinu lengra og skapa öruggari samgöngur á svæðinu með jarðgöngum milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Það er réttlætismál að íbúum Súðavíkur og Ísafjarðar og öðr- um sem leið eiga um svæðið verði gert mögulegt að komast á milli þessara staða án þess að lífum sé stefnt í voða vegna ofanflóða. Því er skorað á stjórnvöld að beita sér nú þegar fyrir því að undirbúa gerð jarðgangna milli Súða- víkur og Ísafjarðar út frá sam- félagslegum og öryggissjón- armiðum“, segir í áskoruninni. Súðavíkurhlíð getur verið erfið viðureignar í vondu veðri. Slasaðist á höfði á skíðasvæðinu Drengur á ellefta ári slas- aðist á skíðasvæði Ísfirð- inga í síðustu viku þegar hann lenti á kyrrstæðum snjótroðara. Drengurinn fékk skurð á höfði og heila- hristing, og var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur til aðhlynningar. Að sögn Úlfs Guðmundssonar, um- sjónarmanns skíðasvæðis- ins, skall höfuð drengsins á beltum tækisins. „Sem betur fer var þetta ekki eins alvarlegt og það leit út í fyrstu. Ég fékk fréttir seint um kvöldið þess efnis að áverkarnir hefðu eingöngu verið skurður á höfði og heilahristingur, en hann var fluttur suður vegna til ör- yggis,“ segir Úlfur. Dreng- urinn var staddur á skíða- æfingu og samkvæmt heim- ildum blaðsins voru æfinga- félagar hans felmtri slegnir yfir atvikinu og boðin áfalla- hjálp daginn eftir. Var það ákvörðun stjórnar Skíðafé- lagsins sem fundaði eftir slys- ið, að börnin fengu áfalla- hjálp. – thelma@bb.is Hægt að veita undanþágu vegna landfræðilegra aðstæðna Til að hægt sé að skilgreina Ísafjarðarflugvöll sem alþjóða- flugvöll og hefja þaðan milli- landaflug með frakt og far- þega, þarf völlurinn að upp- fylla kröfur samkvæmt reglu- gerðum um flugvelli og flug- vernd. Í fyrrnefndu reglugerð- inni er meðal annars kveðið á um nauðsyn flugvallarhand- bókar, öryggisstjórnunarkerf- is og aðflugsbúnaðar, en síð- astnefnda skilyrðið fer þó mjög eftir landfræðilegum að- stæðum hverju sinni. Reglu- gerð um flugvernd fjallar um viðeigandi ráðstafanir sem þarf að uppfylla varðandi meðhöndlun og skimum far- þega, farangurs og fraktar. Ís- land hefur, eitt Evrópulanda, ákveðna undanþágu varðandi skimun farþega og farangurs í innanlandsflugi, en fullar flugverndarráðstafanir þarf þó að viðhafa í millilandaflugi. Í lokaákvæði reglugerðar um flugvelli kemur fram að Flugmálastjórn sé heimilt að veita undanþágu uppfylli völl- urinn ekki skilyrði reglugerð- arinnar að hluta eða öllu leyti vegna landfræðilegra aðstæðna. Sérstaklega skuli horft til þess að veita starfsleyfi ef áralöng reynsla er fyrir hendi af rekstri flugvallar sem ekki uppfyllir skilyrði vegna landfræðilegra aðstæðna, og má með sanni segja að slík reynsla sé fyrir hendi á Ísafirði. Segja má að tæknilega sé ómögulegt að koma upp full- komnum aðflugsbúnaði á Ísa- fjarðarflugvelli, þ.e.a.s. þann- ig að hægt sé að lenda á honum í blindflugi, þar sem núver- andi tækni krefst þess að hindranalaust sé í flugbrautar- stefnu. Tekið skal fram að stór munur er á blindflugi og næt- urflugi. Þær upplýsingar fengust hjá Flugmálastjórn að Ísafjarðar- flugvöllur hefur heimild sem „lendingastaður“, en ekki „flug- völlur I“ eins og hann þyrfti að hafa til að hægt væri að skilgreina hann sem alþjóða- flugvöll. Flugstoðir, sem reka flugvelli landsins, hafa enn sem komið er ekki óskað eftir breytingu á þessari skilgrein- ingu. – halfdan@bb.is Glitnir hf., hefur fært Skíða- félagi Ísfirðinga og skíða- svæði Ísfirðinga á þriðja tug hjálma að gjöf til að tryggja öryggi barna á skíðasvæðinu. „Þetta er lánshjálmar fyrir krakka sem öllum er heimilt að fá sér en við ætlum að gera það að skyldu að öll börn séu með hjálma á skíðasvæðinu“, segir Björgvin Sveinsson, stjórnandi á skíðasvæði Ís- firðinga. Skemmst er frá því að minnast að í síðustu viku skíðaði drengur á snjótroðara og hlaut höfuðáverka og kom hjálmurinn í veg fyrir að verri skaði hlytist af. „Það ættu allir að vera með hjálm, þetta er rétt eins og að spenna beltið í bíl. Við viljum líka hvetja full- orðna til að sýna gott fordæmi og vera með hjálm“, segir Björgvin. Hjálmarnir sem passa á frá ungum börnum til unglinga voru afhentir á sunnudag. Freygerður Ólafsdóttir hjá Glitni segir gjöfina vera leið fyrirtækisins til að stuðla að öryggi ungra skíðamanna. „Félagsmenn skíðafélagsins eru skyldugir til að vera með hjálm svo þetta er meira hugs- að fyrir almenning. Hjálmar eru nauðsynleg tæki fyrir unga jafnt sem aldna og ættu að vera sjálfsögð.“ Þess má geta að á vef skíðafélagsins að skíðamaðurinn ungi sem lenti í slysinu sé allur að hressast en hann er á Barnaspítala Hringsins og óvíst hvenær hann verði útskrifaður. – thelma@bb.is Glitnir gaf Skíðafélagi Ísfirð- inga á þriðja tug skíðahjálma Freygerður Ólafsdóttir afhenti Björgvini Sveinssyni, stjórnanda á skíðasvæði Ísfirð- inga og Kristjáni Flosasyni þjálfara hjá Skíðafélagi Ísfirðinga hjálmana fyrir hönd Glitnis.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.