Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 20086 Ritstjórnargrein Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is · Sigríður Gísladóttir, símar 456 4694 og 697 8797, sigridur@bb.is og Smári Karlsson, sími 866 7604, smari@bb.is. Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X Ekkert ákveðið með undirverktaka Ekki hefur enn verið samið um gerð ganga milli Hnífsdals og Bolungarvíkur og þar af leiðandi eru lægstbjóðendur, Íslenskir aðalverktakar og Marti Contracrots Ltd., ekki enn farnir að ráða undirverktaka á svæðinu. Tilboð þeirra hljóðaði upp tæplega þrjá og hálfan milljarð króna en fimm verktakar eða verktakahópar buðu í gangagerðina. Aðspurður um málið segir Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Íslenskra aðalverktaka, að ekki hafi enn verið ákveðið hvenær verði samið. Hann vildi engu svara um það hvort fyrirtækið kæmi til með að ráða undirverktaka á svæðinu. Um er að ræða 8,7 m breið, 5,1 km löng jarðgöng, byggingu um 310 m langra stein- steyptra vegskála, gerð um 3,0 km langra vega og byggingu tveggja um 15 m langra steinsteyptra brúa. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráð- herra, hefur skipað sjö ein- staklinga í svæðisráð um mál- efni fatlaðra á Vestfjörðum. Þeir eru; Margrét Geirsdóttir, Þuríður Ingimundardóttir og Guðbrandur Sverrisson sem tilnefnd eru af Fjórðungssam- bandi Vestfirðinga, Íris Sveins- dóttir sem tilnefnd er af Land- lækni, Guðmundur Halldórs- son, tilnefndur af Landssam- tökunum Þroskahjálp, Stefán Björgvin Guðmundsson sem tilnefndur er af Öryrkjabanda- lagi Íslands og Helga Björk Jóhannsdóttir sem skipuð er beint af ráðherra. „Helstu hlutverk svæðis- ráða eru að gera tillögur um samræmingu þjónustu við fatlaða, hafa eftirlit með þjón- ustu við fatlaða, veita umsagn- ir um svæðisáætlanir og síðast en ekki síst annast réttinda- gæslu fatlaðra þannig að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á“, segir í frétt á vefsíðu ráðuneytisins. Alls eru átta svæðisráð á landinu öllu. – halfdan@bb.is Sjö skipaðir í svæðisráð um málefni fatlaðra Um 50 manns á Vestfjörð- um eru um þessar mundir að taka svoköllluð „pungapróf“, sem veita skipstjórnarréttindi á báta sem eru allt að 30 rúm- lestir að stærð og þar af eru 12 grunnskólanemendur. Grunn- skólinn á Ísafirði er einn fárra skóla sem býður upp á punga- prófið, en það er kennt sam- kvæmt námsskrá framhalds- skóla. Pungapróf hefur verið kennt í skólanum í rúma hálfa öld og hafa hundruð nemenda lokið prófinu. Þau fara þó fæst beint á sjó að loknu prófi. Frá því er greint á vef Svæð- isútvarps Vestfjarða að óvenju margir Íslendingar taki nú pungapróf en ný lög varðandi þessi réttindi tóku gildi 1. jan- úar um áhafnir íslenskra fiski- skipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Við gildis- töku laganna breytast reglur um skipstjórnarréttindi til lækkunar á réttindunum. Þeir sem hófu námið fyrir breyt- inguna eru óðum að ljúka því og fá réttindi samkvæmt gamla kerfinu. – thelma@bb.is Óvenju margir taka pungapróf Erik Newman, forstöðu- maður félagsmiðstöðvanna í Ísafjarðarbæ, hefur óskað eftir leyfi frá störfum næstu þrjá mánuði. Erik hefur auk starfa sinna við félagsmiðstöðvarnar gengið í flest verk íþrótta- og tómstundafulltrúa bæjarins frá því að Jón Björnsson sagði upp störfum. Einnig tók Erik við sem starfsmaður íþrótta- og tómstundanefndar. Mar- grét Geirsdóttir, forstöðumað- ur Skóla- og fjölskylduskrif- stofu, mun hafa umsjón með verkum Eriks en án efa mun fjarvera hans skapa aukið álag á starfsmenn bæjarins á þessu sviði. Óhætt er að telja að framundan sé þó nokkur upp- lausn í íþrótta- og tómstunda- málum bæjarins. Enn hefur starf íþrótta - og tómstundafulltrúa ekki verið lagt niður eins og áætlað var en samkvæmt nýju skipuriti sveitarfélagsins átti að færa störf hans á tæknideild og til forstöðumanns félagsmið- stöðva. Nýr íþrótta- og tóm- stundafulltrúi átti að taka að sér stjórn félagsmiðstöðva, eftirlit með samningum Ísa- fjarðarbæjar um íþrótta- og tómstundamál og stefnumót- un í málaflokknum, svo sem varðandi mótun frístundamið- stöðvar. Erik hefur yfirumsjón með öllum félagsmiðstöðum Ísa- fjarðarbæjar auk dægradvalar; á Ísafirði, Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Þá hafði verið mikið rót á Félagsmiðstöð Ísa- fjarðar áður en hún fékk fast aðsetur í kjallara Sundhallar- innar við Austurveg en þá höfðu á annan tug staða verið skoðaðir undir félagsmiðstöð- ina. Félagsmiðstöðin hafði þá átt í húsnæðisvanda síðan nýju mötuneyti var komið upp í Grunnskólanum á Ísafirði. Að auki er framtíð ung- mennahússins Gamla apó- teksins í óvissu en í stöðumati, sem þáverandi forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu stóð að fyrir rúmu ári, var lagt til að starfsemi hússins yrði hætt. Engin formleg ákvörðun hefur þó verið tekin. Rekstur Gamla apóteksins hófst árið 2000. Að uppbyggingu þess komu Rauði krossinn forvarn- arhópurinn Vá-Vest og Holl- vættir MÍ. Að sögn Eriks eru ástæður hans fyrir leyfinu persónuleg- ar. Honum hefur verið gefið leyfi til að starfa á öðrum vett- vangi á meðan á því stendur. Tómstundamál í ólestri Grunnskólinn á Ísafirði. Deilur um greymslurétt á erfðaskrá Dillons Á þessum degi fyrir 45 árum Þjóðskjalavörður, Stefán Pétursson, hefur gert kröfu til að þjóðskjalasafni verði afhent erfðaskrá A.E.D. Dillons lávarðar, sem afhent var Minjasafni Reykjavíkurborgar ásamt fleiri gripum með gjafabréfi Sigurðar Ólasonar hrl., eins og skýrt hefur verið frá í MBL. Kom bréf þar að lútandi frá þjóð- skjalaverði fyrir síðasta borgarráðsfund og var þar samþykkt að verða við þessari kröfu með fyrirvörum, sem skjala- og minjavörður lagði til að fylgdu svari til þjóðskjalavarðar. Í gærmorgun var svo erfðaskráin afhent þjóðskjalaverði ásamt fyrrnefndu bréfi, þar sem sagt er að safnið fái erfðaskrána til geymslu í Jarðabókarsjóð, sem var eina bankahólf landsmanna. […] „Ég tel það nánast hneyksli hvernig Sigurður Ólason hæstaréttalögmaður, hefur haldið á þessu máli. Hann hefði fyrst og fremst át að snúa sér til þjóðskjalasafnsins þegar skjal- ið fannst til að ganga úr skugga um hvert það átti að fara. En hann gerði það ekki. Í stað þess hirti hann skjalið sjálfur – þannig kemst hann sjálfur að orði í MBL. –en segist hafa feng- ið til þess leyfi yfirmanns síns í fjármálaráðuneytinu þar sem skjalið fannst. Óvart Vetur konungur hefur heldur betur minnt á sig undanfarið; Þorrinn sannað að lýsing Fjallaskáldsins í Þorraþrælnum er hvergi nærri úr sögunni þrátt fyrir hlýnun jarðar. Og hverju má búist við af Góu gömlu, sem samkvæmt þjóðtrúnni á að vera grimm fyrstu þrjá dagana og þá muni hún góð verða. Það merkilega við vinsælasta umræðuefni allra tíma, veðrið, er að það kemur fólki alltaf á óvart. Óteljandi dæmi vitna um fólk sem þrátt fyrir viðvaranir um yfirvofandi illviðri æðir upp um fjöll og firnindi og á síðan allt undir því komið að óviðkomandi nái að bjarga þeim til byggða; björgunarleiðangrar sem kosta offjár og stofna lífi og limum leitarmanna í bráða hættu. Eftir- leikurinn sjónvarpsviðtöl við ,,ofurhugana“ sem vissulega þótti gaman að sjá björgunarmennina koma en voru aldrei í neinni hættu! Fréttir herma að bankarnir hafi því sem næst skrúfað fyrir lánveitingar til húsnæðiskaupa. Þetta kom æði mörgum í opna skjöldu, ekki síst fasteignasölum. Eitt lán á dag stóð í einu blaðinu. Kúvending bankanna, frá þeir hófu kapphlaupið við Íbúðalánasjóð með taumlausum austri á ómældu, ódýru erlendu lánsfé, sem nú er ekki lengur í boði, mun hafa ófyrirséðar af- leiðingar í för með sér á höfuðborgarsvæðinu. Byggingaraðilar sitja þar uppi með þúsundir íbúa og tugþúsundir fermetra verslunarhúsnæðis, sem byggt hefur verið umfram þörf. Allra augu lokuð fyrir því að ævintýrið tæki enda. Fjárfestingarfyllir- íinu stanslaust haldið áfram, timburmönnunum endalaust slegið á frest. Sérfræðingar banka og annarra lánastofnana þögðu þunnu hljóði meðan ódýra fjármagnið var fyrir hendi; stjórn- völd stóðu álengdar ráðþrota gagnvart þenslunni sem þetta olli í þjóðfélaginu; ráðið sem ríkisvaldið greip síðan til var að draga úr framkvæmdum á landsbyggðinni og hvað frekast á þeim svæðum þar sem neikvæður hagvöxtur var sem mestur. Dæmi um örvæntinguna sem gripið hefur um sig í bransanum á höfuðborgarsvæðinu er svokallaður ,,rauveruleikaþáttur“ sem nú stendur fyrir dyrum á einni sjónvarpsstöðinni til að koma fáeinum óseldum íbúðum í gagnið. Af því sem spurst hefur út frá samningaviðræðum atvinnu- rekenda og verkalýðssamtakanna má ráða að hinir fyrr nefndu óttast að atvinnuleysis muni gera vart við sig er líða tekur á árið. Og horfa þá til ríkisvaldsins. Eflaust hefur einhver tekið eftir því að efst á óskalistanum til varnar því böli sem atvinnu- leysi vissulega er, er eitt stykki álver á suðurlandi. Í stuttu máli: Nýtt fjármagn inn í hagkerfið til að viðhalda hagvextinum í þéttbýlinu á suðvestur horninu! Húsvíkingar sem líkt og íbúar NV-kjördæmis hafa um langt skeið barist hart fyrir til- veru sinni eru ekki frekar venju á kortinu. Umhugsunarvert þegar slík spil eru dregin upp úr stokknum í Karphúsinu! Þegar upp er staðið: Sumt kemur aldrei á óvart! s.h.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.