Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 9 Framboð vinnuafls minnkar Framboð vinnuafls á Vestfjörðum minnkar um 1,6% frá fyrra ári samkvæmt áætlun fjármálaráðuneytisins. Áætlanir sem þessar eru meðal annars notaðar við útreikninga á hlutfalli skráðs atvinnuleysis sem Vinnumálastofnun birtir mánaðarlega. Áætlunin er gerð í svokölluðum ársverkum sem eru mælikvarði á magn framboðsins. Töluvert færri ársverk kvenna eru áætluð en karla, og munar þar ríflega 30%. Mikil aukning hefur orðið á framboði vinnuafls á Suðurnesjum, örlítil aukning á Vesturlandi, Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu, en í öðrum landshlutum hefur dregið úr framboði. Upplýsingar um lausar lóðir á netinu Upplýsingar um lausar lóðir í Ísafjarðarbæ verða aðgengilegar á netinu á næstu misserum. Tæknideild Ísafjarðarbæjar vinnur nú að því að í samstarfi við verkfræðistofuna Snertil að upplýsingarnar verði að- gengilegar en atvinnumálanefnd fór þess á leit í nóvember að svo yrði. Þá er Skipulagsstofnun að opna skipulagsgátt á vef sínum og mun sveitarfélögum bjóðast að tengjast þeirri gátt. Það má því vænta að upplýsingarnar verði að finna á veraldarvefnum innan tíðar. Refsing þyngd í sex ára fangelsi Hæstiréttur hefur þyngt dóm yfir karlmanni sem dæmdur hafði verið fyrir manndráps- tilraun fyrir Héraðsdómi Vest- fjarða. Maðurinn sem er á sex- tugsaldri hafði verið dæmdur til fjögurra og hálfs árs fang- elsisvistar en hæstiréttur þyngdi dóminn í 6 ár. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarð- hald ákærða sem hann hefur sætt frá 9. júní sl. Þá var mann- inum gert að greiða eiginkonu sinni eina milljón krónur í bætur ásamt dráttarvöxtum auk þess sem honum var gert að greiða rúmar 1,4 milljónir króna í sakarkostnað. Bóta- kröfu sonar mannsins var vís- að frá dómi. Hæstiréttur ákvað að ákvæði héraðsdóms um skaðabætur og sakarkostnað skuli vera óröskuð en að auki skuli maðurinn greiða allan áfrýjunarkostnað málsins. Í dómsorði segir að refsing fyrir brotið, sem ákærði er sak- felldur fyrir, skal að lágmarki nema fimm ára fangelsi. Við ákvörðun hennar verður að líta til þess hversu einbeittur ásetningur ákærða til verkn- aðarins hafi verið, eins og gert er í niðurstöðu hins áfrýjaða dóms. „Ákærði fór með hlaðna haglabyssu, sem hann hafði sótt á neðri hæð hússins, á eftir konu sinni að útidyrum á efri hæð, þar sem hún leitaði útgöngu. Þar lauk eftirförinni með skoti úr byssunni þegar útidyrnar höfðu verið opnað- ar. Á einhverju stigi frá því að ákærði ákvað að sækja byss- una, hvort sem hún þá var hlaðin eða hann hlóð hana, og þar til hann hleypti af henni svo nálægt konu sinni að högl- in strukust við hægri öxl henn- ar, varð ásetningurinn til. Án tillits til þess hvort ásetning- urinn hafi fyrst myndast þegar útidyrnar voru opnaðar verður að líta til þess að með því að beita skotvopni á þennan hátt framdi ákærði lífshættulegan verknað og ljóst er að hending ein réði að ekki hlaust bani af.“ Forsaga málsins er sú að föstudagskvöldið 8. júní sl. fékk lögreglan á Vestfjörðum tilkynningu um að maður hefði skotið að konu sinni á heimili þeirra að Bakkavegi 29 í Hnífsdal. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var maðurinn með skotvopn inn- andyra en konan hafði komist undan og hlaupið í hús nr. 25. Vopnaðir lögreglumenn fóru á vettvang og gerðar voru ör- yggis ráðstafanir til að tryggja öryggi nærstaddra. Hlúð var að brotaþola, sem virtist ekki hafa hlotið alvarlega áverka, og hún flutt í sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Ísafirði. Meðan beðið var sérsveitar ríkislögreglustjóra varð lög- regla vör við ákærða í húsinu. Lögreglumaður náði síma- sambandi við ákærða sem svo sleit samtalinu. Ákærði kom síðan út úr húsinu í stutta stund. Hlýddi hann ekki fyrirskipun- um lögreglu um að leggjast niður og hraðaði sér aftur inn í húsið. Er sérsveitarmenn komu á vettvang náðu þeir tali af ákærða er hann kom í dyra- gættina, og með hvatningu þeirra fékkst ákærði til að koma til móts við þá og var hann yfirbugaður og handtek- inn. Meðan lögregla var á vett- vangi hafði skothvellur heyrst úr húsinu. Síðar fundust um- merki um skot á barnastól og gólfi á efri hæð hússins. – thelma@bb.is Það eru fá ef nokkur sjávar- útvegsfyrirtæki ósnert af þeim kvótaniðurskurði sem fram- kvæmdur var í fyrra haust og hjá fiskvinnslu Klofnings ehf. á Suðureyri hefur niðurskurð- ur í framleiðslu verið um 30%, svipað og kvótaniðurskurður- inn sjálfur. Klofningur hefur undanfarin ár orðið einn stær- sti útflytjandi landsins á þurrk- uðum þorskhausum til Nígeríu og er með höfuðstöðvar á Suð- ureyri en vinnslustöðvar á Ísa- firði, Brjánslæk, Tálknafirði og Patreksfirði. Guðni A. Ein- arsson framkvæmdastjóri Klofn- ings segir það óhjákvæmilegt að fyrirtækið verði að draga seglin saman að einhverju leyti við svona aðstæður. „Það hjálpar ekki til að Kambur sem var okkar stærsti birgi hætti starfsemi og Bakka- vík hætti bolfiskvinnslu. Við höfum í staðinn reynt að fram- leiða meira af öðrum afurðum en þurrkuðu þorskhausunum, svo sem ýsu og hryggi. Þá er einnig mun minna framleitt af loðdýrafóðrinu.“ Enn sem komið er hefur ekki þurft að grípa til fækkunar starfsfólks en Guðni telur að það komi nær örugglega að því. „Það má gera ráð fyrir að vinnan í sumar verði mun minni en áður en starfsemin er það mik- il að við ætlum okkur ekkert að gefast upp fyrr en á bjarg- brúnina er komið,“ segir Guðni. Að hans mati eru þær fréttir sem berast af uppsögnum frystihúsa víða um landa ekki óvæntar. „Ég hef ekki trú á að þeir séu að þessu í einhverju annarlegum tilgangi eða að reyna að nýta sér tækifærið til að hagræða. Yfirvöld virðast ekki hafa gert sér nokkra grein fyrir afleiðingunum sem af kvótaniðurskurði um 60 þús- und tonn hljótast. Það er ein- falt reikningsdæmi að allur niðurskurðurinn er tólf sinn- um það magn sem unnið er í Íslandssögu. Því hljóta 12 frystihús að leggja upp laup- ana. Ef menn reyna að halda því fram að það sé óeðlilegt eru þeir á einhverjum villi- götum.“ – sigridur@bb.is Óhjákvæmilegur samdráttur hjá Klofningi Suðureyri. Fjórar umsóknir bárust um starf fjármálastjóra Ísa- fjarðarbæjar en umsóknar- frestur rann út í síðustu viku. Þá hafði umsóknarfrestur- inn verið framlengdur um tæpar tvær vikur að tillögu ráðningarþjónustunnar Tal- ent sem sér um ráðninguna. Umsækjendur eru Indriði Indriðason, fjármálastjóri á Stokkseyri, Jón Halldór Oddsson, yfirmaður upplýs- ingar- og gagnasviðs í Reyk- javík, Neil Shiran Þórisson, verkefnastjóri á Ísafirði og Víðir Ólafsson, sérfræðing- ur á Ísafirði. Fjármálastjóri er sviðsstjóri fjármálasviðs en helstu verkefni þess eru gjaldskrár, innheimta, greið- sla reikninga, fasteigna- gjöld, bókhald- ársreikning- ar, fjárhagsáætlun ársins og þriggja ára áætlun sem er Fjórir vilja starf fjármálastjóra megin langtímastjórntæki við fjármálalega umsýslu sveitar- félagsins. Eins og greint hefur verið frá óskaði Þórir Sveinsson eft- ir starfslokasamningi í októ- ber eftir að hafa hjá sveitarfé- laginu í 16 ár. Í starfinu felst ábyrgð á daglegri fjármála- stjórn bæjarins, gerð og eftir- fylgni fjárhagsáætlana, um- sjón með fjárstýringu og greið- sluflæði, innheimta og reikn- ingagerð, skýrslugerð og uppgjör, stefnumótun og þátttaka í gæðastarfi og samstarf við starfsmenn bæjarins. Hæfniskröfur til starfsins eru háskólamenntun á sviði viðskipta, þekking og reyn- sla af stjórnun og rekstri, reynsla af sveitarstjórnar- málum er kostur, sjálfstæði í vinnubrögðum og frum- kvæði og góð samskiptahæfni. Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði. Hefur komið fyrir að of stutt er mokað Stjórn íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri fullyrðir að mikil óánægja sé meðal íbúa bæjar- ins með snjómokstur Vega- gerðarinnar. Segir í bréfi sam- takanna til bæjarráðs Ísafjarð- arbæjar að ferðir snjómokst- urstækja séu fáar og seint á morgnanna þegar illa viðrar. Þá segir í bréfinu að íbúar fullyrði að oft sé Gemlufalls- heiði mokuð en Dýrafjörður skilinn eftir ómokaður. Að- spurður um málið segir Geir Sigurðsson, rekstrarstjóri Vega- gerðarinnar á Ísafirði, að verk- takar sjái um mokstur á þess- um leiðum og að þeir muni taka tillit til þessara athuga- semda. „Það hefur komið fyrir, en örsjaldan að okkar mati, að það hefur verið mokað of stutt. Þá hefur sá sem mokar metið það sem svo að vegurinn um fjörðinn væri í lagi og því hætt mokstri“, segir Geir. „Almennt teljum við að þjónustan milli Ísafjarðar og Þingeyrar hafi verið góð í vet- ur, en það getur alltaf komið fyrir að menn meti stöðuna ekki rétt og moka ekki nógu langt, og við vitum um slík tilvik“, segir Geir Sigurðsson. rekstrarstjóri Vegagerðarinn- ar. – halfdan@bb.is Þingeyri.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.