Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 15 Færri bjóða upp á svefnpokagistingu Þeim stöðum sem bjóða upp á svefnpokagistingu hefur fækkað nokkuð á Vestfjörðum á síðustu árum samkvæmt nýútkomnum tölum Hagstofu Íslands. Voru þeir 5 árið 2006, en 7 árið áður. Flestir voru þeir 11 árin 1999 og 2001. Tjaldstæðum hefur þó fjölgað nokkuð jafnt og þétt síðustu ár, voru 20 árið 2006 en einungis 12 árið 1998. Farfuglaheimili voru 2 árið 2006, 1 orlofshús, 3 skálar í óbyggðum og 20 aðilar buðu upp á heimagistingu. Hægt að hefja framkvæmdir með vorinu Hægt verður að hefja byggingu þriggja húsa við lónið svokallaða á Suðureyri með vorinu, gangi áætlanir eftir. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar upplýsti í síðustu viku að hann hefði falið bæjartæknifræð- ingi að láta klára fyllingar undir byggingu húsanna miðað við þessi tímamörk. Í bréfi bæjartækni- fræðings til bæjarráðs kom fram að hægt væri að nálgast efni við Brjótinn í Súgandafirði nú í vetur og úthluta þannig lóðunum í vor. Yrði hins vegar beðið eftir dæluskipi og nýtt efni úr uppdælingu úr innsiglingarennunni á Suðureyri yrði ekki hægt að hefja byggingaframkvæmdir fyrr en vorið 2009. Þá kemur fram að kostnaður við fyllingu undir þrjú hús muni nema um 3 milljónum króna. þeim atburðum hérnamegin Steingrímsfjarðarheiðar. Er löngu tímabært að minnast Spánverjavíganna hér um slóðir, efla þannig söguvitund þeirra sem hér búa með fróð- legri afþreyingu fyrir sögu- þyrsta ferðalanga, námshópa og aðrar sem haft geta gagn og gaman af. Það er alltaf leitt þegar menn – sem ættu að sjá sóma sinn í því að leggja góðum verkum lið – kjósa að hlaupa í skotgrafir. Þeir Magnús Rafnsson og Ragnar Eðvarðsson hafa um langt árabil notið fyrirgreiðslu og velvildar styrkjakerfisins og verið vel að því komnir. Þeir mega vera stoltir af rann- sóknum sínum og hlutdeild í uppbyggingu menningarteng- drar ferðaþjónustu á Strönd- um. Vonandi er ekki til of mikils mælst að þeir sem mikils hafa notið geti unnt öðrum einh- vers. – Ólína Þorvarðardóttir. tala á þessum nótum nafni þeirra stofnana þar sem málið hefur ekki einu sinni verið rætt þar við stjórnarborð. Að sjálf- sögðu vonast ég eftir góðu samstarfi við Strandagaldur og Náttúrustofu Vestfjarða og vil í því sambandi halda nokkrum atriðum til haga: Hugmyndin að sögusafni og söguslóð um Spánverja- vígin 1615 hefur verið kynnt aðilum í ferðaþjónustu, At- vinnuþróunarfélagi Vestf- jarða, Háskóla Íslands, verk- efninu Vestfirðir á miðöldum, Byggðasafni Vestfjarða, Menn- ingarfulltrúa Vestfjarða, Vest- fjarða-akademíunni, Snjá- fjallasetri, Sögufélagi Ísfirð- inga og fleirum sem þegar hafa lýst vilja til samstarfs. Aðilar eru samdóma um að hér geti verið kærkomin við- bót við það sem fyrir er á svæðinu – þar á meðal rann- sóknir á hvalveiðisögu Baska, en einnig galdrasafnið á Hólma- vík og fyrirhugað sjóræn- ingjasetur á Patreksfirði svo dæmi séu tekin. Hin fyrirhugaða sýning um Spánverjavígin 1615 er til þess fallinn að laða enn frekar menningarþyrsta ferðamenn til Vestfjarða. Verkefnið er í samhengi við annað hér í ná- grannasýslum og gefur mögu- leika á hringtengingu ferða- mannasvæða á Vestfjörðum. Með verkefninu opnast leið- ir fyrir samstarf milli ferða- þjónustuaðila, rannsóknar- stofnana og þjónustuaðila ýmiskonar. Það er í eðli fræðastarfs og vísinda að rannóknir byggi hver á annrri og nýtist á ýms- um fræðasviðum. Rannsóknir á hvalveiðisögu Baska eru einn þáttur sem nýst gæti fyrir- huguðu sögsafni – á sama hátt og atburðasaga Spánverjavíg- anna ætti að geta nýst fyrir- hugaðri sýningu á hvalveiði- sögunni, ennfremur sjóræn- ingjasetrinu á Patreksfirði. Rannsóknir á afmörkuðum þáttum menningarsögunnar veita engum einkarétt á fræða- sviðinu öllu. Þegar Magnús Rafnsson og fleiri settu upp galdrasýningu á Hólmavík hafði ég sjálf stundað rann- sóknir á sögu galdramála 17. aldar um langt árabil og birt doktorsritgerð um það efni. Aldrei hefur að mér hvarflað að veitast opinberlega að Magn- úsi og hans samverkamönnum fyrir að nota rannsóknir mínar. Ég tel mig ekki eiga einkarétt á galdrasögunni. Á sama hátt fer því fjarri að þeir Magnús og Ragnar eigi einkarétt á samskiptasögu Spánverja og Íslendinga. Eins og þeir benda réttilega á er hvalveiðisagan ekki svo háð sjálfum Spán- verjavígunum. Hinsvegar tengjast Spánverjavígin ýms- um öðrum sögulegum þáttum hér við Ísafjarðardjúp, þ.á.m. verslunarsögunni og réttar- farssögunni í gegnum menn á borð við Ara í Ögri, Jón Guð- mundsson lærða o.fl.. Síðast en ekki síst skal á það bent að Spánverjavígin 1615 áttu sér stað í Ísafjarðar- djúpi en ekki á Ströndum. Það út af fyrir sig gefur tilefni til þess að huga sérstaklega að Þann 7. febrúar sl birtist grein í BB eftir þá Magnús Rafnsson og Ragnar Eðvarðsson undir yfirskriftinni „Að finna aftur upp hjólið“. Þar gera þeir athuga- semdir við áform um stofnun söguseturs um Spánverjavígin 1615. Er helst á þeim félögum að skilja að þeirra eigin rann- sóknir á minjum um hvalveið- ar Baska á Vestfjörðum gefi þeim einkarétt á öllu sem við- kemur samskiptum Spánverja við landsmenn á 17. öld. Sjálfir segjast þeir ætla að setja upp sýningu á hvalveiði- sögunni þar sem komið verði inn á Spáverjavígin. Í ljósi þess er athyglisvert að sjá hve lítið þeir gera úr Spánverja- vígunum í sögulegu samhengi. Sá ami sem þeir virðast hafa af því að þessum atburðum verði gerð skil hér norðan Steingrímsfjarðarheiðar kem- ur því „spánskt” fyrir sjónir. Magnús og Ragnar segjast tala fyrir munn Strandagaldurs og Náttúrustofu Vestfjarða. Við eftirgrennslan kemur í ljós að þeir hafa ekki umboð til að Héraðsrígur um kjötkatlana Ísafjarðarbær er eitt tólf sveitarfélaga sem boðin hefur verið þátttaka í tilraunaverk- efni þar sem kerfisbundinn samanburður er gerður á lyk- iltölum vegna grunnskóla- halds. Markmiðið er að móta og þróa aðferðarfræði við verkefnið áður en það verður gert að valkosti fyrir öll sveit- arfélög landsins. „Ávinningur Ísafjarðarbæjar af þátttöku í verkefninu er sá að sveitarfé- lagið fær niðurstöður úr könn- unum og gagnaöflun á ýmsum þáttum er tengjast grunnskól- anum og í framhaldinu sam- ræður og samstarf við sveitar- félög sem eru að fást við sama verkefni á svipuðum forsend- um“, segir í bréfi frá samband- inu. Samband íslenskra sveitar- félaga ýtti verkefninu úr vör á síðasta ári, með fjórum sveit- arfélögum, en nú hefst önnur umferð þess og vill sambandið fjölga þátttakendum í tólf. Auk Ísafjarðarbæjar er Fljót- dalshéraði og Borgarbyggð boðin þátttaka og þá í sam- starfi sveitarfélaga þvert á landshluta. Á Suðurlandi er Bláskógabyggð, Skaftárhreppi og sveitarfélögunum Árborg og Ölfusi boðin þátttaka. Að síðustu er Grindavíkurbæ, Sandgerðisbæ, Reykjanesbæ og sveitarfélögunum Garði og Vogum boðin þátttaka í sam- starfi á Suðurnesjum. Öll sveitarfélög nota sömu mælitæki en vinna saman í þremur hópum. Þannig verði til samstarfsnet sveitarfélaga á Suðurnesjum með fimm sveitarfélögum, annað á Suð- urlandi með fjórum sveitarfé- lögum og eitt samstarfsnet þriggja sveitarfélaga þvert á landshluta með fleiri en tvo grunnskóla og ólíka stærð skóla. „Með þessari skipan tel- ur sambandið að hlúð sé að samstarfi sveitarfélaga við þessa vinnu bæði á grundvelli nágrannasamvinnu og eins á grundvelli sameiginlegra þátta í skólastarfi, og vonast til þess að það styrki verkefnið enn frekar“, segir í bréfi sambands- ins. Bæjarráð Ísafjarðar hefur samþykkti að taka þátt í verk- efninu. – thelma@bb.is Ísafjarðarbæ boðin þátttaka í tilrauna- verkefni um samanburð grunnskóla

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.