Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 19

Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 19 Vetrarleikar fyrir börn á Ísafirði Púkamót Glitnis, fyrir börn 12 ára og yngri, verður haldið á Ísafirði dagana 23.-24. febrúar. Á annað hundrað börn tóku þátt í vetrarleikum Skíðafélags Ísfirðinga og Glitnis er þeir voru haldnir í fyrsta sinn í fyrra en mótshaldið þótti heppnast einstaklega vel. Keppt verður í alpagreinum, norrænum greinum og á snjóbrettum. Verðlaun verða veitt fyrir árangur í báðum greinum og einnig fyrir bestan árangur samanlagt. Verðlaunaafhending fer fram í fjallinu og á laugardagskvöldinu verður kvöldvaka og ball. Allir þátttakendur fá einhvern glaðning að því er fram kemur á vef Skíðafélagsins verður lögð áhersla á skemmtun og gleði. voru jólin áður hátíð Ásatrúar- manna. Svo þegar þeir fóru að predika úti í heimi var ákveðið að kalla hátíðina eitt- hvað annað og gera hana að kristnum atburði. Hér er hún enn kölluð jól en eins og í Englandi heitir hún Christmas eða messa Krists. Við viljum ekki taka upp neitt sem ekki er eins og það var upprunalega í biblíunni. Við erum líka nokkuð viss um að Jesús hefði ekki viljað það heldur þar sem hann bað mennina aðeins um að minnast dauða síns“, segir Simon. „Við erum samt sammála því að það er mjög mikilvægt að hann fæddist, annars hefði hann ekki getað gert allt sem hann gerði,“ segir Christina. „En það segir ekki í biblí- unni hvenær árs hann fæddist, en hins vegar vitum við ná- kvæmlega hvenær hann dó. Hins vegar er sagt mikið frá því þegar hann var að predika og við reynum að líkja eftir aðferðum hans þegar við erum að predika. En svo er sagt frá því að hann dó í okkar þágu. En auðvitað kunnum við vel að meta frídaga“, segir Simon kíminn. „Hugmyndin að baki jól- anna er góð, að eyða meiri tíma með fjölskyldunni en í dag snúast jólin meira um að koma öllu í verk sem þarf að gera og undirbúningur hátíð- arinnar fer í stress og verslun- aræði. Biblían segir okkur að eyða alltaf tíma með fjölskyld- unni okkar og ekki bara einu sinni á ári við hátíðlegt tilefni. Að nýta allan þann tíma sem við höfum til þess að vera með börnum okkar, segir Sim- on. „Í dag er það algengt að börn séu bara inn í herbergi og rétt skjótist fram til að fá sér að borða. Fólk finnst það ekki hafa tíma til að sinna þeim en maður verður bara að taka sér tíma. Þetta er eins og í hjónabandi. Maður þarf að eyða tíma með makanum sín- um til þess að hjónabandið gangi upp“, segir Christina. „Hjónaskilnaðir eiga sér stað innan okkar hóps líka en það er mjög sjaldan að fólk velji það. Hvatningin er sú að fólk eigi að geta unnið úr vandamálum sínum og hjón- um í erfiðleikum er hjálpað á allan þann hátt sem unnt er“, segir Simon. „Söfnuðurinn verður eins og fjölskylda manns. Við lítum á trúsystkin okkar sem fjölskyldu okkar. Þar sem vottar um allt eru tengdir og ef þú spyrð sömu spurningu í Kína eins og í Ástralíu þá færðu sömu svörin“, segir Christina. Að viðtalinu loknu fékk blaðamaður sýningartúr um myndarlegan samkomusal Vottana að Aðalstræti 15 þar sem þau hafa aðsetur en svo kvaddi hann og leyfði vottun- um að halda áfram sínu dag- lega starfi. – thelma@bb.is Miklar fokskemmdir urðu á hlöðu í Neðri-Breiðadal í Önundarfirði aðfararnótt laug- ardags. „Ég var ekki heima en frétti af þessu á laugardag“, segir Halldór Mikkaelsson, húseigandi. Aðspurður um tjón segist Halldór ómögulega geta getið sér til um hversu mikið það er. Þá hafi verið búið að fjarlægja mesta brakið þegar hann kom heim og næstu skref eru að reyna loka gatinu en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd Páls Ön- undarsonar er meirihluti þaks- ins horfinn. – thelma@bb.is Miklar fokskemmd- ir í Önundarfirði Miklar skemmdir urðu á hlöðunni. Sælkeri vikunnar er Kristín Guðnadóttir á Ísafirði Gómsæt grænmetissúpa Sælkeri vikunnar býður upp á dýrindis grænmetissúpu sem Kristín segir að sé afar góð í kuldanum. Ekki veitir af þar sem vetur konungur hefur ansi vel hreiðrað um sig á landinu um þessar mundir. Súpan er matarmikil, holl og bragðgóð og getur því ekki klikkað. Gómsæt grænmetissúpa 1 stk laukur 2 stk gulrætur 1 sellerísstöngul 3 kartöflur (afhýddar) ½ blómkálshöfuð 3 hvítlauksrif Matarolía til steikingar 1 ½ l vatn 4 grænmetisteningar 400 g tómatar í dós 3 msk tómatþykkni Pipar eftir smekk Salt eftir smekk 2 dl pastafiðrildi 2 msl ferks steinselja 3 msk parmesanostur Saxið lauk, sneiðið gulrætur og sellerí og skerið kartöflur í litla bita. Skerið blómkál í lítil búnt. Merjið eða saxið hvít- lauk. Hitið olíu í stórum potti og léttsteikið lauk og hvítlauk. Setjið allt niðurskorið græn- meti í pottinn og látið krauma í 2-3 mínútur. Bætið vatni og grænmetisteningum, niður- soðnum tómötum og tómat- þykkni út í. Kryddið með salti og pipar. Látið súpuna sjóða í um 20 mínútur og bætið pasta- fiðrildunum út í síðustu 10 mín. Stráið saxaðri steinselju og parmesanosti yfir rétt áður en hún er borin fram. Ég skora á Aðalbjörgu Pálsdóttur á Ísafirði að verða næsti sælkeri vikunnar. Horfur á föstudag: Suðlæg átt, 8-15 m/s og rigning eða súld sunnan- og vestanlands, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 2-7 stig. Horfur á laugardag: Ákveðin suðvestanátt og rigning, en úrkomulítið norðaustantil. Milt veður. Horfur á sunnudag: Ákveðin suðvestanátt og rigning, en úrkomulítið norðaustantil. Milt veður. Helgarveðrið

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.