Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 18

Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 200818 Mannlífið Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Smáauglýsingar Til sölu er fimm ára gömul, 200 ltr. frystikista. Notuð í sex mán- uði á ári. Verð kr. 30-35 þúsund. Uppl. í síma 863 3591. Gigtarfólk! Er ekki kominn tími til að hittast og spjalla. Hittumst í Edinborg mánudaginn 18. febr. kl. 20. Uppl. gefa Þorbjörg í síma 892 7550 og Dagný í síma 847 1633. Árgangur ´64. Hittumst á Kaffi Edinborg föstudaginn 15. febr. kl. 18:00. Til sölu eða leigu er húseignin að Hrunastíg á Þingeyri. Uppl. gefur Gróa í símum 456 8285, 847 8592 eða 451 3336. iPod Nano, 8 gb., svartur, tap- aðist að morgni fimmtudags- ins 24. janúar fyrir utan/eða inni í íþróttahúsinu á Torfnesi, eftir tónleika Sinfóníuhljómsveitar- innar. Finnandi hafi samband í síma 456 4901 eða 849 8813. Til sölu er Ski-Doo Mach Z 1000 snjósleði, árg. 2005, ekinn 2.900 km. Verð kr. 850 þús. Upplýs. í síma 861 4681. Til sölu eru fjögur ný 13" nagla- dekk. Uppl. í síma 456 3667. Eldri borgarar ath! Bingó verð- ur haldið í Safnaðarheimilinu þriðjudaginn 19. febrúar kl. 14. Til sölu er Subaru Legacy Wag- on, 4x4, árg. 98. Verð kr. 200 þús. í peningum og yfirtaka á láni. Bíll í toppstandi. Er til í að taka ódýrari bíl upp í. Upplýs- ingar í síma 892 7575. Til sölu eru skíðabogar á bíl. Henta bæði fyrir bretti og skíði. Á bogunum eru lásar. Uppl. í síma 456 3929 og 866 5480. Til sölu er dökkbrúnn, 3ja sæta leðursófi, tæplega fimm ára gamall og mjög vel með farinn. Selst á góðu verði. Uppl. gefur Ásthildur í síma 898 8828. Smáauglýsingasíminn er 456 4560 Sama gjald fyrir vistun umfram sex klukkustundir Fræðslu- og tómstundanefnd Súðavíkurhrepps hefur lagt til við sveit- arstjórn að gjald fyrir leikskóladvöl barna sem búa utan sveitarfélagsins verði 2.607 kr. fyrir eina klukkustund, 10.425 fyrir fjórar klst. og 20.850 kr. fyrir átta klst. vistun. Í gjaldskrá hreppsins má sjá að þetta er sama gjald og foreldrar barna í hreppnum greiða fyrir vistun umfram sex klst. á dag, en eins og komið hefur fram er leikskólinn Kofrasel í Súðavík gjaldfrjáls fyrir börn á leikskólaaldri í sex klukkustundir á dag. Sæll er sá maður sem hef- ur yndi af lögmáli Drottins Nýir trúboðar hafa flust til Ísafjarðar og tekið við sem vottar Jehóva. Þau Christina og Simon Kjeldsen hafa verið í bænum frá því um jólin og segja að sér lítist mjög vel á. Áður en þau fluttust til Ísa- fjarðar voru þau á Selfossi í rúm fimm ár og segja að það sé óvíst hve lengi þau muni verða hér vestra. Vottar Jehóva hafa vígt sig Guði til að gera vilja hans og þeir reyna að standa við það vígsluheit. Þeir leitast við að láta orð Guðs og heilagan anda hans leiða sig í öllu sem þeir gera. Vottarnir láta sig varða velferð annarra og vilja gjarn- an stuðla að friði og skilningi milli manna. Þá langar til að upplýsa aðra um hverjir þeir séu, um trú sína, starfsemi og afstöðu til mannlífsins og heims- ins. Blaðamann bæjarins besta langaði til þess að forvitnast meira um nýju trúboðana og tók þá á spjall. – Hvernig var að vera á Sel- fossi? „Það var mjög fínt. En það er mikil tilbreyting að koma hingað þar sem fjöllin eru svo nálægt manni. Sem er mjög skemmtilegt, segir Christina. – Hvað kom til að þið ákváð- uð að koma til Íslands? „Í þessu starfi vill maður vera þar sem maður getur rætt við fólk og það er allt öðruvísi í Danmörku“, segir Christina. „Þar hafa vottarnir predikað mun lengur eða frá því um þar síðustu aldamót, það má því segja að það sé meiri þörf á Íslandi og í öðrum löndum“, segir Simon „Spurningin var bara hvert við vildum fara og vissulega heillaði að fara til Afríku eða á einhvern annan framandi stað en við ákváðum að prufa að fara til Íslands. Einn trú- bróðir okkar í Danmörku hafði verið á Íslandi fyrir fjölda ára, allt frá því að fyrst var byrjað að predika hérlendis, og hann var alltaf að dásama Ísland. Hann sagði landið hafa verið einn frábærasta stað heims og við hugsuðum með okkur að kannski væri það enn svo við ákváðum að skella okkur en þó tímabundið. Ég sagði við Simon að ég skildi prófa að vera á Íslandi í eitt ár og ef mér líkaði það ekki værum við far- in. Það yrði þá enginn ósigur að fara heim eftir þann tíma þar sem við ætluðum að vera svo stutt. En nú eru liðin sjö og hálft ár og hér erum við enn, segir Christina og hlær. „Okk- ur líður mjög vel á Íslandi, hér er skemmtilegt fólk og ekki mikið um fordóma.“ „Það er meiri virðing borin fyrir biblíunni hér en í Dan- mörku. Úti er meiri áhugi fyrir austrænum trúarbrögðum en á Íslandi er kristið samfélag sem hentar okkur afar vel“, segir Simon. „Í Danmörku er kristin þjóð, eins og hér, en þar er fólk með biblíuna hjá sér uppi í hillu og svo er hún þar ósnert. Við reyn- um að fá fólk til að taka bibl- íuna niður og sjá hvað hún inniheldur. Okkar starf bygg- ist á biblíunni. Við reynum að forðast það sem maðurinn hef- ur bætt við biblíuna, en það er margt sem bætt hefur verið við kristna trú í seinni tíð bara af því að það hentaði á hverj- um tíma. Af því að menn vildu sniðganga eitthvað sem þeim þótti erfitt og fara auðveldari leið“, segir Christina. „Við reynum að komast eins nálægt frumkristinni trú og hægt er. Eins og trúin var rétt eftir að Jesú dó. Við viljum komast eins nálægt guðsorði og hægt er. Sumt er nauðsyn- legt að túlka en við reynum að forðast túlkanir eins mikið og hægt er“, segir Simon. „Sem dæmi þá segir biblían okkur að taka okkur ekki vopn í hönd og við tökum það mjög bókstaflega. Við viljum ekki taka þátt í hernaði á neinn hátt, t.d. viljum við ekki vinna í vopnaverksmiðju eða neinu sem stuðlar að hernaði. Með því erum við ekki að segja að maður í stríði sé verri maður heldur er þetta er okkar trú“, segir Christina. „Það er ekki okkar að dæma um það. Í 30 löndum er starf okkar bannað einmitt af því að við erum óhlutdræg og fá- umst ekki til þess að taka af- stöðu með eða á móti ákveðn- um stjórnmálaflokki o.s. frv. Við neitum alfarið að drepa annan mann eða taka þátt í einhverju sem mun leiða til þess að einhver láti lífið.“ – Hvað er trúflokkurinn ykk- ar stór, hversu margir virkir meðlimir eru í Vottum Je- hóva? „Sautján milljónir manns sóttu fjölmennustu samkom- una okkar á síðasta ári en þar sem við teljum bara þá sem eru virkir, sem sagt þá sem boða trúna, erum við rúmar sex milljónir. Það er samt nokkuð gott ef litið er til þess að í flestum trúfélögum eru ekki aðeins taldir virkir með- limir. Til dæmis ef við tökum kaþólsku trúna sem dæmi, sem er stærsti kristni trúflokk- urinn þá nær hún ekki milljón í virkum meðlimum. Ég las það a.m.k. einu sinni að þeir væru hátt í 900 þúsund á með- an við náum hátt í sjö millj- ónir“, segir Simon. „Hversu margir meðlimir eru á Íslandi? „Þeir voru um rúmlega þrjú hundruð á síðasta ári og hafði þá fjölgað um 6% á milli ára. Hópurinn fer því stækkandi, ekki ört kannski en örugg- lega“, segir Simon. Val fyrir lífstíð „Það tekur tíma að gerast vottur. Hjá flestum tekur það um fimm eða sex ár. Fyrsta árið hefur maður einhvern áhuga á biblíunni en bara sem venjulegur maður og þiggur boðið um að skoða biblíuna nánar. Maður tekur sér góðan tíma í að kynna sér hana til hlítar. Svo þarf að gera ýmsar breytingar. Til dæmis reykir enginn vottur Jehóva og ef við erum í sambúð þá erum við giftir. Það er langt ferli áður en maður ákveður að láta skíra sig, segir Simon. – Hvað voru þið gömul þeg- ar þið skírðust? „Nú eru foreldrar mínir vottar líka svo ég hef alla ævi þekkt þetta líf en ég var 16 ára þegar á ákvað að þetta væri það líf sem ég vildi líka. Þetta er stór ákvörðun og eins og með hjónaband þá ætlast mað- ur til að hún endist ævilangt. Maður verður ekki vottur bara af því að foreldrar manns eru það. Maður velur það sjálfur“, segir Christina. Smábörn eru ekki skírð hjá okkur þar sem börn geta ekki valið sjálf hvort þetta sé það sem þau vilja. Flestir þeirra sem alast upp hjá vottafjöl- skyldu og vilja svo sjálfir ger- ast votta láta skíra sig á seinni unglingsárunum, frá 16 til 20 ára, segir Simon. – En hvetja foreldrarnir ekki börnin sín að gerast vottar? „Þeim finnst það auðvitað það besta annars hefðu þau ekki valið þessa leið sjálf og maður fer með foreldrum sín- um á samkomur og þess hátt- ar. En einhvern tímann þarf maður að taka ákvörðun hvort þetta sé það sem maður vill eða hvort það sé eitthvað ann- að. Foreldrar manns virða svo ákvörðun manns“, segir Christ- ina. „Þetta er misjafnt, t.d. valdi bróðir Christinu að gerast ekki vottur og systir mín valdi það mjög seint að gerast vottur. Þetta er bara eins og í hvaða fjölskyldu sem er. Faðirinn er kannski lögfræðingur og von- ar að sonur sinn fari sömu leið en svo velur hann kannski ekki eitthvað“, segir Simon. Predika 130 klst. í viku – Hvernig er daglegt líf hjá vottum, hvernig er venjulegur dagur hjá ykkur? „Nú höfum við verið send til Ísafjarðar sem trúboðar en við þurfum einnig að finna okkur vinnu þar sem trúboða- vinnan er sjálfboðavinna og maður þarf að eiga salt í graut- inn. Við erum búin að skuld- binda okkur til að predika 130 klukkustundir í mánuði sem felst í því að við bönkum upp á hjá fólki og bjóðum því upp á ókeypis biblíukynningu, segir Simon. „Þetta er það sem við höfum valið að gera en flestir vottar predika aðeins nokkrar klukku- stundir í viku þar sem þeir eru að vinna og sinna fjölskyld- unni og öllu sem í því felst“, útskýrir Christina. „Dagurinn hjá okkur byrjar á því að við lesum smá í biblí- unni“, segir Christina. „Og á kvöldin erum við stundum í tölvuleikjum þar sem við horfum ekki mikið á sjónvarp, en við erum mjög skrítin og finnst ekki mikið varið í sjónvarpsdagskrána. Mér er svo sem sama hver verður næsta ofurfyrirsæta Kanada“, skýtur Simon að með glott um vör. Sumir halda að við liggjum yfir biblíunni frá morgni til kvölds en það gerum við ekki, segir Christina. Eigið þið ykkur uppáhalds- kafla í biblíunni? Stórt er spurt. Ég les mikið einn af sálmunum sem er upp- skrift hamingjunnar. „Sæll er sá maður sem hefur yndi af lögmáli Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt. Hann er sem tré sem gróðursett er hjá rennandi lækjum og ber ávöxt sinn á réttum tíma. Blöð hans visna ekki. Allt sem hann gjörir lánast honum.“ Þetta höfðar mjög mikið til mín og hver vill ekki að allt sem hann gerir gangi upp?, segir Christina. Það fer nú eiginlega eftir skapi hver uppáhaldskaflinn minn er en sem barn þá var þetta það eina sem ég kunni utanbókar og enn í dag hef ég mikið dálæti á því. Jesús boðar menn til að fara út og predika sitt orð. Síðustu tíu árin hef ég líka haft mikið dálæti á og reynt að fara eftir því þegar sagt er að hvað sem við gerum eigum við að gera eins og Guð eigi í hlut. Við eigum að skila vinnu okkar af okkur eins og við værum að gera það fyrir Guð, segir Simon. Er predikunarsvæðið ykkar allir norðanverðir Vestfirðir? Já það má segja það. Frá Súðavík til Þingeyrar. Vottar Jehóva fara eftir sömu dag- skránni hvar sem er út um allan heim. Á samkomu á Ísa- firði er sama umræðuefni og er í sömu viku út í Ástralíu eða New York, segir Simon. „Samkomur okkar eru mjög léttar og þægilegar. Það er einn sem leiðir umræðuefnið en hinir taka þátt eins og þeir vilja. Börn jafnt sem gamal- menni geta tekið þátt“, segir Christina. „Já við erum ekki með ræðuhald yfir fjöldanum þar sem við segjum öllum hvað þeir eigi að gera. Heldur er þetta meira svona samtal milli þeirra sem taka þátt“, segir Simon. Eigum að eyða meiri tíma með fjölskyldunni – Vottar halda ekki jól, af hverju er það? „Jesús bað kristna menn um að halda upp á afmæli dauða hans og það gerum við hverja páska“, segir Christina. „Við höldum látlaust upp á það. Við notum brauð og vín sem tákn yfir líkama Krists og blóð eins og hann gerði. Svo er söngur og bæn. Í ár rennur dauðadagurinn upp þann 22. mars og þá munu Vottar um allan heim minnast þess að Jesús dó fyrir okkur“, segir Simon. „Jólin eru tökusiður. Eins og hér á Norðurlöndunum Alls svöruðu 796. Já sögðu 595 eða 75% Nei sögðu 201 eða 25% Spurning vikunnar Er mikilvægt að hægt sé að fljúga millilandaflug til og frá Ísafirði? Átök í heima- húsi á Ísafirði Aðfararnótt föstudags var lögregla kölluð að heimahúsi á Ísafirði þar sem fjórir menn slógust eða voru taldir slást með brotnum flöskum og öðru lauslegu. Þegar lögreglu- menn komu á staðinn voru tveir þeirra horfnir af vett- vangi. Hinir tveir voru fluttir á sjúkrahús til að- hlynningar, en þeir voru báðir með áverka á höfði. Málið er rannsakað sem meiriháttar líkamsárás vegna þeirra vopna sem talið er að hafi verið notuð.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.