Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 14.02.2008, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 20088 STAKKUR SKRIFAR Tíðindalaust af suðurvígstöðvunum Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefn- um hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Kristinn H. með sjónvarpsþátt á ÍNN Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, er kominn með fastan þátt á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Að sögn Kristins hefur hann ekki ákveðið nafn á þáttinn og er því vinnuheitið enn sem komið er Kristinn H. Þættirnir hafa verið á dagskrá einu sinni í mánuði frá því í haust en nú verða tveir þættir sýndir í mánuði. Hver þáttur er hálftími og fær Kristinn til sín einn viðmælanda hverju sinni og tekur fyrir eitt viðfangsefni. „Í fyrsta þáttinn fékk ég Örn Pálsson til þess að ræða fiskveiðiráðgjöfina og gagnrýni hans á hana, síðan formann Bændasamtakanna Harald Benediktsson. Í síðustu viku var Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis gestur minn til þess að kynna Evrópu- skýrslu utanríkisráðherra og útskýra sjónarmið þeirra sem aðhyllast aðild Íslands að Evrópusambandinu“, segir Kristinn. Veitingastaðurinn Við Pollinn á Ísafirði tekur þátt í hátíðinni „Fóður og fjör“ sem haldin verður víðs vegar um land dag- ana 21.-24. febrúar. Fjöl- margir veitingastaðir hafa tekið sig saman og ætla að kynna íslenskt hráefni til matargerðar auk þess sem hvert landsvæði ætl- ar að kynna það sem er að vetrarlagi. Á undanförn- um árum hefur matarhá- tíðin Food & fun í Reyk- javík áunnið sér veglegan sess í borgarlífinu í febr- úar og nú vilja veitinga- staðir úti á landi bjóða upp á spennandi matseðil í stórbrotinni íslenskri nátt- úru á þessum tíma árs. „Hátíðin Fóður og fjör er fyrir heimamenn jafnt sem gesti jafnt Íslendinga sem útlendinga. Hátíðin er fyrir alla þá sem vilja njóta stórkostlegrar ís- lenskrar náttúru í vetrar- ham, menningar á hverju svæði fyrir sig auk þess að láta dekra við sig í mat og drykk“, segir í bréfi Áslaugar Alfreðsdóttur fyrir hönd undirbúnings- hóps verkefnisins til bæj- arráðs Ísafjarðarbæjar. Gert er ráð fyrir að 11 veitingastaðir um allt land muni taka þátt í hátíðinni en hún verður haldin í samstarfi við Flugfélag Íslands og Útflutningaráð. – thelma@bb.is Fóður og fjör Ákvörðun leiklistarráðs að styrkja ekki Act Alone setur stórt strik í reikninginn er varð- ar framtíð leiklistarhátíðarinn- ar en að því er fram kemur á vef Kómedíuleikshússins stefn- ir í að hátíðin í ár verði sú síðasta. „Hátíð sem þessa er ekki hægt að starfrækja nema menntamálaráðuneytið komi að málum og þá er bara spurn- ing hvort það sé einhver áhugi fyrir því að hafa leiklistarhátíð á Íslandi eða ekki? Samkvæmt nýjustu fréttum er svo ekki og harmar Kómedíuleikhúsið mjög þá ákvörðun. Kómedíu- leikhúsið mun þó ekki leggja árar í bát á svona kómískan hátt og bíður nú eftir viðbrögð- um frá menntamálaráðuneyt- inu aka leiklistarráði“, segir á komedia.is. Leiklistarráð, sem úthlutar árlega styrkjum til atvinnu- leikhópa og starfar á vegum menntamálaráðuneytis, hafn- aði umsókn Act Alone þótt hátíðin hafi fengið 900.000 króna styrk á síðasta ári. „ Af hverju var hátíðin þá styrkt í fyrra? Er nóg að styrkja hana bara einu sinni þegar um ár- lega hátíð er að ræða. Hvernig á líka að vera hægt að byggja upp leiklistarhátíð ef aðeins er horft á eitt ár í einu. Þetta hlýtur að kalla á skýringar frá Leiklistarráði og um leið er mikilvægt að fá uppá borðið hver sé stefna Leiklistarráðs. Mikið væri nú gaman að fá að sjá það á blaði en það hlýtur að vera réttur okkar sem sækja þar um“, segir á vef Kómedíu- leikhússins. Act alone sem er ein stærsta listahátíðin á landsbyggðinni verður haldin dagana 2.-6. júlí í sumar. Meðal þess sem verð- ur á dagskránni í ár eru tvær einleiknar danssýningar, fjöl- margir íslenskir einleikir og tvær erlendar gestasýningar þar á meðal verðlaunasýning frá Búlgaríu sem nefnist Chick with a Trick. Act alone er að auki eina árlega leiklistarhátíðin á Ís- landi og er þetta fimmta árið í röð sem hátíðin er haldin. Að- gangur ókeypis en sá háttur hefur verið hafður á frá upp- hafi. – thelma@bb.is Næsta Act Alone hátíð sú síðasta? „Aðstæður í dag vinna gegn ný- sköpun í atvinnulífi svæðisins“ Atvinnumálanefnd Ísafjarð- arbæjar gerir kröfu um að hægt verði að fljúga um Ísa- fjarðarflugvöll í millilanda- flugi. „Aðstæður í dag vinna gegn nýsköpun í atvinnulífi svæðisins og möguleikum á að þróa þjónustu við A-Græn- land“, segir í áliti nefndarinn- ar. Rætt var um flug frá Ísafirði til A-Grænlands á fundinum og nauðsyn þess að samgöngu- yfirvöld opni völlinn fyrir flug að nýju á fundi nefndarinnar í gær. Vegna reglugerðarbreyt- inga má ekki nota flugvöllinn nema settar verði upp nauð- synlegar girðingar og tækja- búnaður til að uppfylla kröfur reglugerðar. Bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar, Halldór Halldórs- son, var viðstaddur fundinn og gerði grein fyrir því að hafnarstjóri hefur haldið áfram viðræðum við fulltrúa græn- lenskra námafyrirtækja. Ekki hefur fengist nein niðurstaða í það mál ennþá. Hlutverk Ísafjarðarflugvall- ar í Grænlandsflugi var um langt árabil burðarás í þjón- ustu Flugfélags Íslands við fyrirtæki á A-Grænlandi þar til breyttar reglur tóku gildi og flugvöllurinn hafði ekki lengur leyfi til millilandaflugs. Þótti það ansi bagalegt þar sem Ísafjarðarflugvöllur er eini flugvöllurinn á landinu sem getur sinnt ákveðnu flugi vegna nálægðar við Græn- land. Í flugið eru notaðar Twin Otter flugvélar með skíðaút- búnaði, en vegna skíðanna minnkar flugdrægi vélanna og því er ekki hægt að fljúga nema allra skemmstu leið yfir hafið. Einungis fjórir millilanda- flugvellir eru nú á Íslandi. Ísafjarðarflugvöllur. Hafi einhver látið sér detta í hug að stjórnmálmenn í Reykjavíkurborg myndu reka af sér slyðruorðið og setja fram skýr markmið og gefa skýr svör við spurningum, þá brást það. Í borgarstjórn Reykjavíkur ríkir vont ástand. Enginn nýtur fulls trausts lengur og það eina sem hægt væri að gera til að bjarga málum væri að skapa samstöðu allra flokka og ráða ópólitískan borgarstjóra, svona rétt eins og framkvæmdastjóra í fyrirtæki sem tekur við fyrirskipunum frá borgarstjórn og þá fyrst og fremst á grundvelli gagnlegrar stefnumótunar. Formaður borgarráðs var ekki á þeim buxunum, þótt skoðana- kannanir sýni hann rúinn trausti kjósenda og ljóst sé að Sjálfstæðisflokkurinn sé langleiðina komin á sama stig. Á meðan geta aðrir flokkar skýlt sér á bak við vandræði Sjálfstæðisflokks- ins og talið sjálfum sér og öðrum trú um að þeir séu eitthvað betri, en það eru þeir ekki í augum hins almenna Íslendings sem hrekkur við um leið og minnst er á borgarstjórn og borgarfulltrúa. Þessi staða er vond fyrir alla. Lýðræðið þrífst ekki vel þegar kjörnir fulltrúar kjósenda njóta ekki trausts umbjóðenda sinna. Þannig er málum komið nú. Til þess að unnt sé að sinna þörfum kjósenda og landsmanna allra þarf að ríkja stöðugleiki, gangkvæmur trúnaður og virðing. Allt er þetta horfið bak við sjóndeildarhringinn í bil, að minnsta kosti. Vinda verður ofan af þessu ástandi. Við viljum fólk sem hægt er að treysta, eiga við rökræður og og við viljum geta treyst því til að finna lausnir sem reynast ásættanlegar. Framundan er efnahagslægð með minnkuðum kvóta og tilheyrandi vandamálum, sem reyna munu á þjóðina og einstaklinga, misjafnlega þó eftir aðstæðum. Við viljum sjá að unnið sé að því að finna lausnir sem byggja á því að vandinn sé rétt greindur og lausnir fundnar í samræmi við greiningu. Svo lengi hefur þjóðin búið við efnhagsvöxt að hætt er við að öllum bregði á þessu og næsta ári, þegar samdráttur fer að segja til sín fyrir alvöru. Þá dugar ekki að segja að menn hafi axlað ábyrgð ef það er ekki gert í samræmi við þá miklu ábyrgð sme stjórnmálamenn verða að standa undir. Skásta lausnin í Reykjavík hefði verið sú að ríkisstjórnarflokkarnir hefur geta náð saman um stjórn Reykjavíkurborgar út kjörtímabilið. Sú lausn sýnist út úr myndinni nú, svo margt stoltið er nú sært og stór orð hafa fallið á báða bóga, því miður. Það kemur alltaf dagur eftir þennan og kosningar sem þeir stjórnmálamenn sem leita vilja endurkjörs verða að horfast í augu við. Það gildir bæði um borgarstjórn Reykjavíkur, aðrar sveitarstjórnir og Alþingi. Kjósendur munu krefjast þess þegar að kreppir að verkin verði látin tala og menn séu ekki að viðra fjölskyldur sínar sér framdráttar eða skjóls. Það kostar klof að ríða röftum. Einfaldara getur það ekki verið.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.