Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.05.2008, Page 2

Bæjarins besta - 15.05.2008, Page 2
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 20082 Gistirýmum fjölgar á Vestfjörðum Framboð gistirýma á Vestfjörðum hefur aukist um nærri helming frá árinu 2000 samkvæmt nýjum tölum Hagstofu um framboð gistirýmis á hótelum og gistiheimilum. Árið 2000 gat fjórðungur- inn hýst 624 ferðamenn í einu, en í fyrra voru 905 rúm í boði og nemur aukningin 45 prósentum. Fjöldi herbergja hefur einnig auk- ist, var 283 en er nú 392. Gististöðum fjölgaði mest milli áranna 2001 og 2005, fóru úr 20 í 31, en fækkaði síðan aftur niður í 27. Gefur til kynna vilja Alþingis til úrvinnslu olíuafurða hér á landi Bensínstöðvarmálið upplýst Lögreglan á Vestfjörðum upplýsti á fimmtudag þjófnaðarmál á Bensínstöðinni á Ísafirði þaðan sem verulegum fjármunum var stolið aðfaranótt mánudags. Lögreglan handtók fjóra menn á aldrinum 16 til 18 ára í þágu rannsóknar málsins. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum fór fram á gæsluvarðhald yfir þremur þeirra og var einn úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags í síðustu viku. Hafa þeir allir viðurkennt aðild sína að málinu og var þeim sleppt að loknum yfirheyrslum. Þýfið fannst og hefur verið komið til skila. Auka korter við vistunartímann ekki lengur í boði Foreldrum leikskóla- barna í Ísafjarðarbæ hefur hingað til verið boðið upp á svigrúm með vistunartím- ann sem nemur 15 mínútum en frá og með 1. júní verður það ekki lengur í boði. „Fyrir því hefur verið löng hefð hjá Ísafjarðarbæ að foreldrar hafi 15 mínútur fyrir utan keyptan vistunar- tíma, sem hafði verið hugs- aður þannig að foreldrar hafi auka tíma til að koma með og/eða sækja börnin. T.d. ef barn er með vistunar- tímann 8:00-16:00, hafa foreldrar getað komið með barnið 7:45 en sótt það þá kl. 16:00, eða komið með barnið 8:00 og sótt það 16:15 án þess að greiða aukalega fyrir það. Í flestum sveitafélögum er ekki boðið upp á þessar 15 mínútur, þar er vistunartíminn barns- ins einungis sá tími sem keyptur er, þannig að ef barnið er með vistunartím- ann 8:00-16:00, má það koma kl. 8:00 og vera sótt kl. 16:00. Ef þörf er á lengri vistunartíma geta foreldrar keypt 30 mínútur og bætt við“, segir í tilkynningu leikskólafulltrúa Ísafjarðar- bæjar sem send hefur verið leikskólum sveitarfélagsins. „Þar sem að ýmis vand- kvæði eru farin að skapast við skipulagningu starfsins í leikskólanum út af þessum 15 mínútum, verður hætt að bjóða upp á þær frá og með 1. júní n.k. þá er það keyptur vistunartími sem gildir, ef foreldrar þurfa lengri vist- unartíma, þarf að kaupa hann, boðið er upp á að kaupa 30 mínútur aukalega og kosta þær 1.420 kr. á mánuði. Þeir sem telja sig þurfa að kaupa auka vist- unartíma, eru beðnir að hafa samband leikskólastjóra sem fyrst“, segir í tilkynn- ingunni. – thelma@bb.is Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga styður þings- ályktunartillögu sem felst í undirbúningi þjónustumið- stöðvar vegna olíuleitar á Drekasvæði. Segir í umsögn Fjórðungssambandsins að tillagan lýsi þeim vilja Al- þingis að stjórnvöld geri þeim landssvæðum sem búa og hafa búið við samdrátt og einhæfni atvinnulífs að skoða alla mögulega í atvinnumálum og byggja á staðarkostum þeirra. Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga telur að stuðn- ingur við tillögunna gefi einnig til kynna vilja Alþingis til úrvinnslu afurða úr hráolíu og/eða gasi hér á landi. Í markmiðum tillögunnar er tilgreint að ríkisstjórninni verði falið að aðstoða sveitar- félögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhrepp við að undirbúa og kanna þörf á þjónustumiðstöð vegna skipa sem kæmi til með að leita olíu á Drekasvæði. Finnist olía og eða gas, þá nýtist aðstaðan til þjónustu við svæðið. „Ákaflega mikilvægt er einnig að stjórnvöld hefjist nú þegar handa við að undirbúa þjónustumiðstöð á Vestfjörð- um fyrir þjónustu við Austur- Grænland og reyndar Græn- land í heild sinni. Alþingi fól ríkisstjórninni með þings- ályktun vorið 2007 að gera úttekt á möguleikum slíkrar miðstöðvar“, segir í umsögn Fjórðungssambandsins en eins og greint hefur verið frá hefur Alþingi ályktað að fela ríkisstjórninni að gera úttekt á möguleikum þess að efla norðanverða Vestfirði sem miðstöð þjónustu vegna vax- andi fiskveiða við Austur- Grænland og skoða sérstak- lega þann kost að þjónustu- miðstöð og umskipunarhöfn fyrir siglingar í Norðurhöfum verði á Vestfjörðum. Haft verði náið samráð við heima- menn við gerð úttektarinnar. „Spár um gífurleg umsvif á og við strendur Grænlands vegna náma- og olíuvinnslu, með hliðsjón af staðsetning Vestfjarða í miðju þess svæðis sem heimsviðskiptin horfa nú til, eru hvatning til þess að Ísland sýni mikið frumkvæði í þessum efnum. Miklir mögu- leikar eru einnig á sviði ferða- þjónustu í þessu sambandi“, segir í umsögn Fjórðungs- sambands Vestfirðinga. – thelma@bb.is Kanadíski rithöfundurinn og tónlistarýnirinn Cliff Burns fer offari í lofi sínu á sóma Súðavíkur, Erni Elíasi Guðmundssyni, og hljóm- sveit hans í umfjöllun sem birtist á vefsíðu rýnisins. Cliff fór við þriðja mann að sjá Queens of the stone age í heimalandi sínu um daginn og settist með félögum sínum að sumbli fyrir tón- leikana á bar hinu megin við götuna. Þegar þeir heyrðu tónlist Mugisons þustu þeir yfir og fóru inn. „Ég er glaður að við náðum upphitunaratriðinu, Mugi- son, af því að þeir voru æðislegir. Ótrúlega góðir. Þeir eru að gera góða hluti í heimalandi sínu, Íslandi, og ég get vel séð hvers vegna“, segir Cliff Burns. „Þessir gaurar voru sko ekki bara á tímakaupi (eins og Trans Am, tríóið sem hitaði upp fyrir Tool), þeir unnu sko fyrir kaupinu sínu, fjandakornið. Og gjörsam- lega sigruðu salinn með því að gefa allt sem þeir áttu. Að tónleikum loknum sat söngvari og aðalsprauta bandsins og áritaði eintök af plötunni Mugiboogie (sem er á fóninum í þessum rituðu orðum)“, segir Cliff. Hann hvetur lesendur sína til að kanna tónlist Mugisons á Youtube streymisveitunni. „Ég er að segja ykkur það, við þrír vorum allir gapandi af undrun og við myndum endilega vilja sjá þá spila fullt sett sem aðalband. Við myndum glaðir borga fyrir þau forréttindi.“ – halfdan@bb.is Gapandi af undrun yfir Mugison Kaupa nýja flot- bryggju til Flateyrar Halldór Halldórsson bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar og Finnur Jónsson eigandi Báta- lands ehf. undirrituðu samn- ing í síðustu viku milli Hafna Ísafjarðarbæjar og Bátalands ehf. vegna kaupa á nýrri flot- bryggju á Flateyri. Bryggjan er framleidd af Marinetek Finland OY í Helsinki. Hún er af gerðinni Heavy duty pontoon M2712HDS, ber timbur fendera á hliðum og fyrir enda fjær landi og er samsett úr fjórum einingum sem hver um sig er 12 metrar á lengd með 6 festipollum. Heildarlengd bryggjunnar er 48 metrar og verður hún tengd með 20 mm keðjum í 10 steinsteyptar botnfestur ásamt því að verða tengd landvegg með sams konar keðjum. Einnig mun verða 10 metra langur landgangur úr stáli sem tengir bryggjuna við land. Samkvæmt samningum verð- ur bryggjan afhent 1. júní 2008. Eins og greint hefur verið frá munu framkvæmdir á Flateyri á vegum Ísafjarðar- bæjar í ár kosta um 40 milljónir króna. Auk flot- bryggjunnar má þar nefna nýtt gámasvæði og flutning hins fornfræga Svarta pakkhúss á nýjan stað. - thelma@bb.is Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Finnur Jónsson, eigandi Bátalands ehf. og Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri. Mynd: Ísafjarðarbær.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.