Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.05.2008, Síða 4

Bæjarins besta - 15.05.2008, Síða 4
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 20084 Tveir nýir bátar hafa bæst í flota Bolvíkingar, annars veg- ar farþegabáturinn Bjarnarnes sem er í eigu Sigurðar Hjartar- sonar og Einar Hálfdáns ÍS. Bjarnarnes er af gerðinni Sómi 990, rúmar 20 farþega og er með 500 hestafla vél. Báturinn var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði. „Þess má geta að við höfum nú á árunum frá 2006 smíðað 21 bát í sjóstöngina í Súðavík, Tálknafjörð og Bíldudal sem eru vissulega túristabátar, þessi bátur er fyrsti báturinn sem við smíðum sem er ein- göngu farþegabátur“, segir Ósk- ar Guðmundsson hjá Báta- smiðju Guðmundar. Einar Hálfdáns er af gerð- inni Cleopatra 31 og er smíð- aður árið 2005 en báturinn hét fyrst Sóla HF og nú síðast Hamravík. Það var hinn marg- reyndi aflakóngur Guðmund- ur Einarsson og sonur hans sem sigldu bátnum vestur en þeir ætla að róa honum saman í sumar. – thelma@bb.is Bjarnarnes. Tveir nýir bátar í flota Bolvíkinga Nýr kvikmyndabúnaður Matís á Ísafirði mun nýtast vel í rannsóknir á atferli eld- isfiska og að líkindum gleðja grunnskólabörn í Súðavík í leiðinni. Dr. Þorleifur Ágústs- son, verkefnisstjóri Matís á Ísafirði, segir að búnaðurinn bjóði upp á gríðarlega mögu- leika og bæti miklu við þá rannsóknaraðstöðu sem til staðar er. Búnaðurinn var keyptur í samstarfi við Haf- rannsóknarstofnun og þorsk- eldisfyrirtækið Álfsfell ehf., en Rannís veitti styrk til kaup- anna. „Nú erum við til dæmis að stýra Evrópuverkefni þar sem skoðað er hvernig ljósabún- aður getur seinkað kynþroska þorsks í eldiskvíum og aukið vaxtarhraða. Þær upplýsingar sem við söfnum með aðstoð myndavélanna ættu að bæta heilmiklu við þá líffræðilegu og erfðafræðilegu þætti sem við þekkjum nú þegar. Það er til dæmis vitað að fiskur sem alinn er upp í kvíum hegðar sér öðruvísi en fiskur sem er veiddur og settur í kví en nú gefst okkur tækifæri til að skoða það betur“, segir Þorleifur. Myndavélarnar eru þráð- lausar og er stýrt úr landi. Þá er gert ráð fyrir því að börn í Grunnskólanum í Súðavík geti fylgst með fiskunum á sjónvarpsskjá í skólanum. Nýr kvikmyndabúnaður nýtist til rannsókna og gleður súðvísk börn Dr. Þorleifur Ágústsson við búnaðinn.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.