Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.05.2008, Side 10

Bæjarins besta - 15.05.2008, Side 10
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 200810 STAKKUR SKRIFAR Fréttir og raunveruleikinn Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefn- um hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. sviði í Þýskalandi, Andree´s Angelreisen. Þar varð strax mikill samhljómur milli manna og samstarfsvilji og niðurstað- an varð sú, að 15. mars 2007 samþykkir stjórn Fjord Fish- ing samning við Andree´s Angelreisen. Þjóðverjar eru yfirleitt skipu- lagðir og búnir að bóka ferðir með sex mánaða fyrirvara. Þannig vissum við hreinlega ekki hvernig sumarið myndi koma út hjá okkur, með samn- ing við nýjan söluaðila sem var að koma sölu á ferðum í gang í mars 2007 fyrir sumarið 2007. Þrátt fyrir skamman tíma tókst okkur að fá á þriðja hundrað manns í gegnum nýja samstarfaðilann, þannig að við komum ekki slasaðir út úr þessu, en nokkuð sárir. Við sáum fljótt að sumarið 2007 yrði ekki gott hvað er- lenda gesti snerti og þess vegna fórum við að auglýsa innanlands. Við fengum góðar undirtektir og gátum náð tölu- vert miklu á þann hátt, þannig að við vorum nokkuð sátt þeg- ar upp var staðið á liðnu hausti. Auk þess var Hvíldar- klettur ekki í aðstöðu til að taka við öllum þeim hópum sem áttu bókað sumarið 2007, þannig að hluti þeirra gesta enduðu hjá Sumarbyggð í Súðavík, eins og upphaflega hafði verið áætlað. Í dag má segja að Fjord Fishing ehf. sé í öndunarvél og ekki hugað líf og forsendur þess félags brosnar. Það voru mikil vonbrigði að samvinnan sem sveitarfélögin stofnuðu til í góðri trú skyldi ekki ná lengra. Við leituðum eftir áliti lög- fræðings Fjord Fishing á upp- sögn samningsins. Niðurstaða hans var að við hefðum for- sendur til að höfða mál og vinna gegn Vögler´s Angel- reisen, þar sem engar forsend- ur voru fyrir hendi af þeirra hálfu til að segja einhliða upp samningi. En þar sem vel hefur ræst úr þessu og sam- einað félag er með samning við góða söluskrifstofu í Þýska- landi þar sem ríkir gagnkvæmt traust og heiðarleiki og fram- tíðin björt fyrir Sumarbyggð, þá hefur það ekki verið mikið kappsmál að höfða mál gegn þeim.“ Miklu meira bókað í sumar – Hverjar eru horfurnar núna í sumar? „Eins og fram hefur komið gekk ekki hugmyndin um samvinnu allra undir merkjum Fjord Fishing ehf. Við þurft- um að endurskoða allt planið og niðurstaðan úr þeirri hug- myndavinnu var að við ákváð- um að búa til eitt sameinað og sterkt fyrirtæki úr Tálkna- byggð ehf., félaginu sem byggði húsin á Tálknafirði, Sumarbyggð hf. í Súðavík með húsin hér, og bátafyrir- tækinu Próton ehf. með 21 bát. Þessi sameining var gerð undir merkjum Sumarbyggð- ar hf. Samhliða sameining- unni varð hlutafjáraukning í félaginu sem gekk vel og rétt undir síðasta vetur höfðum við í höndunum öflugt fyrirtæki sem var búið að koma sér upp aðstöðu í Súðavík og á Tálkna- firði og gera samstarfssamn- ing við þjónustuaðila við á Bíldudal, Eaglefjord ehf. Við eigum mjög gott sam- starf við Andree´s Angelreis- en og þar smella hlutirnir sam- an. Fullt traust er milli aðila og skipulagningin góð. Bók- anir erlendra sjóstangaveiði- manna á okkar vegum í sumar eru langtum meiri en var í fyrra og framar okkar björt- ustu vonum. Markmiðið hjá okkur er að veita sem allra besta og persónulegasta þjón- ustu og koma fram við sér- hvern gest eins og hann sé sá eini. Það er einmitt það sem gestir okkar kunna að meta og með þessu búum við til mjög sterkan endurkomu- markað. Núna horfum við fram á fyrsta alvöruárið eftir þessar hremmingar og framtíð félagsins er mjög björt.“ Góður hagur Súðavíkurhrepps – Súðavíkurhreppur hefur verið sagður meðal þeirra sveitarfélaga hérlendis sem best eru stödd fjárhagslega. Hver er staðan í dag? „Ég tók við góðu búi árið 2002 hvað fjárhaginn varðar. Þá var nýbúið að selja hlut sveitarfélagsins í Orkubúi Vestfjarða og fljótlega eftir að ég kem til starfa seljum við hlut okkar í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru hf. þegar helstu stjórnendur félagsins kaupa allt hlutafé þess. Við förum á þessu tímabili í miklar framkvæmdir og fjár- festingar, svo sem í byggingu atvinnuhúsnæðis á Langeyri, hlutafjárkaup í fyrirtækjum og kaup á stofnfé í Sparisjóði Vestfirðinga, gerum tjaldsvæði, gerum leikskólann gjaldfrjáls- an, byggjum tvö einbýlishús og fleira. Sveitarfélagið hefur verið rekið með hagnaði frá árinu 2002 og hefur skilað hátt í 30 milljónum króna á þessu tíma- bili að teknu tilliti til fjár- magnsliða og afskrifta. Þegar litið er yfir þær fjárfestingar sem var farið í á tímabilinu, þá hafa í sumum fjárfestingum fjármunir tapast. Aðrar fjár- festingar hafa komið vel út og ég leyfi mér að segja, að sveit- arfélagið standi fjárhagslega betur núna en þegar ég kom að því árið 2002. Jafnframt eru mörg áhuga- verð verkefni í gangi sem eiga eftir að efla Súðavík og um- hverfi hennar enn frekar. Ég tel sveitarfélagið vel í stakk búið til að takast á við fram- tíðina og halda áfram því krefjandi starfi að efla búsetu og atvinnuhætti í sveitarfélag- inu enn frekar.“ Stefnir suður á ný Þegar Ómar Már er spurður hvað hann hyggist taka sér fyrir hendur þegar hann lætur af starfi sveitarstjóra segir hann: „Ég hef áform um að flytja suður í haust og er svona að fara að þreifa fyrir mér með vinnu þar. Þetta er kann- ski ekki besti tíminn til að leita sér að nýju starfi á höf- uðborgarsvæðinu, þegar at- vinnulífið þar er við frost- mark, en ég verð bara að vera bjartsýnn um að finna eitthvað spennandi starf þar sem ég get látið gott af mér leiða.“ – hþm. Íslendingar eru fréttaþyrstir og vilja lesa þær, heyra og sjá. Ekki dugar minna en tvær sjónvarpsstöðvar með fréttaútsendingum, þrjár útvarpsrásir og fjögur dagblöð. Eru fréttir alltaf sannar og endurspegla þær raunveruleik- ann, eru þær stýrandi eða er þeim stýrt? Eðlilegt er að þessi spurning vakni eftir að til nafngreinds fréttamanns heyrðist þegar sagt var frá því, sem fréttamenn hafa nefnt ,,mótmæli vörubílstjóra”. Sá spurði hvort ekki væri einhver til í að leika fréttina svo hún yrði raunverulegri og þá líklega meira spennandi á skjánum. Fréttamaðurinn sagðist, þegar upp komst um athæfið, hafa verið að grínast! Eru þá fréttir bara grín í huga sumra fréttamanna og grínið best þegar unnið er eftir reglunni, hafa skal það er betur hljómar eða lítur út? Það var ekki bara fréttastofa Stöðvar 2 sem beið hnekki af þessari uppljóstrun. Allir fréttamenn töpuðu áliti. Það dugar oft að eitt skemmt epli sé í tunnunni til þess að þau skemmist öll fyrr eða síðar. Óvönduð vinna smitar út frá sér. Það er vandaverk að segja fréttir. Sumum tekst það vel, öðrum miður og einstaka eru ekki færir um það. Þar kann að ráða, að skoðanir þeirra sjálfra liti frásögnina og geri hana ótrúverðuga. Lengi lá það orð á pólitískum dagblöðum að þau endurspegluðu skoðanir eigenda sinna og allar fréttir væru gæddar pólitískum lit eigendanna, hvort heldur Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur eða Sjálfstæð- isflokkur ætti í hlut. Í Þjóðviljanum var talað um ,,Moggalýgi” og í Morg- unblaðinu um Moskvulínuna í því fyrrnefnda. Ætti þess háttar fréttamennska ekki að vera fyrir bí? Að sjálfsögðu, en er hún það? Dæmið hér að ofan vek- ur illan grun um að svo sé ekki.. Hvers vegna í ósköpunum hefur aldrei verið spurt að því hvort vöru- bílstjórarnir stunduðu ekki atvinnu, hver borgaði fyrir þá olíuna og af hverju mótmælin væru ekki í Sádi Arabíu, þar sem olíuverðið verður til eða í Kauphöllinni í New York? Eru fjölmiðlar trúverðugir í þessu máli? Lítið hefur verið fjallað um það lögbrot að loka samgönguæðum og valda almannahættu. Er fjölmiðlamönnum ekki ljós hættan af því að loka fyrir umferð fyrir utan þau miklu óþægindi sem af hljótast að hefta samgöngur eftir alfaraleiðum? Myndu þeir taka öðruvísi á málum ef vegirnir hefðu verið grafnir í sundur? Í þessu máli virðist skemmtanagildið ráða meiru en staðreyndir. Aldrei eru mótmælendur spurðir um samfélgslega ábyrgð eða hvernig þeim yrði við ef barn þeirra eða maki kæmist ekki á sjúkrahús vegna þess að að svokallaðir mótmælendur lokuðu vegum og götum? Þarf einhver nákominn fjölmiðlamanni að verða fyrir óþægindum og bera skaða af til þess að augu þeirra opnist fyrir því ofbeldi sem hampað hefur verið í fjölmiðlum? Sennilega fást engin svör fyrr eitthvað fer verulega úr- skeiðis og þá of seint.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.