Bæjarins besta - 15.05.2008, Page 11
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 11
Bylting í GSM þjón-
ustu á Vestfjörðum
Ríflega helmingur þeirra 30
nýju GSM senda frá Vodafone
sem settir verða upp á Vest-
fjörðum á árinu er nú kominn
í notkun. Sendarnir tryggja
GSM samband á fjölmörgum
svæðum sem hafa hingað til
verið sambandslaus, til dæmis
á Gemlufallsheiði, í Bjarkar-
lundi og 70 kílómetra á haf út
frá Hænuvíkurhálsi í mynni
Patreksfjarðar.
Mikil bylting hefur orðið á
undanförnum mánuðum. Fjöldi
nýrra senda við Ísafjarðardjúp
var gangsettur í lok apríl auk
þess sem nýir GSM sendar frá
Vodafone voru settir upp á Suð-
ureyri við Súgandafjörð, á Patr-
eksfirði og í Flatey, sem bætir
GSM þjónustu á Breiðafirði
og í Vestur- og Austur-Barða-
strandasýslu. Í byrjun maí
voru 4 nýir sendar gangsettir í
Strandabyggð, sem tryggja
bætta GSM þjónustu við strand-
lengjuna og þjóðveginn sunn-
an Hólmavíkur. Á næstu vik-
um verða stigin fleiri skref til
að bæta GSM þjónustuna á
Vestfjörðum enn frekar. Lang-
drægur sendir verður gang-
settur á Bolafjalli og í sumar
komast stór svæði á sunnan-
verðum Vestfjarðakjálkanum
í GSM samband með uppsetn-
ingu nýrra senda þar.
Þessi uppbygging hefur í
för með sér mikla breytingu
fyrir Vestfirðinga. Hún tryggir
aukna þjónustu við íbúa á
svæðinu, gott GSM samband
langt á haf út og gerir ferða-
fólki á Vestfjörðum hægara
um vik að vera í góðu talsam-
bandi á ferðum sínum. Sjó-
menn geta notað GSM símann
í sínum daglegu störfum og
öryggi vegfaranda eykst til
muna með bættum fjarskipt-
um, sem Vestfirðingar hafa
þurft að bíða eftir allt of lengi.
Vodafone er stolt af því að
hafa tekið frumkvæðið í GSM
uppbyggingu á svæðum sem
áður hafa ekki notið slíkrar
þjónustu, bæði á Vestfjörðum
og annars staðar á landinu.
Við fögnum þeim sterku við-
brögðum sem við höfum fund-
ið hjá fólki um allt land og
bjóðum einstaklinga, sveitar-
félög og fyrirtæki á umrædd-
um svæðum velkomin í við-
skipti. Það er einfalt að flytja
viðskiptin til okkar og ekki
þarf að skipta um símanúmer
þótt fólk færi viðskiptin til
þess félags sem veitir bestu
þjónustuna. Það er okkar sann-
færing, að Vestfirðingar kunni
að meta uppbygginguna og
láti þá njóta eldanna sem
kveikja þá.
Árni Pétur Jónsson, for-
stjóri Vodafone.
Árni Pétur Jónsson.
Ríkið kostar ekki umhverf-
ismat fyrir olíuhreinsistöð
Össur Skarphéðinsson
iðnaðarráðherra segir það
ekki koma til greina að rík-
issjóður greiði fyrir mat á
umhverfisáhrifum vegna
olíuhreinsistöðvar á Vest-
fjörðum. „Mér er ekki kunn-
ugt um að neitt slíkt erindi
hafi borist til iðnaðarráðu-
neytisins þar sem farið er
fram á að umhverfismat eða
að eitthvað annað sem teng-
ist meintri olíuhreinsistöð
verði kostað af iðnaðar-
ráðuneytinu eða ríkissjóði“,
sagði iðnaðarráðherra í
svari sínu við fyrirspurn Álf-
heiðar Ingadóttur, þingmanns
Vinstri grænna, á Alþingi. Þar
greindi hann frá því að iðnað-
arráðuneytið hafi fimm millj-
ónir króna til ráðstöfunar til
að kanna staðarval fyrir mögu-
lega olíuhreinsunarstöð og að
auk þess hefði verið staðið
við áður gefin loforð um að
greiða niður ferðakostnað
fyrir menn sem fóru að skoða
slíka starfsemi sem nam um
1,8 milljónir.
Álfheiður sagðist þakkaði
iðnaðarráðherra fyrir þau svör
losað 500 millj. þegar upp
var staðið. Hér er um gríðar-
lega dýrt verkefni að ræða,
það er líka eðli máls sam-
kvæmt mjög flókið og ég
fagna því að ríkið ætlar ekki
að borga þetta fyrir fram-
kvæmdaaðilann — sem
ekki einu sinni er vitað hver
er.“
Einnig sagði hún að gylli-
boðum um litla, sæta olíu-
hreinsistöð í sátt við um-
hverfið yrði að linna því að
sú er auðvitað ekki raunin.
– thelma@bb.is
að ekki komi til greina að hans
mati að ríkið kosti gerð um-
hverfismats fyrir olíuhreinsi-
stöð á Vestfjörðum. „Ég tel
mjög mikilvægt að það liggi
fyrir. Við skulum minnast
þess að það var áætlað að um-
hverfismatið fyrir Kárahnjúka-
virkjun kostaði um 300 millj.
kr. og ég hygg að það hafi
Áætlað er að 49 muni út-
skrifast frá Menntaskólanum
á Ísafirði þann 24. maí en
prófatíð er nú að ljúka. Er það
nokkur fjölgun frá því í fyrra
þegar 40 manns útskrifuðust
á vorönn. Þá vekur athygli að
stúdentaefnum hefur þó fækk-
að örlítið. Í fyrra útskrifuðust
28 stúdentar en nú er áætlað
að 24 verði brautskráðir. Auk
þess er gert ráð fyrir að tveir
sjúkraliðar útskrifist, fimm
húsasmiðir, tveir úr fyrsta stigi
vélstjórnar og tveir úr öðru
stigi, átta stálsmiðir og fimm
iðnmeistarar. Þess má geta að
nokkrir útskriftarnemar frá
Flensborg og Verkmennta-
skóla Austurlands verða með-
al gesta á útskriftinni.
Mikill metnaður er hjá MÍ
að auka fjölbreytni námsins
en til að mynda var gengið til
samstarfs við 3X Tecnology
um nám í stálsmíði til sveins-
prófs. Einnig var í vetur boðið
upp á tveggja ára grunnnám
snyrtigreina sem er ný náms-
braut við skólann auk þess
sem viðskipta- og hagfræði-
braut var endurvakin. Prófum
lýkur hjá Menntaskólanum á
morgun sjúkrapróf og próf-
sýningar verða 19.-21. maí.
– thelma@bb.is
Stefnt að braut-
skráningu 50 nema
Menntaskólinn á Ísafirði.