Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.12.2008, Qupperneq 3

Bæjarins besta - 04.12.2008, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 3 Karlmaður var á dögun- um sakfelldur fyrir Héraðs- dómi Vestfjarða fyrir að hafa brotið gegn blygðunar- semi tveggja stúlkna og barnaverndarlögum með því að leggjast nakinn upp í rúm til þeirra. Hins vegar var hann sýknaður af því að hafa lagst upp í rúm til ann- arrar stúlku sem var að passa fyrir hann og káfað á henni innanklæða. Var þar orð gegn orði og þótti ákæruvaldinu ekki hafa tekist að færa fram nægar sannanir fyrir því að maðurinn hefði framið brotið, svo ekki yrði véfengt með skynsamlegum rökum. Þá hafi upplausn orðið í fjölskyldunni eftir að málið komst upp en stúlkan var skyld manninum. Varðandi brotin gagnvart hinum stúlkunum var hinn ákærði í gleðskap og kvaðst hafa orðið mjög ölvaður og liðið illa út af drykkjunni og fengið leyfi til að halla sér í einu herbergi í húsinu. Hann hefði þar sofnað eða liðið út af en síðan vaknað upp við hróp og öskur og þá gert sér grein fyrir því að hann lá nak- inn ofan á sæng í rúmi með tveimur nemendum sínum. Ákærði nefndi sem mögu- lega skýringu á veru sinni í herbergi stúlknanna að hann hefði um nóttina farið á kló- settið og villst á herbergjum að því loknu, enda undir mikl- um áhrifum áfengis. Tók ákærði fram að þetta væri ágiskun af sinni hálfu, hann myndi ekkert eftir umrædd- um atvikum. Refsing var ákveðin 45 daga fangelsi, en fullnustu refsingarinnar frestað skil- orðsbundið í tvö ár. Var ákærði jafnframt dæmdur til að greiða stúlk- unum tveimur miskabætur. – thelma@bb.is Sakfelldur fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi tveggja stúlkna Gert ráð fyrir að framkvæmdum við Skrúð ljúki fyrir aldarafmælið Töluverðar framkvæmd- ir eru fyrirhugaðar í nán- asta umhverfi Skrúðs í Dýrafirði og er gert ráð fyrir að þeim verði lokið fyrir aldarafmæli garðsins næsta sumar. Þann 7. ágúst 2009 verða 100 ár liðin frá því að garðurinn var vígður og gefið nafn og hafa framkvæmdirnar það að markmiði að tryggja varðveislu garðsins og tryggja sem best aðkomu og þjónustu við gesti. Sam- kvæmt deiliskipulagi fyrir garðinn felast fram- kvæmdirnar m.a. í því að samráði við landeigendur að Núpi að vegarslóði sem legið hefur inn Núpsdal skuli færður fjær garð- inum og bílastæði gert að- gengilegra en nú er. Heim- ilt verði að koma upp lág- um vegartálmum sem hindra akstur utan vega við garðinn. Jafnframt að umliggjandi land verði afgirt svo búfénaður haldist utan við garðinn. Þess má geta að Skrúður er einn elsti og merkasti skrúðgarður landsins. Framkvæmdasjóður Skrúðs hefur farið á fram við Ísafjarðarbæ að hann tilnefni nýjan fulltrúa í sjóðinn þar sem Gunnar Reynir Bæringsson sem hefur verið fulltrúi bæj- arins um langt árabil féll nýlega frá, en hann gegndi gjaldkerastarfi fyrir sjóð- inn. Í erindi sjóðsins til bæjaryfirvalda segir að þar sem í mörg horn verði að líta hjá nefndarmönn- um á næsta ári sé mikil- vægt að fulltrúi Ísafjarðar- bæjar verði tilnefndur við fyrsta hentugleika. Þá segir einnig að fyrirkomu- lag Ísafjarðarbæjar að viðkomandi fulltrúi sé búsettur á höfuðborgar- svæðinu hafi reynst vel. Bæjarráð hefur óskað eftir tillögu um fulltrúa Ísa- fjarðarbæjar í stjórnina. Fara fram á milljón króna afslátt vegna útlitsgalla á nýbyggingu GÍ Byggingarnefnd framtíðar- húsnæðis Grunnskólans á Ísa- firði hefur farið fram á einnar milljón króna aflsátt á ný- byggingu skólans vegna út- litsgalla í múrhúð utanhúss. Nefndin fór í skoðunarferð að nýbyggingunni fyrir stuttu og voru nefndarmenn sammála um að fara fram á afslátt á verkinu. Vestfirskir verktakar á Ísafirði sáu um verkið og verður fyrirtækið krafið um afslátt vegna fyrrnefnds galla. Svanlaug Guðnadóttir, einn nefndarmanna, segir múrhúð- ina gallaða á tveimur hliðum hússins, á hliðinni sem snýr að porti skólans og hliðinnni sem snýr að Dótakassanum, leikfangaverslun á Ísafirði. „Það sér ekki mikið á þess- um hliðum en þetta er nýtt hús og er það krafa nefndar- manna að húsið líti óaðfinn- anleg út. Múrhúðin hefur þornað of hratt sem veldur því að áferð hennar er ekki með besta móti og ekki nógu falleg að sjá. Það er ekki búið að samþykkja þessa kröfu en þetta er lagt fram í samráði við verktakana. Þeir sáu einnig þennan galla og leitum við að lausn í málinu. Við búumst við því að húsið verði málað aftur, “ segir Svanlaug. Áætlaður kostnaður við ný- byggingu Grunnskólans á Ísa- firði er 316 milljónir króna, en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir að framkvæmdirnar myndu kosta 273 milljónir. Munurinn er því 43 milljónir. Ástæðan fyrir hækkuninni er hækkun vísitölu og hækkun á verði búnaðar, einkum kaupum á húsgögnum. – birgir@bb.is Farið er fram á milljón króna aflsátt á nýbyggingu Grunnskólans á Ísafirði vegna útlitsgalla í múrhúð utanhúss. Veraldarvinir bjóða Ísafjarðarbæ aðstoð Veraldarvinir hafa boðið fram sjálfboðaliða til að sinna umhverfistengdum verkefn- um í Ísafjarðarbæ næsta sum- ar. Veraldarvinir eru félaga- samtök sem vinna að um- hverfis- og menningartengd- um verkefnum um allt land. Á síðustu tveimur árum hafa samtökin meðal annars staðið fyrir skipulegri hreinsun strand- lengju Íslands og gert er ráð fyrir að halda því verkefni áfram til ársins 2012. „Við hreinsum allt sem hægt er að taka með höndum og kortleggjum síðan með GPS tækjum þau stykki sem ekki er hægt að fjarlægja nema með stórvikrum vinnuvélum. Hugmyndin er síðan að fjar- lægja þau stykki síðar meir“, segir í bréfi sem Veraldarvinir hafa sent bæjaryfirvöldum í Ísafjarðarbæ. Væntanlega munu 360 sjálfboðaliðar taka þátt í þessu verkefni árlega á tímabilinu 2009-2011. Sam- tals munu 1.680 sjálfboðaliðar koma að verkinu og er heildar- fjöldi vinnustunda áætlaður 134.400 á árunum 2006-2011. Í sumar tóku samtökin á móti tæplega 700 erlendum sjálfboðaliðum sem mynduðu 69 hópa sem unnu að ýmsum verkefnum vítt og breitt um landið, þar á meðal á Vest- fjörðum. Veraldarvinir eru fé- lagasamtök sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Samtök- in voru stofnuð 2001 og hafa frá upphafi haft umhverfismál í öndvegi. Markmið samtak- anna er að stuðla að heilbrigð- um lífsháttum og betri um- gengni. Nánari upplýsingar um starfsemi Veraldarvina má finna á heimasíðu samtakanna www.wf.is. – thelma@bb.is Engin aukning á blönd- uðu heimilissorpi Engin aukning hefur orðið á blönduðu heimilissorpi til förgunar hjá sorpbrennslu- stöðinni Funa í Engidal að sögn Vernharðs Jósefssonar stöðvarstjóra. Hann segir sorp- magnið vera árstíðabundið og segist ekki geta skrifað upp á minnkandi neyslu hjá Vest- firðingum líkt og hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins, sé horft til þess sorpmagns sem almenningur skilar frá sér. Fregnir hafa borist af því að blandað heimilissorp hafi minnkað um 6% á höfuðborg- arsvæðinu en það er rakið til minnkandi neyslu vegna efna- hagsástandsins. Nefnd á vegum Ísafjarðar- bæjar fer nú yfir framtíðar- skipan sorpmála í sveitarfé- laginu. Í erindisbréfi hennar felst m.a. að athuga hvort aðrar leiðir en rekstur Funa séu hag- kvæmari til að eyða sorpi. Eitt- hvað er í að nefndin skili af sér niðurstöðum en matsvinn- an kemur til með að taka lengri tíma en áætlað var þegar hún tók til starfa. – birgir@bb.is

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.