Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.12.2008, Side 9

Bæjarins besta - 04.12.2008, Side 9
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 9 Karlnafninu Marzellíus var hafnað af mannanafnanefnd á þeirri forsendu að nafnið bryti í bága við íslenskt málkerfi. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að nafnið Marzellíus geti ekki talist ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls þar sem bókstafurinn z teljist ekki til íslenska stafrófsins þótt hann komi fyrir í nokkrum manna- nöfnum sem unnið hafi sér hefð. Valdimar Birgisson og Sigríður Dögg Auðunsdóttir skírðu son sinn Birgi Marzel- líus Valdimarsson en manna- nafnanefnd vill ekki sem fyrr segir fallast á nafnið Marzell- íus sem þó á sér ríka hefð á Ísafirði. „Í fyrsta lagi þá bera einstaklingar þetta nafn auk þess var t.d. skipasmíðastöð Marzellíusar ritað með z. Einnig samþykkti nefndin fyrir einu og hálfu ári nafnið Marzelíus með einu l-i. Þetta er því klárlega mismunun að okkar mati,“ segir Valdimar Birgisson. „Ég sé engin rök fyrir því að banna nafnið Marzellíus, þetta er einhver rökleysa. Í öðru lagi sé ég ekki af hverju ríkið á að hafa eitthvað með að gera hvað við skírum börn- in okkar. Líklega er þetta hugsað sem einhver vernd fyrir börnin, að það sé verið að vernda börnin fyrir foreldr- um sínum þannig að þau séu ekki lögð í einelti en ég hugsa að þetta sé misskilningur,“ segir Valdimar. Þau hjón ætla sér að halda í nafnið Marzell- íus á syni sínum en Valdimar býst við að sonur þeirra verði skráður hjá mannanafnanefnd sem Birgir Valdimarsson. Valdimar er uppalinn Ísfirð- ingur en er búsettur á höfuð- borgarsvæðinu í dag og segir hann fólk spyrja þau hjón hvort þau séu að vestan þegar þau segja þeim að sonur þeirra heitir Birgir Marzellíuz, því nafnið Marzellíus á sér ríka hefð á Ísafirði. Mannanafnanefnd samþykkti á sama fundi kvennöfnin Karó, Petrós, Úranía og Evey. Valdimar segir það ekki sitt að dæma hvort þau nöfn eigi meira rétt á sér en Marzellíus. „Ég get haft skoðun á því hvort mér finnist þessi nöfn falleg eða ljót en það er ekki mitt að dæma og ekki ríkisins heldur. Þessi árátta ríkisins að hafa alltaf vit fyrir okkur nær hámarki í því að það heimtar að segja okkur hvað við eigum að skíra börnin okkar, það á að vera mál hver og eins. Ef barnið er ósátt við nafnið þá getur það breytt því þegar það vex úr grasi,“ segir Valdimar Birgisson. – birgir@bb.is Nafnið Marzellíus ekki gjald- gengt að mati mannanafnanefndar Umhverfisnefnd Ísa- fjarðarbæjar hefur sam- þykkt endurbyggingu á gamla Salthúsinu á Þing- eyri á upprunalegum stað. Sótt var um leyfi til að reisa húsið í sinni upp- runalegu mynd og er verk- ið er unnið með tilstyrk húsafriðunarnefndar. Endurreisn hússins hófst fyrir nokkrum árum en hlé hefur verið á þeim að undanförnu og eru Þing- eyringar orðnir langeygir eftir framkvæmdalokum. Fyrr á árinu var hafist handa við að endurgera bita og fjalir úr húsinu. Salthúsið var reist á 18. öld. Sagan segir að húsið sé jafn gamla pakkhúsinu á Hófsósi, þar sem Vestur- fararsetrið er til húsa þótt umdeilt sé hvenær húsið hafi verið byggt. „Sumir töldu það vera elsta hús landsins, reist árið 1732 eða -4. Aðrir töldu og telja að það hafi verið reist á tíma einokun- arverslunarinnar árið 1774. En þá voru allmörg plankahús smíðuð og reist í Danmörku, tekin sundur og reist á verslunarstöðun- um þar sem Konungsversl- unin hin síðari var við lýði. Í greinagerðinni segir að sami smiður hafi byggt húsin á Hofsósi, Þingeyri og eins í Claushavn og Jakobshavn á Grænlandi“, er haft eftir greinargerð Hjörleifs Stefánssonar, arkitekts, á ruv.is. Mörg sögufræg hús eru á Þingeyri og má þar nefna Vertshús, en það er eitt elsta íbúðarhús á Þingeyri og var fyrsti veitingarstað- urinn. Fyrsta símstöðin á Þingeyri var í húsinu sem var reist sumarið 1881. Einnig er að þar að finna gamla spítalann sem er elsta sjúkrahús í Vestur Ísafjarðarsýslu. Hallhús, en þar var fyrsta skurðað- gerð með fullri smitgát gerð á Íslandi 6.júní árið 1891. Einnig má nefna gamla kaupfélagið, veg- legasta verslunarhús á Vesturlandi þegar það var byggt 1872. – thelma@bb.is Salthúsið reist á upprunalegum stað Þingeyri. Ljósm: © Mats. ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ Gísli Súrsson kynnti Vestfirði fyrir Þjóðverjum Kómedíuhjónin Elfar Logi Hannesson og Marsibil Krist- jánsdóttir eru nýkomin til landsins eftir vel heppnaða ferð til Karlshrue í Þýskalandi. Erindið þangað var að kynna Vestfirði á hinni árlegu ferða- sýningu Horizont. Gísli Súrs- son var með í för og var reglu- lega sýnt brot úr leiknum þá daga sem festivalið stóð yfir. „Kómedíufrúin vippaði sér í víkingadressið líka og má því segja að Gísli og Auður hafi verið á vappi í Karlshrue. Þrátt fyrir heldur undarlegt ástand hér á landi tóku Þjóðverjar okkur mjög vel og þurfti Gísli því ekki að grípa til spjótsins en það var þó tekið með til öryggis ef sótt yrði að okkur“, segir Elfar Logi. Þetta er í annað sinn sem Gísli Súrsson er sýndur í Þýskalandi en áður hafði leikurinn verið sýndur á leiklistarhátíð í Hannover og vann þar til verðlauna eins og fram hefur komið. Þá er mikið um að vera í Kómedíuleikhúsinu um þess- ar mundir. Í Tjöruhúsinu á Ísafirði er verið er að æfa jóla- leikinn Jólasveinar Grýlusynir sem verður ekki bara sýndur hér fyrir vestan þessi jólin. Jólasveinar Grýlusynir verða á höfuðborgarsvæðinu 1.-11. desember og heimsækja leik- og grunnskóla. „Óhætt er að segja að sveinunum að vestan hafi verið vel tekið því nú þegar hafa verið bókaðar 11 sýningar sem gerir ein sýning á dag“, segir Elfar Logi og bætir við að rétt sé að benda Kómedíuvinum í borginni sér- staklega á að það verður frí og opin sýning á Jólasveinar Grýlusynir í Þjóðmenningar- húsinu sunnudaginn 7. desem- ber kl.16. Einleikur Kómedíu- leikshússins Dimmalimm verð- ur einnig sýnt í Þjóðmenning- arhúsinu sama dag og hefst sú sýning kl.14 og er einnig sýnd sýningargestum að kostnað- arlausu. Sýningar á Jólasvein- ar Grýlusynir í Tjöruhúsinu á Ísafirði hefjast laugardaginn 13. desember. Undanfarin ár hefur Kóme- díuleikhúsið tekið að sér að lesa upp úr jólabókunum og eru viðkomustaðirnir margir og breytilegir, allt frá dvalar- heimilum til frystihúsa. Fyrsti Jólaupplesturinn verður í Ey- mundsson á Ísafirði föstu- daginn 28. nóvember kl.17. Víða verður komið við og lesið m.a. úr bókum frá Bjarti, Uppheimum og að sjálfsögðu frá Vestfirska forlaginu. Í des- ember verða margir kómískir jólaupplestrar sem verða kynnt- ir nánar þegar nær dregur. GusGus hefur lokið upptökum á sjöttu breiðskífu sinni í hljóðverinu Tanknum í Önundarfirði. Voru félagarnir í GusGus einstaklega ánægðir með hljóðverið og gengu upptökurnar vel að þeirra sögn. Tóku þeir upp lög sem þeir voru búnir að semja áður en þeir mættu í Tankinn en þeir eru sannfærðir um að Önundarfjörðurinn hafi sett dýpra „dub“ á hljóðheim plötunnar. Eru GusGus-liðarnir veðurtepptir fyrir vestan og halda til í góðu yfirlæti heima hjá Önundi Hafsteini Pálssyni, eiganda Tanksins, á meðan þeir bíða eftir að komast heim til sín. Önundarfjörðurinn skapaði dýpra „dub“ GusGus ásamt Önundi Hafsteini Pálssyni í Tanknum. Ljósm: Ágúst G. Atlason – gusti.is.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.