Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.12.2008, Page 17

Bæjarins besta - 04.12.2008, Page 17
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 17 Söngleikurinn Hárið var frumsýndur í Grunnskól- anum á Ísafirði á föstudag en nemendur skólans settu verkið upp. Var sýningin vel sótt og þótti heppnast með eindæmum vel. Söngur og leikur nem- endanna var til fyrirmynd- ar en leikstjórn sýningar- innar var í höndum Elfars Loga Hannessonar en Bjarney Ingibjörg Gunn- laugsdóttir stjórnaði söngnum. Ætlaði lófataki aldrei að linna í lok sýn- ingar og viðtökur „alveg geðveikar“ að sögn frí- stundaleiðbeinandans Helgu Lind Mar. Eftir sýninguna héldu nem- endur skólans á fullveld- isdansleik í sal skólans. Þrjár aðrar sýningar voru um helgina og fullt á þær allar. – birgir@bb.is Söngleikurinn Hárið hlaut góðar viðtökur Leikararnir þóttu standa sig frábærlega.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.