Iðnaðarmál - 01.06.1954, Síða 6
hana starfa, laun, sem gera þeim fært að lifa menning-
arlífivið efnahagslegt öryggi. Til þess að svo geti orðið,
verður framleiðni iðnaðarstarfseminnar að vera
slfk, að húnjafnist á við það, sem bezt geristí svipuðum
greinum f öðrum löndum.
Til þess að kynna aðferðir, sem stuðla að þvf, að
þessu æskilega takmarki verði náð á sem skemmstum
tíma, er nauðsynlegt að koma á fót stofnun, sem getur
notið trausts og skilnings stjórnarvalda og almennings
og getur jafnframt aðstoðað við að samrýma sjónarmið
og aðgerðir þessara aðila. Slfkur ætti grundvöllur og
tilgangur Iðnaðarmálastofnunar Islands að vera.
HVAÐAN FÆR IMSf FE ?
A fjárlögum 1953 veitti Alþingi 200 þús. krónur til
þess að koma á fót iðnaðarmálaskrifstofu.
A fjárlögum 1954 veitti Alþingi 450 þús. krónur til
Iðnaðarmálastofnunar fslands.
A þessu ári hefur Bandarfkjastjórn þegar veitt
Iðnaðarmálastofnun Islands 342 þús. króna styrk. Hefur
hannveriðveittur úr sjóði "Foreign Operations Adminis-
tration" (F.O. A.).
A þessu ári hefur stofnunin því tæpar 800 þúsund
krónur til umráða. Meiraen helmingi þessarar fjárhæðar
verðurvariðtilkaupaávélumogtækjumog til lagfæringar
á húsnæði stofnunarinnar f Iðnskólahúsinu.
IÐNAÐARMA LASTOF NANIR
ANNARRA LANDA
Iðnaðarmálastofnanir (productivity centers) Dan-
merkur, Hollands, Belgfu og Austurrfkis virðast allar
hafa svipaðaréttarstöðu, þ. e. þær eru stjórnarstofnanir
(government agency) og heyra beint undir ráðuneyti,
oftast fjármála- eða viðskiptamálaráðuneyti. Akvarðanir
um stefnu og störf stofnunarinnar tekur nefnd manna,
sem eru fulltrúar iðnaðar, verkalýðs, tæknistofnana,
sérfræðinga, neytenda o. s. frv. Formaður þessarar
nefndar er vanalega stjórnarfulltrúi eða iðjuhöldur.
Þessinefnd, sem f rauninni ræður öllu um stefnu (policy)
stofnunarinnar, er þó raunverulega ráðgefandi (advisory
council), og með þessu fyrirkomulagi getur ráðherra
kippt f taumana, ef með þarf. Nefndin er m. a. til þess
að tryggja einkaframtaki fullkominn fhlutunarrétt og
koma f veg fyrir, að sú skoðun skapist, að stofnunin sé
sett á laggirnar til að auka rfkisfhlutun í atvinnulffinu.
Þetta fyrirkomulag hefur hlotið langa reynslu f
Bretlandi, þar sem er "Department of Scientific and
Industrial Research". D. S.I. R. er stjórnardeild, sem
sett var á laggirnar undir lok fyrri heimsstyrjaldar og
stjórnar nú nær öllum helztu rannsóknar- og vfsinda-
stofnunum Breta. Enn fremur fer þessi stjórnardeild
með úthlutun fjár til tæknilegra menntastofnana, styrkja
til einstaklinga og rannsóknarstofnana iðnaðarins. Yfir-
stjórn D.S.I. R. er samsett af fjölmörgum ráðgefandi
nefndum, sem f eigasætiiðjuhöldar, verkalýðsleiðtogar,
sérfræðingar o. s. frv. Einnig hefur D.S. I. R. náið
samstarf við rannsóknarstofnanir iðnaðarins (Research
Associations).
Þessi réttarstaða iðnaðarmálastofnana er og nauð-
synleg vegna fjárveitinga til ákveðinna verkefna eða
fyrirætlana og vegna hins fjárhagslega eðlis sambands
Efnahagssamvinnustofnunarinnar við hin einstöku Evrópu-
lönd.
Svo sem kminugt er, er F ramleiðniráð stofnsett
með framlagi þeirra Evrópulanda, sem fengu Moody-
aðstoðina, en húnvar alls 100 millj. dollara. Af Moody-
framlaginu var stofnaður framleiðnisjóður (productivity
fund), sem notaður er til aukningar framleiðni f þessum
löndum. I flestum löndum hefur framleiðnisjóðnum verið
ráðstafað 4-6 ár fram f tfmann. f viðbót við Moody-
framlagið hafa ríkisstjórnir hinna ýmsu landa einnig
lagt fram miklar fjárfúlgur í sjóðinn. Hvert land endur-
greiddi sfðan hluta af Moody-framlaginu f framleiðnisjóð
Efnahagssamvinnustofnunarinnar, og varð sú upphæð
alls 10 millj. dollara. Meðþessum sjóði var Framleiðni-
ráð stofnað, og er áætlað, að hann endist þvf f um það
bil fjögur ár eða fram til 1957. Með ólíkindum er, að
samstarf það, sem nú hefur verið hafið, falli niður að
þessum tfma liðnum. Erumiklu frekar líkur til, að það
verði aukið og styrkt, er tímar líða.
FRAMLEIÐNIRAÐ
Framleiðniráði Evrópu er fyrst og fremst ætlað að
styrkja og efla framleiðni f iðnaði Evrópulanda. Er þetta
gert með þvf, að útbúnar eru áætlanir (projects),
sem miða að aukinni framleiðni. Hverju landi er heimilt
að gerast þátttakandi í hvaða áætlun, sem er, en oftast
fylgja þvf einhverjar fjárhagslegar skuldbindingar og
kostnaður, sem greiddur er með fjárframlagi rfkisins f
hverju landi og úr framleiðnisjóðnum.
Af þessu er augljóst, að til þess að geta notið gæða
þeirra og aðstoðar, sem Framleiðniráð Evrópu getur
látið í té, verður viðkomandi iðnaðarmálastofnun að
hafa fé til umráða, svo að hún geti greitt þann hluta
kostnaðarins, sem Framleiðniráð greiðir ekld.
fslendingar fengu ekki Moody-framlagið, og hér
hefur þvf aldrei verið settur á stofn framleiðnisjóður.
FRAMLEEINIHUGSJONIN
Framleiðnihugsjóninni skaut upp að strfðinu loknu,
og telst hún — eins og flest f stjórnun iðnaðar —
upprunalega amerfsk hugsjón.
Framleiðni hefur verið skýrgreind á ótalmarga vegu,
og vissulega er erfitt að lýsa kjarna svo vfðtæks hugtaks
f fáum orðum. Um framleiðni gegnir þvf sama máli og
um "standard": Hvorugt hugtakið verður skilið nema
með ótal skýringum og dæmum.
Samt sem áður hefur O.E.E.C. "löggilt" eina
skýrgreiningu:
FRAMLEIÐNI = AFICÖST
TlMI
Ymsir erfiðleikar eru á þvf að koma óyggjandi máli
á framleiðni tiltekinnar starfsemi, þótt það sé tiltölulega
auðvelt, sé um einstakan þátt hennar að ræða. Hins
vegar verður heildaraukning framleiðni auðveldlega
greind í hvaða starfsemi, sem er.
HVERS VEGNA ER FRAMLEIÐNIHUGSJONIN
SAMRYMANLEG HAGSMUNUM ALLRA
STETTA ÞJÖÐFÉLAGSINS ?
Frá því er skipulögð framleiðslahófst eðafrá tfmum
Iðnbyltingarinnar (1770), hefur hinum margvfslegustu
aðferðum verið beitt tilþess að auka afköst í iðnaði.
Fram á síðustuáratugi hafa m.a. verið notaðar aðferðir,
sem á einn eða annan háttvöktu ótta vinnuþiggjanda, t. d.
miskunnarlaus brottrekstur, jafnvel lfkamlegar hirt-
ingar, harðstjórn, dólgsleg framkoma o. s.frv., sem
allar höfðu það sameiginlegt að halda fólki að vinnu
með góðu eða i.llu. Lengi hefur verið vitað, að
allar slíkar aðferðir skapa mótþróa, sem með tfmanum
verður svo vel skipulagður, að harðýgi hættir að auka
vinnuafköst eðadregur jafnvel úr þeim. Mildari aðferðir
til þess að auka afköst fólust í "speeding-up", ströngum
aga o. s.frv.
Aldahvörf verða í allri viðleitni til aukningar afkasta
með tilkomu kenninga F.W.Taylors og samtfðarmanna
hans (1880-1910). Taylor sýndi fram á, að verkfærin
þyrftu að vera f samræmi við lfkamlega getu verka-
mannsins, nákvæma kennslu þyrfti til þess að "bezta
aðferðin" væri notuð og með þessu tvennu væri unnt að
tryggja lágmarksafköst um óákveðinn tfma. Til þess
að veita hinum iðna og duglega verkamanni hæfilega
umbun fyrir aukin afköst og betri vinnu, taldi Taylor,
að hannætti að fá hærri laun, sem yrðu honum vinnuhvöt
(incentive). Upp úr þessu skapaðist sú vísindagrein,
IÐNAÐARMAL
3