Iðnaðarmál - 01.06.1954, Síða 7
Mr, G. ALONZO STANFORD, sendiráðsritari við sendiráð
Bandarfkjanna í Reykjavik, sem jafnframt hefur verið fulltrúi
F.O.A. hér á landi, sendir IMSÍ árnaðaróskir sínar á ársafmæli
stofnunarinnar.
/
A
RNAÐARÓSKIR
A ársafmæli Iðnaðarmálastofnunar Islands, þegar
"Iðnaðarmál" hefja göngu sína, langar mig að nota
tækifærið til að senda stofnuninni árnaðaróskir mfnar.
A hinu fyrsta ári stofnunarinnar hefur talsverðum tima
verið varið til undirbúnings, til að skipuleggja starfsem-
ina, fullgera húsnæði og afla nauðsynlegra húsgagna og
tækja.
Þeir, sem stofnuninni stjórna, vænta þess, að á
komandi árum muni starf hennar til eflingar fslenzkum
iðnaði bera tilætlaðan árangur. Stofnunin getur lagt
drjúgan skerf til iðnaðarins með þvf að miðla mönnum
upplýsingum erlendis frá, sem hagnýta má í fslenzkum
iðnaði. Sömuleiðis getur stofnunin stuðlað að aukinni
þekkingu erlendis á högum fslenzks iðnaðar. Þá getur
Iðnaðarmálastofnunin látið gott af sér leiða með þvf að
gefa mönnum kost á ýmiss konar fræðslu og stuðla að
bættum framleiðsluaðferðum f ákveðnum greinum og
enn fremur með þvf að kynna hérlendis nýjar greinar
iðnaðar, sem hér væri heilbrigður jarðvegur fyrir.
Til þess að árangur af starfi stofnunarinnar megi
verða sem mestur, mun stjórn hennar leita samvinnu
við félög vinnuveitenda, iðnaðar- og verkafólks, tækni-
menntaðra manna og samtök neytenda.
Með beztu óskum um vöxt og velgengni á komandi
árum,
G. Alonzo Stanford.
sem nefnd hefur verið vfsindaleg stjórnun
i ð n a ð a r (Scientific Management of Industry), og nú á
síðustu tfmum iðnaðarsálfræði o. s.frv.
Verkalýðsfélög hafa alla tfð goldið varhug við allri
viðleitnitilaukinnaafkasta, en þörfin áhámarksafköstum
á tfmum styrjalda, sérstaklega í fyrri og sfðari heims-
styrjöld, hefur ávallt komið af stað skriðu, sem varð
ekki stöðvuð. Helztu rök verkalýðsfélaganna á friðar-
tímum hafa verið þau, að við aukin afköst misstu svo og
svo margir atvinnu og öll slík viðleitni gæti skapað meiri
glundroða en efnahagslegar umbætur. Enn fremur hafa
þau haldið þvf fram, að meginið af hinum aukna ágóða,
sem skapaðist við aukin afköst, rynni að mestu f vasa
framleiðanda, en aðeins lítill hluti hans færi til vinnu-
þiggjanda.
Af þessum og svipuðum ástæðum hefur baráttan fyrir
auknum afköstum nær alltaf verið háð af vinnuveitendum,
en ekki vinnuþiggjendum. Afstaða verkalýðssamtakanna
gagnvart þessu vandamáli hefur þvf fyrst og fremst
mótazt af þvf, hvernig þau gætu tryggt verkamanninum
lífvænleg laun og verndað hagsmuni hans gegn hvers
konar hættum.
Af þessum stuttu skýringum ætti að vera ljóst, að
tilraunir framleiðanda annars vegar til að auka afköst
og tilraunir vinnuþiggjanda hins vegar til að tryggja sér
viðunandi lffskjör hafa stangazt á með þeim hætti, að
skapazt hafa tvö andstæð öfl, sem eytt hafa hvort öðru
að nokkuru leyti. Heildarniðurstaðan hlýtur þvf að verða
hægari þróun.
Mannúð, frelsi, öryggi, jafnrétti og aukin vellfðan
allra stétta eru allt hyrningarsteinar mannréttindahug-
sjóna vestrænna þjóða. Hin hagnýta leið til þess að gera
þessar hugsjónir að veruleika og færa oss nær markinu
er framleiðniaukning.
Gagnstætt þvf ástandi, sem að mestu ríkir milli
vinnuveitenda og vinnuþiggjenda í dag og lauslega hefur
nú verið drepið á, gerir framleiðnihugsjónin ráð fyrir
þvf, að rfkisvald, vinnuveitendur, vinnuþiggjendur og
allur almenningur, þ.e. þjóðarheildin, leggist á eitt um
að auka afköstin með mannúðlegum og vísindalegum
aðferðum til hagsbóta öllum stéttum, þ.e. bæta lffskjör
allrar þjóðarinnar og skapa henni um leið heilbrigt og
sterkt efnahagskerfi.
Til þess að búa framleiðnihugsjóninni varanlegan
sess með öllum stéttum þjóðfélagsins þarf aukna tækni-
lega menntun og verkmenningu, einlægt samstarf vinnu-
veitenda og vinnuþiggjenda, sérfræðinga og kennslu-
stofnana, neytenda og alls almennings í landinu.
TILGANGUR OG EÐLI
IÐNAÐ ARM A L ASTOF NANA
1. Iðnaðarmálastofnanir Evrópulanda eru vettvangur,
sem stjórnarvöldinleggja öllum fyrrgreindum aðilum til,
svo að þeir geti þar á sem hyggilegastan hátt leyst hin
tæknilegu vandamál sfn og komið á framfæri hugðarefnum
sfnum hver við annan.
2. Löggjafinn felur rfkisstjórninni að hafa hönd f
bagga með öllu þvf, sem fram fer, og viðhalda jafnvægi
milli hinna ýmsu aðila.
3. Ríkisvaldið leggur til nær allt fjármagn, sem til
starfseminnar þarf, og ræður þvf miklu um, hvernig
þvf er varið.
4. Vegna hinna alþjóðlegu samskipta og samvinnu,
sem slfkri stofnun er nauðsynlegt að halda uppi, verður
framkvæmdastjóri hennar að hafa náið samband við
ráðuneyti það, sem hún heyrir undir.
5. Öll starfsemi iðnaðarmálastofnana Evrópulanda
er reist á hinni svokölluðu dreifingarreglu (principle of
decentralisation), sem er f þvf fólgin að hvetja og styðja
aðrar stofnanir, félög og einstaklingatil þess að leysa
hin ýmsu vandamál, en ekki í því að keppa við þessa
aðila og efla sjálfar sig á þeirra kostnað.
4
IÐNAÐARMAL