Iðnaðarmál - 01.06.1954, Qupperneq 14

Iðnaðarmál - 01.06.1954, Qupperneq 14
slysa og kostnað þann, sem af þeim leiðir, þarf aðhalda skýrslu um öll slys og flokka þau síðan eftir orsökum. Af skýrslum þessum á síðanað verahægt að sjá, hverjar varnarráðstafanir eru nauðsynlegastar, hvernig slysin skiptast niður á stundir dagsins, hvaða daga vikunnar og hvaða mánuð ársins þau verða. Af skýrslum þessum má síðan sjá, hvort slysin má ef til vill kenna verkstjórninni eða verkamönnunum sjálfum. Hinn mikla hluta slysanna, sem talinn er verkamönnunum sjálfum að kenna, má oft rekjatilvanþekkingar, fffldirfsku, rangrar vinnuaðferðar, iíugsunarleysis, gleymsku, þreytu o. s.frv. Vinnuveit- anda verður að kenna um ófullnægjandi öryggisbúnað, óheppileg húsakynni og slæma aðstöðu við vinnuna. Við hindaglegu störf, má segja, að staða verkstjóra séörðug. Hann er umboðsmaður vinnuveitanda, oghonum ber að vaka yfir þvf, að árangur vinnunnar verði sem beztur. Ekki er nálægt þvi jafnauðvelt að fullnægja þessu og sýnast kann í fljótu bragði. Annars vegar er krafan um aukin afköst og hins vegar vöntun á vinnuafli. Ef til vill bætist það svo við, að verkstjóri er ofhlaðinn störfum. Verkstjóri þarf helzt að vera svo fær, að hanngeti unnið og þekki til hlítar það verk, sem hann lætur vinna. Ef hann hefur ekki næga þekkingu á verkinu, hlýtur það að auka slysahættuna. Manni verður á að spyrja: Getur verkstjóri bætt þvf á önnur skyldustörf sfn að vaka yfir öryggi á vinnustað? Hinar sfauknukröfur vorra dagaum meiri hraðaog meiri afköst hljóta að hafa áhrif á störf verkstjóra. Verkstjóri getur þvf ekki vakað yfir öllu og verður þvf að nokkru að treysta vinnuflokkum sfnum. Eitt af þvf, sem hann má þó ekki trúaöðrumfyrir, er að vaka yfir örygginu. Þessi liður starfs hanskann ef tilvillað kosta hannaukna fyrir- höfn, en hana verður hann að leggja á sig. Augljóst er, að góð samvinna verður að vera með verkstjórum og verkamönnum f öryggismálum og þá sérstaklega samvinna verkstjóra og öryggisvarðar. Verkstjóri er skyldur að gæta þess, að öllum öryggis- reglum sé fylgt. Geri hann það ekki, getur svo farið, verði slys á vinnustað, að beinlfnis megi rekja orsök þess til vanrækslu hans. Oft er það, að aðvaranir verkstjóra nægja ekki, og verður hann þá að grfpa til áhrifaríkari aðgerða, t. d. kæra hinn seka fyrir yfirboðara sfnum. Getur þá svo farið, að hinum seka sé hegnt með uppsögn, og er það réttmæt hegning. Verkamönnum verður að vera það ljóst, að með þessu gerir verkstjóri einungis skyldu sfna, bæði til þess að firra sig ábyrgð og ef til vill beinlínis til þess að forða verkamanninum sjálfum frá voða. Athuga ber, að öryggisráðstafanir eru fyrst og fremst gerðar í þágu verkamanna. Engum getur dulizt, að meira þarf til að útrýma slysum en ötula vinnu fárra einstaklinga. Hrinda þarf af stað allsherjar hreyfingu, þar sem hver einstakur verkamaður er virkur þátttakandi. Verði þessu ekki til vegar komið, er tæplega góðs árangurs að vænta. f lögumum öryggisráðstafanir á vinnustöðum er svo fyrir mælt, að á vinnustöðum, þar sem 5 verkamenn eða fleiri vinna, sé þeim heimilt að velja sér trúnaðar- mann, sem hefur það hlutverk að vaka yfir öryggi á vinnustað. Þetta hefur verið gert á allmörgum vinnu- stöðum, en fjarri fer, að það sé almennt. Lfka hefur viljað brenna við, að til þessara trúnaðarstarfa hafi verið valdir hinir sömu menn, sem gæta eiga félags - legra hagsmuna verkamanna á vinnustöðum, og tel ég það mikinn misskilning. Það er sfður en svo, að þeir menn, sem bezt eru til þess fallnir að gæta félagslegra hagsmuna félaga sinna, séu bezt til þess fallnir að vaka yfir öryggi þeirra. Trúnaðarmenn þessa hef ég hér að framan kallað öryggisverði, því að það tel ég réttara nafn og skýra betur hlutverk þeirra. Öryggis- vörður á t. d. að þekkja til hlítar gildandi lög og reglur um öryggi á vinnustöðum. Hann þarf einnig að þekkja þær hættur, sem vinnunni geta verið samfara, oghafa opin augu fyrir þeim. Til öryggisvarða á þvf einungis að velja menn, sem eru liprir f umgengni, varkárir f starfi, en jafnframt einbeittir f framkomu. Oft getur komið fyrir, að öryggisvörður verði fyrir gagnrýni og aðkasti frá félögum sfnum, ekki vegna þess, að þeim finnist hann of athafnalftill, heldur af hinu, að þeim finnst hann of afskiptasamur. Það ríður þvf á að velja til starfans menn, semhafa festutil að halda skoðun sinni til streitu. Mönnum hefur lengi verið það ljóst, að litir á vinnustað hafa allmikil áhrif á sálarlíf og vellfðan verkamanna. Rauðu litirnir í litrófinu hlýja og hafa örvandi áhrif. Grænir og bláir litir svala og róa. I verksmiðjum, þar sem hiti verður að vera hlutfallslega mikill vinnunnar vegna, er heppilegt að nota kalda liti. Gagnstætt þessu er heppilegt að nota heita liti á köldum vinnustað. A veggi og fleti, sem mæta auganu, þegar litið er upp frá vinnunni, ætti að nota róandi, græna liti. Liti ætti einnig ávallt að velja þannig, að efni það, sem unnið er, skeri sig vel úr umhverfinu. r þessu sambandi má greinamilli fjögurra aðalflokka lita, sem kalla mætti vélaliti, salaliti, sjón- sviðsliti og merkiliti. Eins og nafnið bendir til, eru vélalitir til að mála með vinnuvélar. Litir þessir eiga að vera ljósir og lffgandi án þess þó að vera æpandi. Þeir eiga að fálla vel við salalitina (veggja-og loftliti), svo að þeir skilji sig þægilega frá og skapi samstillta heild ásamt salalitunum. Þess ber að gæta, að andstæðir litir séu sem næst með sama ljósstyrkleika, svo að augað þurfi ekki nema sem allra minnst að breyta ljósopinu, þegar sjóninni er beint frá vél til veggjar eða öfugt. A þennan hátt verður komið í veg fyrir óþarfa augnþreytu, sem dregur úr afköstum og veldur vanlfðan. Sjónsviðslitir eru ætlaðir til þess aðmála með hina virku hluta vélarinnar f nánd við smfðið eða bak við það. Þeim er ætlað að mynda áberandi umgjörð um smíðið, svo að það komi betur fram og auðveldara sé að sjá, hvað verkinu líður. Merkilitir eru notaðir á staði, sem sérstaklega þarf að auðkenna, t. d. hættulega vélahluta, gangbrautir á gólfinu, staði, þar sem slökkvitæki eru geymd eða sáraumbúðir og þ. h. Ekki hefur enn verið gengið til fullnustu frá alþjóðakerfi f þessum efnum, en unnið er að þvf, og þess má vænta, að það komi, áður en langt umlfður. I nýtízkuverksmiðjueruvélarnar f heildhafðar með ljósum litum, en þeir hlutar, sem næstir eru smfðinu, ljósgulir, og hverfihlutar vélanna eru rauð- gulir. Loft eru hvft, en veggir og stoðir upp f tveggja metra hæð f mjúkum, grængráum lit. Gólf geta verið ljós, gulbrún eða grá. Slökkvitæki málast rauð, en sáraumbúðageymslur grænar, hvort tveggjameðsterkum litum. Staðir, sem hætta getur stafað af, svo sem lágt liggjandi bitar, brúnir á mishæðum gólfa, op í gólfum o.þ. h. skal mála með sterkum, gulum lit með svörtum röndum. Öryggistæki rafbúnaðar skal mála með bláum lit. Reynslan hefur sýnt, svo að ekki verður um villzt, að rétt litaval á vinnustað stuðlar að auknum afköstum og meiri nákvæmni f verki. Það dregur úr fjarvistum verkamanna og vekur áhuga þeirra á gæzlu véla og smfðis og sfðast, en ekki sfzt, slysum fækkar. Slysaskýrslur bera það greinilega með sér, að settum öryggisreglum er ekki fylgt. Þetta getur stafað af ófullnægjandi eftirliti af verkstjórnarinnar hálfu, agaleysi á vinnustað eða þvf, að öryggisþjónustan er alls ekki virt sem skyldi, heldur aðeins skoðuð sem falleg hugsjón á borð við t. d. bindindishreyfinguna, dýraverndun eða þ. h. Öllum fyrirmælum um öryggisráð- stafanir við vinnu ber að taka sem beinni s kipun. Þau eru ekki til umræðu, og ber þvf að fram- fylgja þeim einsog hverri annarri skipun umframkvæmd verks. Öryggisfyrirmæliheyra þvf til góðri starfsaðferð og vinnuaga. ENAÐARMAL 11

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.