Iðnaðarmál - 01.06.1954, Side 15
/ stuttu máli
TÆKNILEG ORÐ OG MALFAR
Eins og að líkum lætur, verða ótal örðugleikar á
vegiþeirra, semætla að rita um tæknilegefni áíslenzku.
Mörg þau málefni, sem ræða þarf, eru almenningi hér
tiltölulega lítt kunn, þar eð lítið hefur verið um þau
ritað. Er því af eðlilegum ástæðum tilfinnanlegur skort-
ur á íslenzkum orðum um þau efni. Þá má og búast við,
að þeim, sem skrifa hverju sinni, sé ókunnugt um ný-
yrði, semmyndazt hafa og eiga eftir aðná festu ímálinu.
Eigum vér að sjálfsögðu eftir að kenna á og brenna oss á
þessu og hljóta maklega dóma fyrir. Þó er það ætlun vor
að gera allt, sem í voru valdi stendur, til þess að nota
íslenzk orð um hvaðeina og vanda að öðru leyti málfar
vort, svo sem kostur er. Vér munum verða þakklátir
fyrir allar ábendingar um góð og gild fslenzk orð, sem
til eru um þau hugtök, sem vér ræðum, svo og nýyrði,
semmönnum kunnaað detta í hug. Hversu góðan árangur
þessi viðleitni vor ber, er undir samvinnu við aðra
komið - eins og öll önnur starfsemi Iðnaðarmálastofnunar
Islands.
IÐNAÐARSKYRSLUR
I septembermánuði sendi Hagstofa Islands eyðublöð
undir iðnaðarskýrslur fyrir árið 1953 til allra iðnaðar-
fyrirtækja f landinu, sem höfðu slysatryggt vinnuafl f
þjónustu sinni. Skýrslum er þó ekki safnað um húsa-
byggingar. Frestur til að skila skýrslum var út runninn
1. nóv. s.l., en þar sem allmörg iðnaðarfyrirtæki hafa
ekki ennþá gert skil, vill Iðnaðarmálastofnunin fyrir sitt
leytihvetja þau til þessað senda skýrslurnar til Hagstof-
unnar hið allra fyrsta.
UPPLÝSINGADREIFING
IÐNAÐARSPJALDSBCRA
IMSl berst að staðaldri allmikið af tæknilegum
upplýsingum erlendis frá, svo sem fréttir af nýjungum,
endurbótum á framleiðsluaðferðum o. s.frv. Eins og að
líkum lætur, getur margt af þessu efni orðið fslenzkum
iðnaði að gagni. Hefur IMSI nú hafið undirbúning að því
að skipuleggja dreifingu upplýsinga til þeirra, sem hafa
aðstöðu til að hagnýta sér þær, þ. e. til iðnfyrirtækja og
einstaklinga, sem iðnað stunda eða starfa á einhvern
hátt í þjónustu hans. Verður dreifingu hagað þannig, að
viðtakendur fá eingöngu í hendur tæknilegan fróðleik,
semlýturaðstarfsemiþeirra, endaer Iðnaðarmálum
ætlað að fjalla um þau efni, sem varða iðnað almennt.
Uppistaðan í dreifingarkerfi IMSI verður spjaldskrá
um iðnfyrirtæki og einstaklinga, þar sem flokkað er
eftir starfsviðum. Verða á næstunni send spurningablöð
til þeirra, sem væntanlega hafa áhuga á þessum lið
upplýsingaþjónustu IMSI, og er m. a. ætlazt til, að
menn segi þar til um, á hvaða greinum þeir hafi áhuga
(t.d. bátasmfðum, plastiðnaði o. s.frv.).
A spurningablöðunum verður einnig óskað vitneskju
um framleiðsluvörur iðnfyrirtækja, ogerætlunin aðútbúa
einnig spjaldskrá um framleiðendur, þar sem þeir eru
flokkaðir eftir framleiðsluvörum. Verður sú spjaldskrá
m. a. notuð til þess að láta f té vitneskju um, hverjir
framleiði ákveðnar vörur hér á landi, þegar þess er
óskað.
HVERNIG "IÐNAÐARMAL" VERÐA TIL
Lesendur Iðnaðarmála munu vafalaust veita
þvf athygli, að prentun og frágangur blaðsins er með
öðrum hætti en menn eiga að venjast hér á landi. Vegna
þeirra, sem hafa hug á að vita, f hverju munurinn er
fólginn, viljum vér lýsa þvf stuttlega, hvernig blaðið
verður til.
Textinn er skrifaður f skrifstofu IMSI á IBM-
rafmagnsritvél, en fyrirsagnir eru teiknaðar með
LEROY-leturáhöldum. Eigi aðfella myndir inn f textann,
er þeim ætlað hæfilegt rúm. Sfðan eru teknar ljósmyndir
af lesmáli og myndum — hvoru f sínu lagi — í þeim
stærðum, sem við eiga, þvf að stækka má eða minnka
fyrirmyndirnar eftir þörfum. Filmur með lesmáli og
myndum eru svo felldar saman og efnið í heild flutt yfir
á alúminfum- eða sinkplötur. Loks er blaðið "offset"-
prentað.
Fyrirmæli verkstjóra ná því aðeins tilgangi sfnum,
1) að hann fullvissi sig um, að þau séu virt,
2) að hann sjái, að þau hafi skilizt rétt, og
3) að hann fylgist stöðugt með þvf, að þeim sé
framfylgt.
Til þess að vaka yfir öryggi á vinnustað ættu verka-
menn f hverri deild fyrirtækis að velja sér öryggisvörð.
Sfðan ætti að stofna öryggisráð innan hvers fyrirtækis,
en ráðið að vera skipað öryggisvörðum, verkstjórum og
forstjóra eða fulltrúa hans. Öryggisráð stjórnar sfðan
öryggi sþj ónustunni.
Aðalverk öryggisvarða á að vera þetta:
1. að rannsaka hvert slys, sem verður innan hans deildar
f fyrirtækinu, og gera viðeigandi ráðstafanir til að
forðast endurtekningu,
2. að líta eftir þvf, að öryggisbúnaður sé notaður og sé
f gallalausu ásigkomulagi,
3. að skoða ástand lyftitækja og flutningatækja innan
sinnar deildar fyrirtækisins og fylgjast með þvf,
4. að stuðla að bættum hollustuháttum og þrifnaði verka-
manna á vinnustað,
5. að fara reglulegar eftirlitsferðir um deild sína,
6. að hafa nána samvinnu við eftirlitsmenn Öryggis-
eftirlits rfkisins og ráðgast við þá um allt það, er
varðar öryggisbúnað og hollustuhætti,
7. aðláta öryggisráðinu reglulega í té skriflegar skýrslur
um störf sfn,
8. að tilkynna yfirboðurum sfnum allt það, sem þeir
verða varir við, að aflaga hefur farið, og benda
þeim á það, sem betur mætti fara.
Öryggisráð fyrirtækisins ætti sfðan að koma reglulega
saman og ekki sjaldnar en ársfjórðungslega. A fundum
þess skulu skýrslur öryggisvarða athugaðar, og gefst
þeim þá tækifæri til að koma fram með tillögur sínar til
umbóta.
Öllum verður að skiljast, vinnuveitendum, verk-
stjórum og verkamönnum, að öryggisþjónustan er sam-
eiginlegt velferðarmál ogþeir eiga allir að veravirkir
þátttakendur. Með þvfeinu mótimá væntagóðs árangurs .
Takmarkið á að vera: 100% öryggi.
12
IÐNAÐARMAL