Iðnaðarmál - 01.06.1954, Qupperneq 16

Iðnaðarmál - 01.06.1954, Qupperneq 16
FRAMLEIÐNIRÁÐ EVRÖPU Nýlegaer kominút2. starfsáætlun(1954-55) F ram- leiðniráðs Evrópu (EuropeanProductivityAgency - O.E.E.C.) íParfs. Stofnun þessi var sett á laggirnar fyrirrúmu ári. Hlutverk hennar erað vera móðurstofnun allra þjóðlegra framleiðnistofnana (productivity centers) í vestrasnum Evrópulöndum, m.a. Iðnaðarmálastofnunar Islands. Svo semkunnugt er, er Efnahagssamvinnustofn- unin í Parfs samtök 18 Evrópuþjóða til þess að styrkja efnahagslega afkomu aðildarríkjanna, og er Island eitt þeirra. Iformála starfsáætlunarinnar segir forstjóri F r a m - leiðniráðsins, K.P.Harten: "Framleiðni (productivity) er það að nýta sem bezt hina ýmsu þætti, sem f fram- leiðslunni eru, fjármagn, hráefni, fast- eignir, vélar, vinnuafl o.s.frv. Þannig er greinilega skýrgreint f inngangsorðum fyrstu starfs- áætlunarinnar (1953-54) viðfangsefni það, sem Efnahags- samvinnustofnunin (O.E.E.C.) hefur frá upphafi vega sinna talið meginvandamál og varð til þess, að Fram- leiðniráði var komið á fót. Tilgangur þess er að rann- saka skilyrði til og örva, að aðildarríkin taki hvert f sfnu lagi upp hinar áhrifarfkustu aðferðir til að auka framleiðni í þvf skyni að bæta lífskjör almennings í þátttökuríkjunum og tryggja honum fulla atvinnu." "Samt sem áður er ekki nóg að rannsaka skilyrði til nýrra vinnuaðferða og kynna þær, þvf að nýjar vinnuaðferðir munu aldrei verða teknar upp og notaðar á vinnustað, sé ekki um leið skapaðandrúmsloft samstarfs milli stjórnenda iðnfyrirtækja og verkamanna, milli iðngreina innbyrðis og milli allra stétta og hags- munasamtaka." "Heildarverksvið Framleiðniráðs verður aðeins metið og skilið á réttan hátt, sé það skoðað f ljósi starf - semi og tilgangs Efnahagssamvinnustofnunarinnar og grundvallarstefnu hennar, sem er að koma til leiðar nánari efnahagslegri sameiningu aðildarríkjanna." "Fyrsta starfsáætlunin (1953-54) gerði Framleiðni- ráði fært að ákveða, á hvaða sviði það gæti unnið með mestum árangri. I henni var einnig ákveðið, að vinnu- aðferðir ráðsins skyldu felastf þvf aðskipta starfseminni niður í einstaka þætti, sem mismunandi áherzla yrði lögð á, allt eftir mikilvægi hvers þáttar um sig. Tilraun var einnig gerð tilþessað samræma störf hinnafjölmörgu tæknilegu sendinefnda, sem ýmist komu frá Bandaríkjunum eða voru sendar þangað. Það var enn fremur skoðun manna, að kerfisbundnar og hnitmiðaðar aðgerðir af hálfu ráðsins mundu vekja sérstakan áhuga evrópskra framleiðenda á framleiðni, svo að þeir sæju sér hag f að færa sér í nyt bandarfska reynslu og þekkingu og tækju sjálfir upp rannsóknir á þessum málum." "Sú reynsla, sem fengizt hefur á fyrsta ári, hefur komið ráðinu til að endurskoða stefnu sína, ekki aðeins að þvf, er snertir starfsemi þá, sem það ætti helzt að reka, heldur einnig með tilliti til þeirra úrræða, sem það hefur yfir að ráða, og þeirra úrræða, sem iðnaðar - málastofnanir aðildarrfkjanna hafayfir að ráða. frauninni hefur verksviðið virzt svo feikilegt, að nauðsynlegt hefur þóttað einbeita kröftunumað ákveðnum og afmörk- uðum verksviðum." "Til þess að breyta afstöðu iðjuhölda og verkalýðs til allra þessara mála hefur verið nauðsynlegt að miða allar aðgerðir við framtfðina og kennslustofnanir og tryggja þannig, að verki ráðsins verði haldið áfram löngu eftir þess dag." "Þareð dregið hefur úr tæknilegri aðstoð Bandarfkj- anna við Evrópulönd, hefur sú nauðsyn orðið jafnvel enn brýnni, að Framleiðniráð gerði evrópska starfsáætlun á grundvelli sjálfsbjargarviðleitni. A þessum megingrund- velli,. sjálfsbjargarviðleitninni, ætti ekki aðeins starfs- áætlun sjálfs Framleiðniráðs að vera reist, heldur og starfsáætlanir iðnaðarmálastofnana hinna einstöku aðild- arrfkja." "Þanniger önnur starfsáætlun Framleiðniráðs rökrétt framhald fyrstu starfsáætlunar, þ.e. að einbeita kröft- unum að ákveðnum verksviðum og miða stefnu sfna við fjarlæga framtfð. Þessari stefnu verður fyrst framfylgt af Framleiðniráði, en sfðar af öðrum stofnunum, sem komið verður á fót að tilhlutan þess. Mun þá fram- leiðnihugsjónin gangaeins ograuðurþráðurgegnum alla þætti félags- og atvinnulffs Evrópu og stuðla þannig að því, að Efnahagssamvinnustofnunin nái hinu háleita marki sfnu." Þessi formáli annarrar starfsáætlunar Framleiðni- ráðs gefur nokkurahugmynd um tilgangogstarfsemi þess. Skýrslan sjálf er að öllu leyti harla fróðleg og gerir glögga grein fyrir öllum þáttum starfseminnar á næsta starfsári. Þeir, sem óska að kynna sér þetta nánar, geta fengið eintak af skýrslunni í Iðnaðarmálastofnun Islands, meðan birgðir endast. VERKNAMSFÖR. Sfðastliðintvö árhefur Bandarfkjastjórngengiztfyrir þvf, að rúmlega þúsund ungir iðnaðarmenn og iðnverka- menn frá ýmsum Evrópulöndum fengju tækifæri til þess að vinna um eins árs skeið í Bandarfkjunum við svipuð störf og þeir hafa unnið í heimalöndum sínum. Hafa menn þessir lifað og starfað þar í landi svipað því, sem amerískir jafnaldrar þeirra gera, en verklega námið hefurverið fólgið í því að hafa augu og eyru opin, ef svo mætti segja, fyrir þarlendum vinnuaðferðum. Jafnframt vinnunni hafa menn þessir sótt skóla nokkura tíma í viku, aðallega til þess að kynnast amerískri sögu og menningu, en einnig til þess að læra ensku. Aherzla hefur verið lögð á, að mennirnir gætu sem bezt kynnzt lífsviðhorfi og venjum Bandaríkjamanna, og beinlínis verið til þess ætlazt, að þeir sýndu verkalýðsmálum fyllsta áhuga. Nokkrir Islendingar hafa tekið þátt í þessum verk- námsferðum, og hafa þeir getið sér góðan orðstír. Ný- lega fóru nokkrir menn héðan utan í þessum tilgangi, og sá IMSI um nauðsynlegan undirbúning hér heima. Fara nöfn þessara manna hér á eftir: Arni Þór Arnason vélvirki, Benedikt Geirsson pípulagningameistari, Eyjólfur J. Sigurðsson pfpulagningasveinn, Eyvindur Olafsson vélvirki, Friðrik Eiríksson rennismiður, Magnús Þórarinsson sápugerðarmaður, Theódór Marinósson bflasmiður. Tekið skal fram, að "Iðnaðarmál" munu skýra frá þvf, ef fleiri mönnum verður veittur kostur á að fara.

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.