Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.08.2010, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 26.08.2010, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 Guðmundur F. Sigurjónsson, stjórnarformaður Kerecis, segir að þróunarferlinu sé um það bil að ljúka og við taki prófunar- og skráningarferli sem taki eitt ár. Fyrirtækið hefur í um þrjú ár unnið að rannsóknum og vöru- þróun á lækningavörur úr þorsk- próteini. „Við fáum þorskroð úr eldisþorski sem eru í kvíum út- gerðarfyrirtækisins Gunnvarar á Súðavík og framleiðum úr roðinu prótein, sem er svo unnið áfram í stoðefni. Helsti kosturinn við eldisþorskinn er að rekjanleikinn mjög svo einfaldur. Einnig er breytileiki próteinanna minni í eldisþorski en í villtum þorski er próteinsamsetningin mismun- andi eftir árstíðum,“ segir Guð- mundur í samtali við Útvegs- blaðið. Guðmundur segir að vinnan við rannsóknir og vöruþróun hafi gengið vel til þessa, enda hafi verið vandað til verka. Vöruþró- unin fari að mestu fram á eigin rannsóknarstofu á Ísafirði en hluti fari fram hjá Matís sem búi yfir mikilli þekkingu og góðum tækja- kosti. „Við búumst við að fram- leiðsla hefjist á næsta ári og stefn- um að því að framleiðsla stoð- efnisins fari fram á Ísafirði og þá mögulega í samvinnu við Gunn- vöru. Við höfum sótt um einka- leyfi á vörunni í nokkrum lönd- um. Hugsanlegir kaupendur hafa verið mjög jákvæðir, þannig að eins og staðan er í dag getum við leyft okkur að vera bjartsýn á framtíðina,“ segir Guðmundur í Útvegsblaðinu. Markaðurinn fyrir lækninga- vörur sé gríðarlega stór og sam- keppnin eftir því hörð. Fólk sem er með þrálát sár sem ekki tekst að lækna getur misst útlimi. Þetta á meðal annars við um fólk með sykursýki eða æðahrörnunar- sjúkdóma. „Við ætlum okkur að fara rólega af stað. Allar rann- sóknir og prófanir hafa til þessa lofað góðu og hráefnið til fram- leiðslunnar er fyrsta flokks. Ný- sköpunarsjóður atvinnulífsins hefur nýverið keypt um þriðjungs hlut í Kerecis sem er ákveðin við- urkenning á okkar starfi. Auk þess er skemmtilegt að þróa vöru úr hráefni sem annars væri líklega hent,“ segir Guðmundur F. Sig- urjónsson stjórnarformaður Ker- ecis. Frá þessu var sagt í Útvegs- blaðinu. – thelma@bb.is Hefur sótt um einkaleyfi víða um heim Félagsmönnum í Verka- lýðsfélagi Vestfirðinga býðst nú að leita til lögfræðinga fé- lagsins til að fá úr því skorið hvort myntkörfulán sem þeir kunna að hafa tekið, gætu ver- ið ólögmæt samkvæmt úr- skurði Hæstaréttar. Það eina sem félagsmenn þurfa að gera er að koma upprunalegum lánasamningi og einum greið- sluseðli til félagsins en það mun síðan sjá um koma gögn- um til lögfræðinga félagsins sem munu finna út hver staðan er og veita ráðgjöf um fram- haldið. Fram kemur á vef VerkVest að þjónusta þessi sé félags- mönnum að kostnaðarlausu. Ef hinsvegar kemur í ljós að viðkomandi lán teljist ólögleg og við taki frekari vinna lög- fræðinga við hagsmunagæslu gagnvart bönkum eða fjár- málafyrirtækjum yrði ein- göngu greidd þóknun á sömu kjörum og félagsmenn njóta hverju sinni. – kristjan@bb.is Bjóða aðstoð vegna myntkörfulána Bolvíkingurinn Jón Guðni Fjóluson, leikmaður Fram knatt- spyrnu, fór fyrir stuttu til Hol- lands til að skoða aðstæður hjá knattspyrnuliðinu PSV Eind- hoven. Jón Guðni er ættaður frá Bolungarvík að því er fram kem- ur á vefnum vikari.is. Hann er sonur Fjólu Halldóru Jónsdóttur, dóttur Jóns Guðna Pétursson skipstjóra og Esterar Hallgríms- dóttur. Jón Guðni hefur verið frábær með Fram í sumar og átt marga góða leiki og hefur skorað þrjú mörk í þeim 15 leikjum sem hann hefur spilað. Hann er afar fjöl- hæfur leikmaður og getur bæði leikið sem miðjumaður og mið- vörður. Hann var í U21 árs lands- liðinu sem vann frábæran sigur á Þjóðverjum á dögunum en hann og Hólmar Örn Eyjólfsson mynda afar sterkt miðvarðapar þar. Skoðar aðstæður hjá PSV Nokkuð hefur borið á því á Vestfjörðum og reyndar víðar um landið að berjabrekkur séu brúnar að sjá. Þrátt fyrir að þurrkar hafi verið miklir á landinu er ekki hægt að kenna þeim um ryðbrúna litinn heldur er sökudólgurinn líklega að mestu lirfa fiðrildisins birkifetans. Þessar skemmdir eru í fæstum tilfellum varanlegar að því er fram kemur á vef Náttúru- stofu Vestfjarða en plágan gæti herjað á sama stað árið eftir þar sem lirfan púpar sig og lifir þann- ig af veturinn og vaknar sem fiðrildi að vori. Hart frost á auða jörð gæti slegið nokkuð á stofn- inn. „Lirfan lifir á laufi og étur að- allega birki en einnig bláberja- og aðalbláberjalyng. Hann étur alla blaðgrænu úr laufinu en eftir verður æðvefur sem er ryðbrúnn. Berin geta náð að þroskast áður en lirfan kemur. Lirfurnar éta yfirleitt ekki berin. En þessi plága hefur góða hlið þar sem mófuglar komast í feitt þar sem lirfurnar eru,“ segir á vef Náttúrustofu Vest- fjarða. – kristjan@bb.is Ryðbrúnar berjabrekkur Vestfirðir vöktu athygli margra í Íslandstjaldinuá Menningarnótt. Hér fræðir Kristjana Milla Snorradóttir einn gesta um Vestfirði. Ferðamálstofa og markaðs- stofur landshlutanna tóku í fyrsta skipti sameiginlega þátt í Menn- ingarnótt sem haldin var í Reyk- javík um helgina. Markaðstofa Vestfjarða tók þátt í kynningu sem fram fór í Íslandstjaldinu svokallaða og var einn af megin- punktum hátíðarinnar. Markaðs- stofur landshlutana kynntu þar haust- og vetrardagskrána á sínu svæði. „Þetta var mjög skemmti- legt. Við lögðum áherslu á veislu að vestan og buðum upp á reyktan rauðmaga frá Patreksfirði og harðfisk frá Flateyri og vakti það mikla lukku. Við fengum einnig bolvíska refi með okkur í lið og einn lunda. Það var mesta traffík- in í básinn okkar þar sem við vorum með eitthvað áþreifanlegt, bæði til að smakka og skoða,“ segir Kristjana Milla Snorradóttir sem var ein þeirra sem stóð vakt- ina hjá Markaðsstofu Vestfjarða. „Punkturinn yfir i-ið var síðan tónlistarmaðurinn Biggibix sem spilaði þrisvar sinnum yfir dag- inn. Sara Vilbergsdóttir, listmál- ari tók þátt í að mála málverk á staðnum fyrir hönd Vestfjarða en þar málaði einn listamaður frá hverjum landshluta á verk sem var síðan afhjúpað á staðn- um. Það var stöðugur straumur af fólki þrátt fyrir kulda og sýndu margir matnum og dýrunum okk- ar mikinn áhuga,“ segir Kristjana Milla. Þess má geta að Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík setti há- tíðina í tjaldinu og var henni einnig slitið þar um kvöldið. Vestfirðir vöktu athygli Ísfirðingurinn Biggibix tróð upp ásamt Halldóri Gunnari Pálssyni og Helgu Margréti Marzellíusardóttur.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.